Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 3.–5. maí 2016
Bréfin nálgast
vildarvinaverð
n Hlutabréf í símanum lækkað um 22% frá áramótum n sérfræðingur segir að ýmsu að huga
á
rið 2016 verður Símanum
erfitt þegar maður horfir til
atriða eins og rekstrarhagn-
aðar og tekna en við sjáum
fyrir okkur að fyrirtækið
nái sér aftur upp tiltölulega fljótt
á þessu ári. Þetta snýst allt um það
hversu vel stjórnendunum tekst
að snúa rekstrinum við og hvernig
fjárfestar taka því,“ segir Ragnar
Benediktsson, sérfræðingur hjá
IFS Greiningu, um gengi hluta-
bréfa Símans í Kauphöll Íslands
sem hafa frá áramótum fallið í
verði um 22%.
Gengi bréfa Símans nam 2,9
krónum á hlut við lokun markaða í
gær, mánudag, samanborið við 3,7
krónur á hlut þann 6. janúar síð-
astliðinn. Verð bréfanna nálgast
nú það sem vildarviðskiptavinir
Arion banka fengu að kaupa sam-
tals 5% hlut í fjarskiptafyrirtækinu
á, 2,8 krónur á hlut, en á enn nokk-
uð í það sem hópurinn sem sam-
anstóð af stjórnendum félagsins,
og fjárfestum þeim tengdum, fékk
að kaupa á í ágúst í fyrra. Þegar
fyrirtækið var tekið til viðskipta í
Kauphöllinni þann 15. október í
fyrra var útboðsgengi Símans 3,33
krónur á hlut.
„Við höfum metið Símann á
genginu 3,2–3,3 frá því fyrirtækið
fór á markað. Við munum meta
það aftur í vikunni enda eru núna
komnar upplýsingar um minni
tekjur en við gerðum ráð fyrir en
framlegðarhlutföll eru aftur á móti
nokkuð betri en við spáðum fyrir á
fyrsta fjórðungi,“ segir Ragnar.
Hörð samkeppni
Síminn kynnti í síðustu viku helstu
niðurstöður í rekstri fyrirtækisins
á fyrsta ársfjórðungi 2016. Kom þá
fram að tekjur þess drógust saman
um 251 milljón króna miðað við
sama tímabil 2015. Þar hefði með-
al annars komið til lakari sala á aug-
lýsingum á Skjá Einum í opinni dag-
skrá en gert hefði verið ráð fyrir og
áskriftartekjur í sjónvarpi. Kostn-
aður samstæðunnar hafi aukist
umtalsvert vegna hins svokallaða
SALEK-samkomulags, kjarasamn-
ings ASÍ og Samtaka atvinnu-
lífsins sem tók gildi í byrjun árs.
Rekstrar hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagn sliði (EBITDA) nam 1.605
milljónum og dróst saman um
356 milljónir og hagnaðurinn um
482 milljónir króna.
„Það er harðnandi og gríðarlega
mikil samkeppni á íslenska fjar-
skiptamarkaðinum. Síminn er núna
ekki að selja sjónvarpsáskriftir að
Skjá Einum og er að reyna að keyra
þetta á auglýsingatekjum. Auglýs-
ingatekjurnar voru mun lakari en
fyrirtækið reiknaði með, meðal
annars vegna Ófærðar og handbolt-
ans á RÚV. Gengi félagsins í Kaup-
höll mun meðal annars fara eftir
því hvernig tekjurnar eiga eftir að
þróast og hversu lengi samkeppnin
á eftir að vera svona hörð,“ segir
Ragnar.
Stöðugildum fækkað
Stöðugildum innan Síma-samstæð-
unnar fækkaði um nær 80 á fyrsta
fjórðungi ársins. Þar af taldi sala á
dótturfélögunum Staka og Talenta
rúman þriðjung. Í uppgjörstilkynn-
ingu fyrirtækisins segir að áskrif-
endur að gagnvirkri áskriftarþjón-
ustu hjá Símanum séu nú orðnir
fleiri en voru áður að áskriftarsjón-
varpsstöðinni Skjá Einum og að
sjónvarpsvörur fyrirtækisins „fái
aukinn kraft á næstu vikum“ vegna
sýningarréttar Símans á EM 2016 í
knattspyrnu.
„Símafélög erlendis hafa ver-
ið nokkuð þétt verðlögð á mark-
aði og menn hafa verið að horfa á
hvernig þau eru metin. Símafélögin
á Íslandi eru mögulega tveimur til
fjórum árum eftir í hagræðingar-
aðgerðum miðað við félög erlendis.
Félög erlendis eru með hærri fram-
legðarhlutföll og núna detta ís-
lensku félögin niður vegna hækk-
andi launakostnaðar. Það kæmi
ekki á óvart ef sú staðreynd að
Vodafone má bjóða farsímaþjón-
ustu, internet, sjónvarp og fastlínu,
í einum pakka, en Síminn ekki, eigi
eftir að hafa áhrif á framhaldið,“
segir Ragnar. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Óvissa vegna málarekstrar
Síminn stendur nú í málarekstri vegna ýmissa mála. Vodafone á Íslandi hefur stefnt
fyrirtækinu til greiðslu skaðabóta vegna meints ólægmæts verðþrýstings og nemur
stefnufjárhæðin ríflega 900 milljónum króna.
Fjarskiptafyrirtækin tvö hafa þar að auki átt í ágreiningi vegna dreifingar á sjónvarps-
efni Skjás Eins. Samkeppniseftirlitið og Póst- og fjarskiptastofnun hafa nú til meðferðar
kvartanir Vodafone gegn Símanum en síðarnefnda fyrirtækið vill ekki að samkeppnisað-
ilinn fái að senda dagskrárefni Skjás Eins í ólínulegri dagskrá.
Í árshlutareikningi Símans fyrir fyrsta ársfjórðung 2016 er einnig komið inn á kröfu
Inter, samtaka aðila sem veita internetþjónustu, um skaðabætur að fjárhæð þrír
milljarðar króna, sem samtökin telja Símann þurfa að greiða vegna meintra brota
á samkeppnislögum. Síminn hafi einnig þurft að taka til varna í máli TSC ehf. gegn
fjarskiptafyrirtækinu sem hefur stefnt því til greiðslu rúmlega 100 milljóna króna vegna
meintra brota. Fyrirtækið hefur hafnað málatilbúnaði Vodafone, Inter og TSC.
Keyptu á
genginu
2,8 og 2,5
DV fjallaði þann 15. janúar síðastliðinn
um að valinn hópur vildarviðskipta-
vina Arion banka hefði við opnun
markaða þann dag geta hagnast um
alls 343 milljónir króna á hlutabréfum
í Símanum sem hann keypti af bank-
anum á lægra verði en almennum
fjárfestum bauðst. Gengi hlutabréfa
Símans hafði þá hækkað um 23%
frá 2,8 króna genginu á hlut sem
Arion banki úthlutaði vildarvinunum
í september 2015. Bréfin voru með
söluhömlum og mátti ekki selja þau
fyrr en 15. janúar. Hlutabréf almennra
fjárfesta í Símanum höfðu þá hækkað
um 3,6% frá skráningu fyrirtækisins í
Kauphöll.
Hópur stjórnenda Símans og
fjárfestar þeim tengdir keyptu í ágúst
í fyrra annan 5% hlut í Símanum af
Arion banka á genginu 2,5 krónur
á hlut. Þau bréf mega meðlimir
hópsins, sem Orri Hauksson, forstjóri
Símans, setti saman, ekki selja fyrr en
í janúar 2017.
„Þetta snýst allt
um það hversu
vel stjórnendunum tekst
að snúa rekstrinum við
og hvernig fjárfestar
taka því.
Síminn Gengi bréfa fjarskiptafyrirtækisins
í Kauphöll Íslands nam 2,9 krónum á hlut við
lokun markaða í gær. Mynd SiGtryGGur Ari
Sérfræðingur iFS Ragnar Benediktsson.
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler