Fréttablaðið - 31.05.2017, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 7 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 3 1 . M a Í 2 0 1 7
FrÍtt
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
ÚTSKRIFTAR-
BLÖÐRUR OG
SKRAUT
HAFNARFJÖRÐUR
miðbær
Vinalega
verslunar-
miðstöðin!
Ný heimasíð
a
www.fjordur.is
Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd funduðu í gær fram á kvöld um þá ákvörðun Sigríðar Andersen að hrófla við niðurstöðu matsnefnd-
ar um hæfi dómara við Landsrétt. Þegar klukkan var farin að ganga tíu ákvað nefndin að fresta fundi til morguns. Sjá síðu 2 Fréttablaðið/anton brink
saMFélag Þrír lögmenn Versus lög-
mannsstofu hafa verið áminntir
vegna máls sem Lögmannafélag
Íslands höfðaði gegn þeim og
varðar eignarhald Atla Helgasonar
í stofunni, en hann var sakfelldur
fyrir manndráp árið 2001 og í fram-
haldinu sviptur lögmannsrétt-
indum.
Að mati úrskurðarnefndar lög-
manna stuðluðu lögmennirnir
fjórir að því að Atli gæti rekið lög-
mannsstofu og sinnt lögmanns-
störfum. Atli var skráður eigandi
stofunnar en lögum samkvæmt
mega aðilar sem ekki hafa lög-
mannsréttindi ekki vera skráðir
eigendur að lögmannsstofum.
Háttsemi fjórða lögmanns Versus
er sögð aðfinnsluverð. Þetta kemur
fram í úrskurði úrskurðarnefndar
lögmanna sem fréttastofa hefur
undir höndum og kemur í fram-
haldi af kæru Lögmannafélags
Íslands (LMFÍ). Félagið krafðist
þess að lögmennirnir yrðu sviptir
réttindum sínum vegna eignar-
halds Atla í Versus.
Lögmennirnir fjórir eru Guðni
Jósep Einarsson, Þorgils Þorgils-
son, Guðmundur St. Ragnarsson,
sem fékk tvær áminningar vegna
málsins, og Ólafur Kristinsson, en
háttsemi hans er sögð aðfinnslu-
verð þó að hann hafi ekki hlotið
áminningu.
Málið er eitt það umfangs-
mesta sem komið hefur til kasta
úrskurðarnefndar lögmanna en
þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem
LMFÍ beitir sér gegn félagsmönnum
sínum með þessum hætti. Félagið
fer með ákveðið eftirlitshlutverk
með lögmönnum en afmörkun
þessa hlutverks var á meðal þess
sem deilt var um í málinu.
Versus lögmenn segja í yfirlýs-
ingu til blaðsins að krafa LMFÍ hafi
ekki átt við nein rök að styðjast.
Félagið hafi farið fram með offorsi
og ærnum tilkostnaði sem greiddur
sé með gjöldum allra félagsmanna.
Ekki er óalgengt að fólk sem
ekki hefur lögmannsréttindi fari
með eignarhald í lögmannsstof-
um, samkvæmt lauslegri athugun
fréttastofu. Er það meðal annars
uppi á teningnum á lögmannsstofu
formanns Lögmannafélagsins,
Reimars Snæfells Péturssonar. Þar
eiga þrír ólöglærðir einstaklingar
hlut í stofunni samkvæmt gildandi
skráningu. sunnak@365.is / sjá síðu 6
Áminntir vegna Atla
Eitt umfangsmesta mál sem komið hefur til kasta úrskurðarnefndar lögmanna
varðar fjóra lögmenn Versus lögmannsstofu. Þrír hafa verið áminntir í starfi.
atli Helgason,
einn eigenda lög-
mannsstofunnar
Versus
Fréttablaðið í dag
sKoðun Halldór Gunnarsson
skrifar um mannréttindabrot á
Íslandi. 14
Menning Þórunn Elísabet sýnir í
Gallerí Klúku í Bjarnarfirði. 26
lÍFið Ragga Gísla semur og flytur
Þjóðhátíðarlagið. 34
plús sérblað l FólK
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
ViðsKipti Björn Óli Hauksson, for-
stjóri Isavia, segir umræðu um mögu-
lega einkavæðingu Keflavíkurflugvall-
ar hafa leitt til aukins áhuga erlendra
fjárfesta á framvindu málsins.
– hg / sjá Markaðinn
Áhugi fjárfesta
á Leifsstöð eykst
ViðsKipti Tekjur Bláa lónsins voru
yfir tíu milljarðar og hafa meira en
þrefaldast á fimm árum. Miðað við
afkomu Bláa lónsins á árinu 2016 má
gróflega áætla að heildarvirði fyrir-
tækisins gæti verið um 30 milljarðar.
– hae / sjá Markaðinn
Bláa lónið metið
á um 30 milljarða
Lögmannafélag Íslands
krafðist þess að lögmenn á
Versus yrðu sviptir rétt-
indum vegna eignarhalds
Atla Helgasonar á stofunni.
Logi og Katrín
þóttu bera af
tÍsKa Lífið fékk nokkra álitsgjafa
til að meta hvaða þingmenn hefðu
skarað fram úr í glæsileika í eldhús-
dagsumræðum. – bb / sjá síðu 34
3
1
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
F
9
-D
7
7
0
1
C
F
9
-D
6
3
4
1
C
F
9
-D
4
F
8
1
C
F
9
-D
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K