Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Qupperneq 4
Vikublað 28.–30. júní 20164 Fréttir L ögreglan á Vestfjörðum fékk tilkynningu um skemmdar­ verk þann 21. júní síðastliðinn. Málningu hafði verið úðað á veggi Vestfjarðaganga og á bak­ hlið umferðarskilta í og við ganga­ munnana í Tungudal, Breiðadal og Botnsdal. Í dagbók lögreglunnar á Vest­ fjörðum kemur fram að lögreglumenn hafi þegar hafið rannsókn málsins og bárust böndin fljótlega að íslenskum ferðamanni. Sá viðurkenndi við yfir­ heyrslur hjá lögreglunni daginn eftir að hafa málað á veggi ganganna og á skiltin. Að sögn lögreglu var hald lagt á fjölmarga úðabrúsa sem fundust í fórum mannsins. „Málið er litið alvar­ legum augum enda blasir við að tölu­ verð vinna felst í því að afmá þessa málningu,“ segir lögreglan. Fleiri verkefni komu inn á borð lögreglunnar á Vestfjörðum í síð­ ustu viku. Að kvöldi 21. júní stöðv­ aði lögregla akstur bifreiðar og við nánari skoðun kom í ljós að einn farþeganna hafði komið sér fyrir í farangursrýminu. Má sá búast við sekt fyrir uppátækið. Einn ökumaður í umdæminu sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann ók utan í vegg jarðganganna undir Breiða­ dals­ og Botnsheiði. Maðurinn hlaut ekki alvarleg meiðsl en bifreiðin var óökufær eftir óhappið. 41 ökumaður var kærður fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í liðinni viku. Flestar þessara hraða­ mælinga fóru fram í Strandasýslu og við Ísafjarðardjúp, en einnig í Reykhólasveit, á Barðaströnd og í Ísafjarðarbæ. Sá sem hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða þar sem leyfilegt er að aka á 90 kíló­ metra hraða við bestu skilyrði. Sekt fyrir slíkt nemur 75.000 krónum og 2 punktum í ökuferilskrá viðkomandi ökumanns. n Skemmdarvargur á Vestfjörðum Úðaði málningu á veggi Vestfjarðaganga PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler Aðeins 7 mín. frá flug- vellinum Takk fyrir frábærar viðtökur! s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Frá október 2015 gistu hjá okkur 8.700 Íslendingar nóttina fyrir flug. Gestir okkar fóru frá okkur ánægðir með gistinguna og þjónustuna sem við veitum. Það er okkur mikil hvatning að gera enn betur og gera dvölina hjá okkur einstaka og þægilega. Við viljum þakka frábærar viðtökur og hlökkum til að halda áfram að veita frábæra þjónustu. Innifalið í gistingu:Skutlum og sækjum út á völl. Morgunmatur oggeymsla á bíl. Litið alvarlegum augum Lögreglan birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni. Smárakirkja selur húsnæði sitt n Félag ásamt fjárfestum stofnað um kaupin n Óvíst hvað verður en talað um hótel S márakirkja, sem áður heyrði undir Krossinn, hefur selt húsnæði sitt í Hlíðarsmár­ anum í Kópavogi og leitar þessa dagana að nýju hús­ næði undir starfsemina. Þetta stað­ festi Sigurbjörg Gunnarsdóttir, for­ stöðumaður Smárakirkju, í samtali við DV. Blaðið hefur heimildir fyrir því að húsnæðinu eigi að breyta í hótel. „Smárakirkja átti húsnæðið en við ákváðum að selja vegna rekstr­ arvanda og hafa samningar þar að lútandi verið gerðir um kaupin við nýja eigendur. Ég veit ekki hvað nýir eigendur hyggjast fyrir með þetta húsnæði. Við rákum áfangaheimili í Hliðarsmára 5–7 og þar hafa verið íbúðir sem við höfum haft undir starfsemina. Ríkisvaldið hefur komið að rekstrinum til þessa en framlag þess hefur minnkað verulega en færa á þennan málaflokk meira yfir á sveitarfélögin en áður. Við sáum því fyrir okkur að rekstrargrundvöllur­ inn yrði ekki nægilega góður undir þennan hluta. Þetta er megin ástæða fyrir sölunni. Smárakirkja ætlar samt sem áður að halda þessum rekstri áfram en þá í nýju húsnæði sem við leitum að logandi ljósi.“ „Við erum mjög spennt“ Sigurbjörg segir að ásættanlegt verð hefði fengist fyrir eignina. Hún segir að vonandi finnist nýtt húsnæði fljótlega og er bjartsýn á framhaldið. Nýir tímar séu framundan. „Við erum mjög spennt en það er virkileg þörf fyrir starfsemi sem þessa. Við höfum rekið þarna áfangaheimili fyrir fólk sem átt hefur við vímuefnavandamál að stríða og annan vanda og á ekki í önnur hús að venda. Við höfum því eftir fremsta megni lagt þessu fólki lið,“ segir Sig­ urbjörg. Kemur bara í ljós „Það var stofnað sérstakt félag ásamt fjárfestum um kaupin á þessari eign í Hlíðarsmáranum. Ég get ekki tjáð mig um hvað við hyggjumst fyrir með þessum kaupum. Það er bara verið að vinna í málunum, hvaða starfsemi verður þarna kemur bara í ljós síðar,“ sagði Jóhannes Hauksson, einn þeirra sem að kaupunum koma, í samtali við DV. n Jón Kristján Sigurðsson jonk@dv.is „Við erum mjög spennt en það er virkileg þörf fyrir starfsemi sem þessa. Smárakirkja Svo gæti farið að húsnæðið verði nýtt undir hótel, en það hefur ekki fengist staðfest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.