Fréttablaðið - 31.05.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 31.05.2017, Síða 18
Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnu- keppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stíg- andi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gær- kvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort upp- aldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leik- menn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust. Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16 liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum kom- ist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auð- vitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Kefla- vík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiða- blik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkis- manna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug. „Ég býð þá bara vel- komna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti. eirikur@frettabladid.is OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Íþróttafréttakona fékk óvænt bað á hafnaboltaleik í Boston Kalt og blautt Íþróttafréttakonan Guerin Austin varð að skipta um föt í vinnunni er hún var að taka viðtöl á hafnaboltaleik Boston Red Sox og Seattle Mariners. Verið var að fagna hetju Boston með Powerade-baði og varð hún fyrir gusunni. Því átti hún ekki von á. nordicphoToS/geTTy Fótbolti 16 liða úrslit Borgunarbik- arkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýð- ingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstak- lega ef við komumst lengra en í 32 liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“ Víðishjartað er rosalega sterkt Víðir úr Garði er bikarlið inn að beini. Fyrir 30 árum komst liðið alla leið í úrslit keppninnar, sem frægt er. Þá hafa Víðismenn komist lengra en mörg önnur lið úr neðri deildum Íslandsmótsins síðustu ár. Við erum allir af Suðurnesjum og fórnum okkur meira en margir aðrir. Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis 19.45 Valur - Stjarnan Sport 19.10 Ír - Kr Sport 2 Borgunarbikar karla: 17.30 ÍBV - Fjölnir 18.00 Víðir - Fjölnir 19.15 Ír - Kr 19.15 Ægir - Víkingur r. 19.15 Fh - Selfoss 20.00 Valur - Stjarnan Í dag ÍA- grótta 2-1 0-1 Ingólfur Sigurðsson (63.), 1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (83.), 2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (95.). Þetta var fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitum keppninnar. Borgunarbikar karla Nýjast GÍSli eKKi VAlinn Í hóPinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari til- kynnti leikmannahóp sinn fyrir mót í Noregi í fyrradag og fannst mörgum handboltaáhugamönnum skrítið að ekkert pláss væri fyrir efnilegasta handboltamann landsins í hópnum. Hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum með FH í úrslitakeppni Olís-deildarinnar og dró FH-vagninn. Hann var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fengu frí og fara ekki til Noregs og svo var heldur ekki hægt að velja leikmenn úr þýsku úrvalsdeildinni. Sex nýliðar eru því í hópnum en enginn Gísli. „Gísli er frábær leikmaður sem hefur staðið sig einstaklega vel. Hann kom svo virkilega sterkur út úr úrslitakeppninni. Sýndi á sér sterka hlið sem við vorum ekki alveg búin að sjá í Íslandsmótinu fram að því,“ segir Geir í samtali við íþróttadeild. „Það er klárt mál að Gísli er fram- tíðarleikmaður en við ákváðum að bíða með að velja hann í þetta skiptið. Hann stendur líka í ströngu og mörg verkefni eru fram undan. Hans tími kemur klárlega síðar.“ tiGeR SofAndi en eKKi fulluR Tiger Woods, frægasti kylfingur heims, var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögreglan handtók hann um síðustu helgi eins og haldið var. Tiger sagði því satt í yfirlýsingu til fjölmiðla í fyrradag. Í henni sagði Ti- ger að hann hefði verið undir sam- verkandi áhrifum nokkurra lyfseðils- skyldra lyfja en hann er að jafna sig eftir enn eina bakaðgerðina. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefði haft svona mikil áhrif á mig,“ sagði Tiger. Þessar nýjustu upplýsingar koma fram í lögregluskýrslunni sem fjöl- miðlar í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum. Í henni kemur fram að Tiger var sofandi í Mercedes-bif- reið sinni þegar lögreglan kom að honum og þá féll hann harkalega á áfengisprófinu. Hann var þvoglu- mæltur með eindæmum og gat ekki staðið í lappirnar. Hann var undir miklum áhrifum verkjalyfja en skoraði 0,00 þegar hann blés í áfengismælinn sem sann- aði að hann var ekki fullur undir stýri eins og haldið var í fyrstu. 3 1 . m a í 2 0 1 7 m i Ð V i K U D a G U R18 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð Sport 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 9 -F A 0 0 1 C F 9 -F 8 C 4 1 C F 9 -F 7 8 8 1 C F 9 -F 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.