Fréttablaðið - 31.05.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 31.05.2017, Síða 20
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Stefnt er að verklokum við lúxus- hótel Icelandair á Landssímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eiganda bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg. „Við erum að bíða eftir svörum frá borginni varðandi breytingar á deiluskipulaginu. Þangað til það liggur fyrir gefur borgin ekki út nein framkvæmdaleyfi. Við erum að von- ast til að þetta liggi fyrir á allra næstu vikum og að verklok verði vorið 2019,“ segir Davíð. „Við höfum gert borginni grein fyrir því að við erum nokkuð ósátt við hvað þetta hefur tekið langan tíma. Það er leiðinlegt sérstaklega fyrir borgarbúa að þarna í hjarta borgarinnar séu þessi hús í því ástandi sem þau eru og engin starf- semi þar.“ Icelandair Group keypti helm- ingshlut í Lindarvatni í ágúst 2015 af hinum eiganda reitsins, Dalsnesi ehf., sem er alfarið í eigu Ólafs Björns- sonar, eiganda matvöruheildverslun- arinnar Innness. Lindarvatn stóð í byrjun mars í fyrra fyrir 3,1 milljarðs króna skuldabréfaútgáfu til að fjár- magna framkvæmdirnar á reitnum. Hótelið verður 160 herbergja eða ellefu þúsund fermetrar að stærð af þeim fimmtán þúsund sem gert er ráð fyrir á reitnum. Þar verða einn- ig veitingastaðir, verslanir, íbúðir og að sögn Davíðs einnig að öllum líkindum safn um sögu Alþingis. – hg Opnun lúxushótels seinkar um ár Framkvæmdum við nýtt hótel við Austurvöll átti að ljúka vorið 2018. Eigendur Cintamani kanna sam- kvæmt heimildum Markaðarins mögulega sölu á öllu hlutafé íslenska fataframleiðandans og hafa þeir fengið sænska fjármála- fyrirtækið Beringer Finance til að sjá um samskipti við valinn hóp fjárfesta. Stutt fjárfestakynning (e. teaser) var send út fyrir skemmstu og fjárfestum gefinn frestur til júní- loka til að skila inn óskuldbindandi tilboðum. Einar Karl Birgisson, fram- kvæmdastjóri Cintamani, segir formlegt söluferli ekki hafið og að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort fyrirtækið verði boðið til sölu. Beringer hafi verið fengið til að meta næstu skref eftir að eig- endum fataframleiðandans barst tilboð í fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum. „Eigendum félagsins barst tilboð fyrir nokkrum mánuðum og upp úr því leituðu þeir til Beringer til að gera ákveðna kostagreiningu. Það er hvaða kostir eru í stöðunni eftir að tilboðið barst og hvað sé rétta skref- ið í stöðunni. Fyrirtækið er því ekki í eiginlegu söluferli því eigendurnir eru alveg eins líklegir til að stíga önnur skref ef niðurstaða Beringer verður á þá leið,“ segir Einar Karl. „Við höfum verið í gríðarlega mikilli uppbyggingu á félaginu innan frá undanfarna fjórtán mán- uði. Við skynjum árangur þess og því þótti mér áhugavert að við feng- um tilboð í fyrirtækið sem var ekki svarað á annan hátt en að menn fóru í þessa vinnu með Beringer.“ Cintamani er í eigu Kristins Más Gunnarssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, og Frumtaks slhf. Krist- inn á 70 prósenta hlut en Frumtak er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins, sex lífeyrissjóða og stóru við- skiptabankanna þriggja. Heimildir Markaðarins herma að í fjárfestakynningunni hafi áætlaðar tekjur Cintamani á þessu ári verið gefnar upp. Þær eigi að nema um 1.100 milljónum króna og gert sé ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) muni nema um 145 milljónum króna. Fataframleiðandinn var rek- inn með tæplega 30 milljóna króna hagnaði árið 2015 samkvæmt síðasta birta ársreikningi hans. Afkoman þá var mun betri en árið á undan þegar reksturinn skilaði 3,7 milljóna hagnaði. Aðalstarfsemi Cintamani er fólgin í hönnun, framleiðslu og sölu á útivistarfatnaði og rekur fyrirtækið sex verslanir hér á landi. haraldur@frettabladid.is hordur@frettabladid.is Óska eftir tilboðum í allt hlutafé Cintamani Sænska fjármálafyrirtækið Beringer Finance sendi út fjárfestakynningu fyrir hönd eigenda Cintamani. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rennur út í lok júní. Formlegt söluferli ekki hafið að sögn framkvæmdastjórans. Cintamani rekur sex verslanir hér á landi. FréttAblAðið/Anton brink Fyrirtækið er því ekki í eiginlegu söluferli því eigendurnir eru alveg eins líklegir til að stíga önnur skref ef niðurstaða Beringer verður á þá leið. Einar Karl Birgisson, framkvæmda- stjóri Cintamani Fjárfestingarsjóður á vegum banda- ríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kom- inn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. Þetta er þriðja skráða fyrirtækið í Kauphöllinni þar sem sjóðir í stýringu Wellington Management komast á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa en fyrr á árinu eignuðust þeir talsverða eignarhluti í N1 og Símanum. Sjóðurinn Wellington Trust Company National Association, sem eignaðist hlut sinn í Nýherja núna í maímánuði, er þannig tólfti stærsti hluthafi félagsins en miðað við núverandi gengi bréfa Nýherja er hluturinn metinn á um 265 millj- ónir. Markaðsvirði Nýherja er um 14,9 milljarðar – aðeins Skeljungur er með lægra markaðs- virði af skráðum félögum í Kauphöll- inni – en gengi bréfa upplýsingatækni- fyrirtækisins hefur hækkað um liðlega 58 prósent frá ára- mótum. Tekjur Nýherja jukust um 20 prósent á fyrsta fjórð- ungi ársins og námu u m f j ó r u m m i l l j - örðum. Það er e k k i s í s t góður árangur í hugbúnaðartengdri starfsemi Nýherja, meðal annars hjá dótturfélaginu Tempo, sem hefur dregið vagninn í tekjuvext- inum. Á árinu 2016 námu tekjur Tempo um 13 milljónum dala og jukust um 40 prósent á milli ára. Á fyrsta fjórðungi var tekjuaukning- in 46 prósent. Nýherji skoðar nú þann möguleika að selja meiri- hluta hlutafjár í Tempo. Fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum námu 19 milljörðum fyrstu fjóra mánuði ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016. – hae Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Finnur oddsson er forstjóri nýherja 14,9 milljarðar er núverandi markaðsvirði nýherja. Microsoft Enterprise Mobility + Security Verndar tölvur og gögn fyrirtækisins með öryggisbúnaði sem byggir á persónulegri auðkenningu. microsoft-ems.is 3 1 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 3 1 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F A -0 D C 0 1 C F A -0 C 8 4 1 C F A -0 B 4 8 1 C F A -0 A 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.