Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 8
Vikublað 28.–30. júní 20168 Fréttir Þ að hefur færst í vöxt hin síðustu ár að ganga á Esj- una, jafnt hjá einstak- lingum, hópum og einnig starfsmönnum fyrirtækja sem hafa tekið sig saman og geng- ið á fjallið sér til yndisauka og heilsubótar. Einhverjir kunna að spyrja hvað valdi þessum aukna áhuga. Að ganga á Esjuna er allra meina bót, styrkir og eykur þolið og býður einnig upp á frábæra ná- lægð við náttúruna. Æ fleiri ganga á Esjuna og árlega ganga hana tug- þúsundir manna á öllum aldri og útlendingar eru farnir að nýta sér þennan möguleika í meira mæli en áður. Esjan stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að Esjan hafi myndast á fyrri hluta ís- aldar. Hún byggðist upp úr blágrýt- is- og móbergslögum og talsvert er um innskot og bergganga í fjall- inu. Esjan er syðsta blágrýtisfjallið á landinu. Nafn fjallsins er gjarnan rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn. Kalk fannst í giljunum fyrir ofan Mó- gilsá og árið 1873 var þar stundað- ur námugröftur. Í Kjalnesingasögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem land- námsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Gönguleiðir vel merktar Aðalgönguleiðin á Þverfellshorn liggur frá bílastæði og upp að út- sýnisskífu á Þverfellshorni í um 780 metra hæð yfir sjávar- máli. Gönguleiðin er vel merkt og heildarlengd Þverfellsleiðar til og frá bílastæði er um átta kílómetrar. Gönguleiðin á Þverfellshorn er bæði fjölbreytt og reynir með víð- tækum hætti á líkamann. Fjölmargir fara leiðina nokkrum sinnum í viku en samspil heilsueflingar og fjall- göngu ætti að vera einstaklingum góð leið til bóta á líkama og sál. Skógræktarfélag Reykjavíkur hef- ur látið útbúa skilti við gönguleiðina. Er það gert með öryggi göngufólks í huga og til þess að fólk átti sig á hvar það er staðsett á leið sinni á topp- inn. Ekki ganga allir á Þverfellshorn en á leiðinni þangað eru sex göngu- leiðir og er Steinn þeirra vinsælastur. Gengið er þangað upp í 587 metra hæð þar sem merktur „Steinn“ er efst á Langahrygg. Aðrar gönguleiðir á leiðinni á Þverfellshorn eru Skógar- stígur í 65 metra hæð, Þvergil í 140 metra hæð, Göngubrúin í 240 metra hæð, Vaðið í 383 metra hæð, Steinn eins og áður hefur verið lýst og loks Klettabeltið í 670 metra hæð og þá eru eftir er 90 metra hækkun áður en toppnum er náð. n A uður Kjartansdóttir hefur gengið á Esjuna í um 24 ár. Hún byrjaði að ganga á fjallið þegar hún hóf störf sem nýliði í hjálparsveitunum, þá nýorðin 17 ára. „Það er mér mjög eftirminnilegt þegar ég gekk fyrst með foreldrum mínum og þá voru fáar göngu- leiðir. Þá þurfti að stika yfir tröpp- ur þar sem varðan er í miðju fjall- inu. Þetta er mikið breytt síðan enda hefur Ferðafélagið stuðlað að því að leggja göngustíga og setja niður upplýsingaskilti, en þessi leið er orðin miklu fjölfarnari í dag en fyrir rúmum tuttugu árum,“ sagði Auður Kjartansdóttir sem starfar sem leiðsögumaður á sumrin og sérfræðingur í ofanflóðum á Veður- stofunni á veturna. Aðspurð hvað hún hefði gengið oft á Esjuna sagðist hún ekki hafa nákvæma tölu yfir það en hún gengi að jafnaði 2–3 í viku á fjallið. Notar fjallið til að halda sér í formi „Ég nota fjallið mjög mikið og þá ekki síst til að halda mér í formi fyrir aðrar áskoranir. Ég lít á þetta sem leikfimi en þetta er ótrú- lega hressandi og mannbætandi á allan hátt. Ég er ekkert frekar að fara upp toppinn og finnst mjög fínt að ganga upp að Steini. Á veturna verður maður að fara með gát og gæta fyllsta öryggis. Þá er stundum töluverður snjór á leiðinni og gott að fara gæti- lega yfir. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að ganga á Esjuna og ætli ég hafi ekki stundað fjallgöng- ur á þetta merka fjall í um 24 ár,“ sagði Auður. Af hverju heldur þú að það sé svona vinsælt að ganga á Esjuna, en nú hefur orðið geysileg aukn- ing í þeim efnum hin síðustu ár? „Esjan hefur ákveðið aðdráttar- afl. Fjallið er fallegt með frá- bæru útsýni yfir höfuðborgina. Esjan býður upp á fjölbreytilegar gönguleiðir og þangað er hrein- lega hægt að skreppa eins og að fara í ræktina. Maður fær líkamlega útrás fyrir gönguna og er fljótur að koma sér í ágætis form. Þegar ég var í barnsburðarleyfi fannst mér afskaplega gott að hengja börnin utan á mig og skella mér upp. Börnin lúrðu á meðan, leið vel og ég fékk góða útrás og kom mér í gott form eftir barnsburðinn.“ Auður sagðist hafa heyrt að um 30–40 þúsund manns gengju ár- lega á Esjuna. Að ganga á fjöll er heilsueflandi á allan hátt og virki- lega skemmtilegt. Auður sagði gaman að sjá heilu hópana ganga á fjallið. Tugþúsundir ganga á Esjuna á hverju ári Nokkrar gönguleiðir í boði í frábæru umhverfi og nálægð við náttúruna Ótrúlega hressandi og mannbætandi Jón Kristján Sigurðsson jonk@dv.is Auður Kjartansdóttir hefur gengið á fjallið í 24 ár Fallegt umhverfi Það fátt betra en að ganga á Esjuna, efla styrk og njóta náttúrunnar. MyNd SiGtryGGur Ari Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.