Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 3.–5. maí 2016 Krefur 365 um 30 milljónir í bætur n Yfir 2.000 geta átt von á kröfubréfi n bréfin um helgina „fyrsti fasi“ V ilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent blaða- og fréttamönnum sem starfa hjá fjölmiðlasam- steypunni 365 kröfubréf sem hljóða samtals upp á 30 milljón- ir króna. DV hefur heimildir fyrir því að þeir starfsmenn 365 sem fengu bréf frá lögmanninum séu Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigur- björnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Krafan er tvíþætt; að stærstum hluta skaðabætur en einnig er um að ræða lögmannskostnað. Lögmað- urinn ritar bréfin fyrir hönd tveggja umbjóðenda sinna, sem Fréttablað- ið fjallaði um í nóvember í svoköll- uðu Hlíðamáli. Hélt blaðið því fram að íbúð sem kom við sögu í mál- inu hefði verið útbúin til nauðgana. Mennirnir voru báðir kærðir en hér- aðssaksóknari felldi mál þeirra niður í febrúar sem leið. Langstærsta mál sinnar tegundar Alls sendi Vilhjálmur út 22 kærur og kröfubréf um helgina, bæði til frétta- manna og einnig einstaklinga sem tjáðu sig um þetta mál á samfélags- miðlum. Kröfur til annarra en frétta- manna 365 sem nefndir eru hér að ofan eru upp á eina til þrjár milljón- ir króna ásamt afsökunar- beiðni. Frestur sem veittur var í bréfunum var til miðnættis í gær, mánu- dag. Þetta mál er hið langstærsta sinnar tegund- ar þar sem far- ið er fram á skaðabætur og afsökunarbeiðni frá fjölmiðlafólki og einstaklingum sem hafa tjáð sig um málið. Mikil reiðibylgja fór um samfélagið í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um „útbúna íbúð.“ Fólk safn- aðist saman fyrir utan lögreglustöðina í Reykja- vík og mótmælti því m.a. að mennirnir skyldu ekki úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir tveir sem kærðir voru hafa ekki mætt til vinnu eftir að málið kom upp og annar þeirra dvelur enn er- lendis, samkvæmt heimildum DV. Báðir hafa þeir fengið sál- fræðiaðstoð í kjölfar málsins. „Honum verður stefnt“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmað- ur vildi ekki staðfesta upphæðir í tengslum við skaðabótakröfu skjól- stæðinga sinna. Hann sagði í sam- tali við DV í gær, mánudag, að hann hefði þegar heyrt frá nokkrum aðil- um og hefðu þeir beðist afsökunar utan einn, sem ætlar að standa við sín ummæli. „Honum verður stefnt,“ sagði Vilhjálmur. Lögmaðurinn segir að þetta sé að- eins fyrsti fasi í málinu. Alls dreifðu hátt í 2.400 einstaklingar færslu á Facebook, þar sem mennirnir voru nafngreindir og og myndbirtir og kallaðir nauðgarar. Fimmtíu af þeim sem deildu færslunni bættu við yfir- lýsingum frá sér og voru þær allar á einn veg. Um 2.350 manns deildu færslunni án þess að bæta nokkru við en Vilhjálmur telur að slík dreifing á ærumeiðandi ummælum flokkist klárlega sem opinber birting og um leið dreifing á ærumeiðandi ummælum. Bréfin geta orðið 2.400 talsins Eitt af þeim bréfum sem Vilhjálmur sendi um helgina mun verða nokkurs konar prófmál. Komist dómur að þeirri niðurstöðu að það að deila færslu geti flokkast sem opinber dreifing á ærumeiðandi ummælum, mun Vilhjálmur meta stöðuna og gætu þá liðlega 2.350 einstaklingar sem deildu færslunni átt von á kröfubréfi frá honum fyrir hönd skjólstæðinga hans. Ljóst er að þetta mál á eftir að verða mun stærra og fjölmargir einstaklingar eiga eftir að heyra frá lögmanni mannanna tveggja. n Eggert Skúlason eggert@dv.is Stærsta mál sinnar tegundar Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, lögmaður mannanna tveggja sem kærðir voru fyrir nauðgun, en mál þeirra felld niður, segir að bréfin 22 um helgina hafi verið „fyrsti fasi“ í málinu. MyndIR SIgtRygguR ARI Mótmælt í nóvember Fjöldi fólks mótmælti við lögreglustöðina í Reykjavík að mennirnir skyldu ekki úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Mynd SIgtRygguR ARI Múgæsing Fólki var heitt í hamsi vegna frétta af íbúð í Hlíðun- um sem var sögð útbúin til nauðgana. Varðhaldið rennur út í dag Tveir menn sitja enn í varðhaldi vegna líkamsárásar á Akureyri um miðjan apríl. RÚV hefur eftir Gunnari Jóhannssyni, rann- sóknarlögreglumanni á Akur- eyri, að rannsókninni miði vel en mennirnir eru grunaðir um að hafa gengið í skrokk á manni eftir að hafa dregið hann upp úr heitum potti við hús á Akur- eyri. Þeir eru sagðir hafa skilið hann eftir á víðavangi. Lögreglan hefur sagt að málsaðilar séu lög- reglunni í bænum vel kunn- ugir. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, þriðjudag, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður fram- lengingar. Frá lögreglunni fer málið til ákæruvaldsins. LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.