Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2016, Blaðsíða 7
Kópavogsblaðið 11Laugardagur 21. apríl 2016
ASKALIND 6, 201 KÓPAVOGUR
SÍMI 891 8113 - doktoraggibyssa@simnet.is
Byssuviðgerðir
Vöðluviðgerðir
Blámun
Smíði
SKEMMUVEGI 12 - 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 891-8113 - doktoraggibyssa@simnet.is
Nýtt aðsetur
Skemmuveg
i 12
Nú þegar gróðurinn er að taka við sér eftir veturinn og krók-usar og túlipanar að gæg-
jast upp úr moldinni ríkir furðulegt
ástand í stjórnmálum hérlendis.
Ákall Íslendinga eftir gagnsæi, heið-
arleika og sanngirni stjórnmála-
manna hefur leitt til breytinga á
sviði landsmálanna þar sem spill-
ing og sérhagsmunagæsla er ekki
liðin lengur.
Ég hef nú setið sem kjörinn fulltrúi
Kópavogsbúa í tæp tvö ár. Verkefnin
sem slík vefjast í sjálfu sér ekki fyrir
mér. Það eru hins vegar pólitískar
skylmingar sem tekið hafa tölu-
verðan tíma frá hinni raunverulegu
vinnu, þar sem einstakir fulltrúar í
minnihlutanum berja sér á brjóst, á
kostnað verkefnanna. Oft virðist mér
það meira að segja vera gegn þeirra
betri vitund. Þannig vinnubrögð skil
ég ekki. Er ég hér t.d að vísa í vinnu
við undirbúning á kaupum á nýjum
bæjarskrifstofum og skrif þeirra í
bæjarblöðum um að samstarfið við
meirihlutann í bæjarstjórn sé lokið
vegna breytinga í nefndum bæjarins
þar sem kosið var í þær í samræmi
við fylgi flokkanna.
Ég hét því þegar ég tók að mér
trúnaðarstörf fyrir Kópavogsbúa
að ég myndi sýna bæjarbúum þá
virðingu að vinna af auðmýkt með
gagnsæi og heiðarleika að leiðar-
ljósi. Von mín er að það verði einnig
leiðarljós minnihlutans og að þeir
velji sér ekki eingöngu forsendur
þegar þeir stinga niður penna.
Ég skora á kjörna fulltrúa í minni-
Samkór Kópavogs fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári og heldur upp á afmælið með
ýmsum hætti. Mikil gróska er í starfi
kórsins sem telur nú um áttatíu
félaga.
Laugardaginn 30. apríl nk. heldur
kórinn í söngferð á Snæfellsnes þar
sem haldnir verða tvennir tónleikar.
þeir verða í Frystiklefanum á Rifi
kl. 14.00 og í Stykkishólmskirkju
kl. 17.00. Friðrik S. Kristinsson,
söngstjóri kórsins er Snæfellingur,
fæddur og uppalinn í Stykkishólmi.
Píanóleikari kórsins er Lenka
Mátéóva.
Í lok júlí mun um hundrað manna
hópur kórfélaga og maka, ásamt
söngstjóra og píanóleikara, halda
utan og heimsækja Íslendingaslóðir
í Kanada. Þar syngur kórinn á hinni
árlegu Íslendingahátíð í Gimli þann
1. ágúst. Í ferðinni, sem telur 10 daga,
aðSeNt 50 áRa
Tökum skref inn
í nútímann í
vinnubrögðum
Samkórinn
á afmælisári
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður
bæjarráðs.
Samkórinn fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í ár með veglegum hætti og ætlar
meðal annars að leggja land undir fót.
hlutanum í Kópavogi til að taka
skrefið inn í nútímann og sýna
bæjarbúum alltaf þá virðingu að vera
málefnalegir í umræðunni sem skilar
þeim sjálfum meiri trúverðugleika,
betri samvinnu og árangur verkanna
verður ótvírætt meiri og betri. Þann-
ig hefur okkur tekist að vinna nokkur
stór og góð mál á þessu kjörtímabili
og bind ég miklar vonir við að svo
verði áfram.
Framundan eru verkefni, m.a. á
sviði íbúalýðræðis og gagnsærrar
stjórnsýslu sem krefjast þess að við
leggjum allt okkar af mörkum af
heiðarleika og sanngirni. Pólitískar
skylmingar eiga að tilheyra fortíð-
inni. Þær eru hallærislegar, gamal-
dags, tímafrekar og ósanngjarnar
gagnvart bæjarbúum.
Ég óska öllum Kópavogsbúum gleði-
legs og gæfuríks sumars.
heldur kórinn tvenna tónleika ásamt
því að syngja við fleiri viðburði.
Löng hefð er fyrir því að íslenskir
kórar taki þátt í hátíðarhöldunum
í Gimli þar sem þeim er jafnan afar
vel tekið af heimamönnum. Það er
heiður fyrir Samkórinn að vera gestir
hátíðarinnar og verða þar verðugir
fulltrúar Kópavogsbæjar.
Stofndagur Samkórsins er 18.
október 1966. Laugardaginn 22.
október mun kórinn halda upp á
afmælið með hátíðartónleikum í
Hjallakirkju.
Samkór Kópavogs óskar öllum
Kópavogsbúum gleðilegs sumars og
hlakkar til að taka á móti bæjarbúum
á tónleikunum í haust.
F.h. Samkórs Kópavogs
Birna Birgisdóttir Formaður.
Fiðrildið í
Hamraborg
Snyrtistofan Fiðrildið er ný snyrtistofa í Hamraborg 20A
Boðið er upp á alla almenna
snyrtistofuþjónustu ásamt
slökunarnuddi. Meðferðir sem
stofan býður upp á eru fyrir
bæði kyn. Veitt er persónuleg
ráðgjöf og ráðleggingar eftir
hverja meðferð og við kaup á
snyrtivörum og kremum.
Fullum trúnaði er heitið við
ráðgjöf og meðferðir. Einnig
er hægt er að kaupa gjafabréf
að eigin vali. Allir gamlir og
nýir viðskiptavinir eru boðnir
velkomnir.
Sími: 568-3300
fidrildid@fidrildid.is
www.fidrildid.is
Ný fyRiRtæki12 30. apríl 2016
hann bara að sofa. Þegar hann vaknaði
næsta dag spurði hann hvort mamma
Jessica væri dáin og ég sagði já og við
töluðum saman. Hann hefur ekki grátið
síðan en spyr oft um mömmu Jessicu.“
Jarðsett með jólapakkanum
Lára móðir Jens dó síðasta sumar og þá
útskýrðu þau dauðann fyrir Jósef, en
hann var auðvitað meðvitaður um dauð-
ann að einhverju leyti þar sem pabbi
hans ar dáinn. „Við fórum með hann
upp í kirkjugarð og sýndum honum leiði
pabba hans og leiði ömmu Láru sem er
í sama kirkjugarði. Allt í einu spurði
hann svo: Hvað gerist ef þið deyið líka?
Við sögðum að við værum heilbrigð og
ekki lasin. Við sögðum honum líka að
hann væri hluti af okkar fjölskyldu og
myndi alltaf tilheyra henni ef eitthvað
kæmi fyrir okkur.“
Áður en Jessica lést voru Jens og
Jónína búin að skipuleggja hálfsmánað-
arferð til vina í Bandaríkjunum þar sem
þau ætluðu að verja jólunum, en for-
eldrar Jónínu – afi og amma – ætluðu
að taka Jósef reglulega á meðan og leyfa
honum að gista. Barnaverndin hafði
stungið upp á því á sínum tíma að þau
tækju Jósef með, en Jens og Jónína höfðu
neitað því í ljósi þess að Jósef og Jessica
voru alltaf tvö ein saman á jólunu og
vildu ekki skilja hana eina eftir yfir jólin.
Eftir að hún dó v r því spurning hvort
þau æt u að hætta við fe ðina eða taka
Jósef með. Úr varð að þau tóku hann
með sér og dagana á undan var hann
fullur tilhlökkunar.
„Jessica var jörðuð daginn áður en við
fórum út,“ segir Jens. „Fyrir kistulagn-
inguna var ég búinn að vara hann við
því að mamma hans gæti verið köld við-
komu, en þegar hann sá hana í kistunni
sagði hann bara: Vá, hvað hún er falleg.
Hann hafði gert jólapakka handa henni í
skólanum og við sett m pakk nn óopn-
aðan með henni í kistuna. Næstu sextán
dagarnir fóru síðan í ferðalag um Banda-
ríkin og hvar sem við komum var fólk
búið að kaupa jólagjöf handa honum.
Við fórum líka í Crayola skemmtigarð
sem honum fannst mjög skemmtilegur
og núna þegar hann litar sorterar hann
Crayola vaxliti frá öðrum og vill bara
lita með þeim. Hann talar e n mi ið um
þessa fer og þaðan góðar minningar,“
segir Jens.
Pabbar eru til að hjálpa
Eins og fyrir hreina tilviljun hafði Jessica
endurnýjað samning við barnavernd um
tímabundið fóstur Jósefs daginn áður en
hún lést. Þann sama dag hafði barna-
verndarfulltrúinn náð að fara yfir ýmis
atriði varðandi föður Jósefs, hvernig
hann og Jessica kynntust og af hverju
hún kom til Íslands. Þessi gögn eru því
til og hægt að segja Jósef frá uppruna
sínum með meiri nákvæmni en annars
hefði verið. Jens segir að þau viti til að
mynda ekki mikið um föður hans annað
en að hann vann hjá Eimskip.
„Jósef talaði oft um geimskip að við
héldum og við vissum aldrei af hverju.
Síðan föttuðum við að hann var að segja
E mskip. Hann egir líka alltaf pabbi
Óli! þegar hann sér bíla merkta Eim-
skip. Bara í síðustu viku kom skólafélagi
hans í skólann með litla minnisblokk og
penna merkt Eimskip, en pabbi skólafé-
lagans vinnur þar. Jósef er núna búinn að
biðja um svona og við ætlum að fara og
athuga hvort við fáum blokk og penna,“
segir hann.
„Við eigum bara eina mynd af Jósef
með pabba sínum þar sem pabbi hans
er ekki í sjúkrarúmi. Sú mynd ha gir
á vegg í herber inu hans. Þau eru þar
öll saman, Jósef, pabbi Óli og mamma
Jessica. Hann áttar sig samt ekki alveg
á því til hvers pabbar eru,“ segir Jens.
„Ég hef því aðeins verið að vinna með
það sem pabbi minn notaði við barna-
börnin sín. Hann spurði þau til hvers
afar væru og útskýrði svo að þeir væru
til þess að hjálpa. Jósef var í klippingu
hjá systur pabba míns um daginn og ég
spurði hann þá að gamni til hvers pabbar
væru og hann svaraði um hæl: Til að
hjálpa! Systir pabba tengdi auðvitað
strax við þetta, og svo spurði ég Jósef:
En til hvers eru ömmur? Og hann var þá
líka með svar á reiðum höndum: Til að
elska! Það voru nokkrar ömmur þarna
á hárgreiðslustofunni og þær bráðnuðu
auðvitað allar. Við höfum verið að út-
skýra fyrir honum alls konar fjölskyldu-
tengsl og í fyrra kom hann einn daginn
heim úr le kskólanum frekar leiður yfir
því að eiga engan bróður og enga systur
eins og svo margir í leikskólanum eiga.
Ég sagði honum þá að spyrja Fylki son
minn hvort hann vildi ekki vera bróðir
hans. Jósef gekk þá inn í herbergi til hans
og spurði: Viltu vera bróðir minn? Fylkir
tók spurningunni fagnandi og næsta dag
fór Jósef hæstánægður í leikskólann og
tilkynnti öllum að hann væri búinn að
eignast stórabróður.
Á leið í fæ ingarorlof
Jósef er að læra nýja hluti nánast á
hverjum degi, hann er búinn að fá sitt
fyrsta hjól og æfir sig að hjóla, hann er að
æfa sig í sundi og fór um daginn í fyrsta
skipti í rennibrautina í Salalaug. Hann
er uppfullur af spurningum um um lífið
og tilveruna – og dauðann. Hann horfir
stundum upp í himininn og talar upp-
hátt við mömmu Jessicu, til dæmis að
segja henni frá nýja Minecraft-legóinu
sínu. Hann á góða vini og finnst gaman
að leika sér. „Hann er alls ekki óþekkur.
En við setjum honum líka mörk. Það er
ekki okkar hlutverk sem uppalenda að
vorkenna honum. Hann er hlýðinn og
góður og við erum þakklát fyrir að hann
skuli vera hluti af fjölskyldunni okkar,“
segja þau Jónína og Jens.
Brátt tekur við hjá þeim svokallað
fæðingarorlof, en varanlegir fósturfor-
eldrar sem taka að sér barn áður en það
verður átta ára eiga rétt á fullu fæðingar-
orlofi. Þau útiloka ekki að gerast í fram-
tíðinni stuðningsfjölskylda fyrir önnur
börn, en þá aðeins fyrir börn sem þyrftu
stuðning í styttri tíma.
„Það yrði aldrei eins og með Jósef.
Hann er auðvitað bara barnið okkar.“
Þau Jens og Jónína nefna í lokin að til
séu margar sögur af fólki sem er ósátt
við barnaverndarkerfið. „Við lítum svo
á að þessi frásaga af honum Jósef sýni að
einmitt að það virkar mjög vel. “
Erla Hlynsdóttir
Hann heldur mikið upp á bæði Minecraft og Legó, og hefur því skiljanlega mjög gaman af Minecraft-legói.