Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 14
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
14 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 3.–5. maí 2016
Ég hugsaði
bara „fokkitt“
Alls ekki á vísan að róa fyrir
Davíð Oddsson í þeim efnum
Ég var snemma
mjög hávaxin
Af magabólgu og verðbólgu
Jón Þór Ísberg flúrari seldi allt og fór á flakk um heiminn. – DV Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðiprófessor um hugsanlegt forsetaframboð. – EyjanDagný Lísa Davíðsdóttir körfuboltastelpa er á fullum skólastyrk í New York. – DV
H
ún er oft svo skrítin þessi
pólitík. Kári Stefánsson sá
mikli vísindamaður og þjóð
félagsrýnir setti fram kröfu
um meiri peninga í heilbrigðis
kerfið. Hann bauð almenningi að
ganga til liðs við þessa kröfu og til
varð stærsta undirskriftasöfnun
í sögu Íslands. Kári afhenti ríkis
stjórninni bunkann um helgina.
Krafan er einföld. 11% af vergri
landsframleiðslu skuli árlega renna
til heilbrigðismála í stað 8,7% eins
og staðan er á þessu ári.
Fjármálastefna og fjármála
áætlun fyrir hið opinbera til fimm
ára, var kynnt af ríkisstjórn á föstu
dag. Þar kemur fram: „… að fram
lög til heilbrigðismála verði aukin
verulega á næstu árum þannig að
þau verði orðin ríflega 30 milljörð
um króna hærri árið 2021 og verði
þar með orðin ríflega 200 milljarðar
króna á ári.“
Kári Stefánsson var nokkuð
kátur vegna viðbragða ráðamanna
þegar hann afhenti bunkann mikla.
En sú kátína stóð ekki lengi og eftir
að hafa farið betur yfir viðbrögð og
útspil ríkisstjórnarinnar var þetta
niðurstaða hans: „Ef það verður
ekkert nýtt fé sett í heilbrigðismál
fyrir kosningar þá er ég handviss
um að ríkisstjórnarflokkarnir verða
flengdir í kosningunum.“
Stjórnarandstaðan lýsti áhyggj
um af því að aukin fjárframlög til
málaflokka gætu valdið þenslu.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis
ráðherra ætlar með lagafrumvarpi
að hækka til muna verð fyrir ýms
ar aðgerðir og skoðanir. Sú hækkun
kemur til framkvæmda í haust. Við
erum að tala um miklar hækkanir.
RÚV greindi frá því að magaspegl
un hækkaði úr 12.815 krónum í
23.488 krónur. Á móti koma svo
kostnaðarþök.
Þetta er með öllu óskiljanlegt.
Það á að snarauka fjárframlög til
heilbrigðiskerfisins. Bara ekki strax.
Það á að snarhækka verð til þeirra
sem eru svo lánsamir að þurfa
ekki oft til læknis. Það á að gerast
fljótlega. Stjórnarandstaðan óttast
þenslu og verðbólgu.
Leiðarahöfundur hafði hugsað
sér að fara í ristilspeglun en er
snarhættur við. Einfaldlega orðið
of dýrt. Ætlar að bíða eftir þessum
stórauknu framlögum sem koma
í framtíðinni. Þá skiptir maður
maður hiklaust á magabólgu og
verðbólgu.
Kannski ættu ráðamenn bara að
hlusta á Kára og fara strax í 11% af
vergri landsframleiðslu. Ríkissjóður
virðist mjög bólginn af peningum
þessa dagana og erfitt er að sjá betri
fjárfestingu til frambúðar fyrir ís
lenska ríkið en að auka strax fram
lög í þetta mikilvæga kerfi. n
Fallegar siðareglur
Siðareglur RÚV hafa verið birtar
á heimasíðu félagsins. Þær eru
áhugaverðar og líta vel út. Þar
segir meðal annars: „Starfs
fólk gætir að því að vera óháð
stjórnmálalegum, hugmynda
fræðilegum og efnahagslegum
hagsmunum í efnismeðferð og
ritstjórnarákvörðunum.“
Varðandi framkomu segir:
„Starfsfólk rýrir ekki trúverðug
leika Ríkisútvarpsins með
ámælis verðri framkomu.“ Svo er
skrítið ákvæði um að starfsfólk
eigi að klaga hvert annað ef það
verði vart við brot á þessum regl
um og svo er einnig stranglega
bannað að leggja fólk í einelti
innan veggja stofnunarinnar.
Hvað gerir Andri Snær?
Það stefnir í spennandi slag um
forsetaembættið. Guðni Th. Jó-
hannesson, sem mun að líkindum
tilkynna formlega
um framboð sitt
í vikunni, mælist
þannig með lítil
lega meira fylgi
en Ólafur Ragnar
ef valið stæði
eingöngu milli
þeirra tveggja, samkvæmt könnun
Frjálsrar verslunar. Ólafur Ragn
ar hefur hins vegar yfirhöndina ef
einnig er spurt um stuðning við
Andra Snæ Magnússon.
Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, segir á Face
book að niðurstöðurnar sýni að
Ólafur Ragnar hefði átt að ígrunda
framboð sitt betur. „ Tuttugu ára
seta í háu embætti tryggir ekki
endurkjör. Andri Snær Magnason og
stuðningsmenn hans ráða hvort
Ólafur Ragnar situr áfram.“
Hópefli í fákaseli
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.Is | símI: 483 5050
Matur, drykkur
og skemmtun
„Þá skiptir maður
maður hiklaust á
magabólgu og verðbólgu.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Á
föstudaginn fengu foreldrar
leikskólabarna á Mýri bréf
frá skóla og frístundasviði
Reykjavíkurborgar um að
verið væri að skoða framtíð leik
skólans bæði út frá því að leik
skólastjóri láti af störfum í sumar
og „ekki síður út frá því að börnum
er að fækka í Vesturbænum.“ Bent
er á að staðan á Mýri sé þannig
að næsta haust sé útlit fyrir að þar
verði einungis 30 börn og því sé
ljóst að sú staða skapi óvissu um
framtíð þjónustunnar á Mýri.
Í bréfinu er bent á að leikskólinn
Ós við Bergþórugötu í Reykjavík sé
að leita að húsnæði fyrir starfsemi
sína, en hann er sjálfstætt starfandi
leikskóli og rekinn af foreldrum
barna sem dvelja þar hverju sinni.
Ós vilji stækka starfsemina og fara í
rýmra húsnæði en leikskólinn hef
ur í dag.
Í bréfinu til foreldra er bent
á að viðræður hafi staðið yfir á
milli skóla og frístundasviðs og
forsvarsmanna Óss síðustu daga
um að Ós taki að sér rekstur leik
skólans Mýrar, til að tryggja áfram
haldandi leikskólaþjónustu í hús
inu en ekki sé komin niðurstaða í
þær viðræður. Ef niðurstaðan verði
sú liggi fyrir að foreldrum barna í
leikskólanum Mýri bjóðist að hafa
börn sín áfram í leikskólanum kjósi
þeir það en einnig stendur til boða
val um aðra leikskóla í hverfinu.
Bréf skóla og frístundasviðs til
foreldra barnanna er dagsett 29.
apríl sl. en tveimur dögum áður var
fundur í skóla og frístundaráði en
á þeim fundi var málið ekki til um
fjöllunar! Vegna ábendinga um að
börnum væri að fækka í hverfinu
og loka ætti deildum lögðu Fram
sókn og flugvallarvinir fram eftir
farandi fyrirspurn á fundi skóla og
frístundaráðs 27. apríl:
Fulltrúa Framsóknar og flug
vallarvina hafa borist ábendingar
um að mögulega verði mikil fækkun
í ákveðnum árgöngum leikskóla
deilda í Vesturbænum nú í haust
því útlit sé fyrir að rúmlega fimm
tíu pláss séu að losna í þremur leik
skólum í Vesturbænum. Foreldrar
hafa lýst áhyggjum varðandi hvort
deildum verði hugsanlega lokað og
starfsfólki sagt upp störfum. Full
trúi Framsóknar og flugvallarvina
óskar eftir upplýsingum um hvort
til standi að loka þar deildum vegna
barnaskorts á viðeigandi aldri eða
hvort til standi að nýta plássin fyrir
börn á öðrum aldri og eða bjóða
jafnvel börnum úr öðrum hverfum
leikskólavistun þar. n
Er Vesturbærinn að verða barnlaus?
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Borgarfulltrúi
Af Eyjunni „Foreldrar hafa lýst áhyggjum varðandi
hvort deildum verði hugsanlega lokað
og starfsfólki sagt upp störfum