Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 24
20 Menning Vikublað 3.–5. maí 2016 Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is N orðmenn hafa lengi stað- ið Dönum og Svíum og jafnvel Íslendingum langt að baki hvað varðar kvik- myndagerð og eru til að mynda eina frændþjóðin sem aldrei hefur unnið kvikmyndaverð- laun Norðurlandaráðs. Til að ráða bót á þessu hefur peningum verið dælt í norska kvikmyndagerð, og virðist sú fjárfesting hafa heppnast nokkuð vel. Þó að mynd þessi gerist í Banda- ríkjunum með bandarískum leikur- um eru höfundarnir norskir. Hand- ritshöfundurinn Eskil Vogt gerði síðast hina stórgóðu Blind og leik- stjórinn Joachim Trier (já, hann er frændi Lars) er hér með sína þriðju mynd. Myndin segir frá stríðsfrétta- ljósmyndara sem deyr í bílslysi og eiginmanni og tveimur sonum sem hún skilur eftir. Þó að slysið sé miðlægt í sögunni fjallar hún að mestu um afleiðingar þess fyrir þá sem eftir sitja. Er þetta því afar mannleg mynd, eiginlega sú besta af þeim toga síðan meistaraverkið Boyhood var gert. Allir læra eitt- hvað, tíminn breytir okkur öllum, en vandamálin eru ekki endilega leyst. Það gerist bara í Hollywood- myndum, ekki í lífinu. Sagan drýpur af sannleika, ekki síst í ræðu Jesse Eisenberg yfir litla bróður sínum. Nei, tilveran verður aldrei aftur jafn ömurleg og í gaggó, stéttaskiptingin er ekki neins staðar jafn skýr og einmitt þar. Við getum þó glaðst yfir því að vera ekki lengur unglingar, lífið heldur áfram. Norskur rithöfundur sagði mér um daginn að gallinn við nútíma- bókmenntir sé að fólk lítur á það að skrifa sem starfsferil, í stað þess að gefa sér tíma til að læra um lífið og hafa eitthvað um það að segja. Það er tekst einmitt hér. n Lítil mynd um lífið sjálft„Þetta er afar mannleg mynd, eiginlega sú besta af þeim toga síðan meistaraverkið Boyhood var gert. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Louder than Bombs IMDb 7,1 RottenTomatoes 68% Metacritic 71 Leikstjórn: Joachim Trier Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Jesse Eisenberg og Isabelle Huppert. Handrit: Joachim Trier og Eskil Vogt Sýnd í Bíó Paradís Drungaleg morðgáta K ólibrímorðin var tilnefnd til Petrona-verðlaunanna í Bret- landi árið 2015 sem besta nor- ræna glæpasaga ársins. Hrottalegt morð er framið á hlaupastíg og á líkinu finnst mynd af Astekaguði. Fleiri morð fylgja í kjölfarið. Lögreglukonan Anna Fekete rannsakar mál- in. Anna hefur búið lengi í Finnlandi en uppruni hennar er annar eins og les- andinn kemst smám saman á snoðir um. Málefni innflytjenda og erfiðleikar þeirra við að fóta sig í nýju umhverfi koma við sögu, sömuleiðis fordómar gagn- vart þeim og heiðursofbeldi. Höfundi liggur töluvert á hjarta og vinnur frem- ur vel úr þessum þáttum. Andrúms- loftið er drungalegt og persónur bók- arinnar glíma við vansæld og vanda í einkalífi, eins og mjög er til siðs í nor- rænum glæpasögum nú um stundir. Samskiptum Önnu við félaga sinn í lög- reglunni, fordómafulla karlrembu, er ágætlega lýst en þróun þess sam- bands kemur ekki bein- línis á óvart. Afmarkaðir kaflar verksins eru bréf ungrar innflytjendastúlku sem foreldrar ætla að neyða í hjónaband með miðaldra karli. Þar er höf- undur að líkja eftir orðfæri unglings en árangurinn er ekki minnisstæður. Morðgátan er hæfilega dularfull og lausnin frem- ur óvænt. Bókin ætti því ekki að valda glæpasagnalesendum vonbrigðum. Þeir væru örugglega flestir til í að lesa fleiri bækur eftir finnsku glæpasagna- drottninguna. n Kólibrímorðin Höfundur: Kati Hiekka Pelto Þýðandi: Sigurður Karlsson Útgefandi: Skrudda 372 bls Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur „Málefni innflytj- enda og erfiðleik- ar þeirra við að fóta sig í nýju umhverfi koma við sögu, sömuleiðis for- dómar gagnvart þeim og heiðursofbeldi. Veislur og vandræði Sópransöngkonan Lilja Guðmundsdóttir mun koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg, ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara, í dag. Fluttar verða óperettur sem fjalla um veislur og vandræði en það er yfirskrift tónleikanna. Auk Lilju og Antóníu mun leynigestur stíga á svið og syngja dúett með Lilju, sem hefur undanfarin ár stundað óperunám í Konservatorium Wien í Vínarborg. Íslenskir óperuunnendur hafa hér heima séð hana syngja hlutverk Donnu Elviru úr Don Giovanni með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Frasquitu í Carmen hjá Íslensku óperunni og Niece í Peter Grimes á Listahátíð 2015. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Þeir eru öllum opnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.