Svava - 01.02.1904, Blaðsíða 7

Svava - 01.02.1904, Blaðsíða 7
299 ekki leyfa Japönum að halda herfangi sínu, hvað Port Avthur áhrærði. Rtíssar höfðu með stjórnkæuskubrögð- um komið svo ár sinni fyrir borð, að bæði Frakkar og Þjóðverjar risu öndverðir upp gegn þessu áformi Japaua. Sú skoðun kom þá fram hjá stórþjóðunum, að ef Jap- an tæki Port Arthur, væri stígið fyrsta sporið í þá átt að sundurlima Kínveldi, en það þóttust þær þá ekki vilja vera frumkvöðlar að. Mönnum duldist ekki, að bak við þiuna úrskurð stórþjóðanna, muudi liggja eitt- hvað annað en eintóm góðmenska gagnvart Kinverjum, euda kom það síðar í ljós. En eins og kunnugt er, urðu Japanar í það sinn að hlíta dómsákvæði vestrænu sfórveldanna og láta Port Arthur aftur af hendi til Kín- verja. En svo leið ekki á löngu, þar til tíminn fór að leiða í Ijós, að Kússar rnundu hafa verið að skara eld að sinni kökn, þegar þeir fengu Frakka og Þjóðverja til að skera úr málum þiir eystra. Því tveim árum síðar, eða árið 1896, veittu Kínverjar líússum einkaróttindi til að byggjii járnbraut gegn um Manchúría. Þá ruku Stórveldin upp til handa og fóta og mótmæltu slíkri aðferð, en Rússum tókst að spekja þau og veita þeim fulluægjandi úrlausu á tiltæki sínu, en uudir niðri róru þeir öllum árum að því, að ná sjálftr fótfestu þar eystra en bægja öðrum stórveldum frá.

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.