Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 9
Vikublað 28.–30. júní 2016 Fréttir 9
Ótrúlega hressandi og mannbætandi
Göngustígar þola vel áganginn
„Auðvitað er ágangurinn meiri en
áður en það hafa verið markmið
hjá Ferðafélaginu og Skógræktinni
að leggja og endurbæta göngustíga.
Það hefur verið unnið vel í þessum
málum en það skiptir miklu máli
að ganga eftir merktum göngustíg
um. Ég held að göngustígarnir þoli
vel áganginn og gróðurinn lítur vel
út.“
Auður hefur alla tíð verið
göngufrík. Hún segist halda sér í
formi með göngum á Esjuna en
hún hefur alls gengið um 75 sinn
um á Hvannadalshnjúk og eru ekki
margir sem hafa leikið það eftir.
„Að mínu mati er fólk sem er
innan við klukkustund að ganga
upp að Steini í ágætu formi og á er
indi í stærri verkefni. Ég hvet alla
sem geta til að ganga á Esjuna, kom
ast þannig í þjálfun og vera innan
um fallega náttúru, fuglasöng og
frábært útsýni,“ sagði Auður Kjart
ansdóttir. n
Krefjandi og alls
ekki auðveld
É
g hef mjög gaman af því að
ganga á fjöll og Esjan er að
gengilegt fjall. Þó að ég sé mikill
áhugamaður um fjallgöngur og
fari á flest fjöll sem ég get þá er Esjan
alltaf nærtæk. Hún er þægileg að
því leytinu til að hún er nálægt okk
ur, hún er alltaf krefjandi og hún er
alls ekki auðveld þó að hún sé bæj
arfjallið. Leiðin upp hana er vel skil
greind og það er sjaldgæft að villast
á þeirri leið þó að menn séu óvan
ir. Esjan hefur upp á margt að bjóða
og margar leiðir. Það er hægt að fara,
svo eitthvað sé nefnt, á Kerhóla
kamb, upp að Steini, frá Kjósinni eða
alla leið á toppinn. Það er skemmti
leg gönguleið upp á Móskarðshnjúka
og þar er öðruvísi útsýni en frá öðr
um stöðum. Fjallaskíðamenn hafa
notið Móskarðshnjúka og margir
fara þangað til æfa sig þegar vetrar og
fram á vor. Þar eru aðstæður ákjósan
legar til að renna sér niður. Þetta er
allt saman hluti af Esjunni,“ sagði
Helgi Jóhannesson, lögfræðingur og
göngugarpur, í samtali við DV.
Helgi sagði að Esjan hefði ákveðið
aðdráttarafl en borgarbúar hefðu
hana fyrir augum sér og einhvern
veginn getur þú ekki búið í Reykja
vík án þess að ganga á fjallið. Esjan
er góð áskorun fyrir þá sem virkilega
eru að fá delluna því það er auðvelt
að fara þangað.
Helgi segist ekki hafa tölu á hve
oft hann hefur gengið á Esjuna, mjög
oft og í alls konar veðri í nokkuð
mörg ár.
Fjallgöngur hafa gert
mér gott í gegnum tíðina
„Það má alls ekki vanmeta Esjuna og
hún er þokkalega erfitt fjall. Það get
ur verið algjört logn niðri en síðan
alveg brjáluð hríð aðeins ofar. Á vet
urna verður göngufólk að hafa allan
vara á og búa sig vel áður en lagt er af
stað. Fjallgöngur hafa gert mér gott
í gegnum tíðina og þetta er besta
líkamsræktin sem er í boði. Fjall
gangan er holl og líkaminn er ekki
að fá á sig högg eins og í hlaupun
um. Gangan er holl fyrir hjartað og
lungu og ekki síður andlega en það
er æðislegt að komast út í náttúr
una, hvort sem það er á Esjunni eða
á önnur fjöll. Aukninguna og meiri
áhuga fyrir göngu á Esjuna tel ég
stafa af meiri útivistaráhuga en áður.
Þetta á ekki einungis við um Esjuna
því áhuginn er almennt meiri um
allt land,“ sagði Helgi Jóhannesson í
spjallinu við DV. n
Helgi Jóhannesson segir Esjuna hafa aðdráttarafl
Göngugarpur Helgi
Jóhannesson nýtur þess að
ganga á fjöll og hefur gengið á
Esjuna í mörg ár. Hér er Helgi á
Þórnýjartindi í Esjunni.
Í toppformi Auður Kjartansdóttir heldur sér í formi með því að ganga á Esjuna, en það
hefur hún hefur gert í 24 ár. Mynd SiGtryGGur Ari
Rútubílstjóri undir áhrifum áfengis
Var á Suðurlandi með 18 farþega í bílnum
V
ið hefðbundið eftirlit vega
lögreglunnar á Suðurlandi
var bílstjóri rútubifreiðar
tekinn vegna gruns um að
aka undir áhrifum áfengis. Þetta
atvik átti sér stað sl. fimmtudag á
Suðurlandsvegi við Lögberg.
„Já, ég get staðfest þetta og í bif
reiðinni voru 18 farþegar. Umferð
ardeildin hefur eftirlit með öxul
þunga bíla, reglugerðum um ákvæði
hvíldartíma, ökurita og öllum leyf
um sem tengjast hópferðaakstri.
Þeir hafa eftirlit með þessu á Suður
landi, Suðurnesjum og á höfuð
borgarsvæðinu. Það var einmitt við
svona eftirlit sem öku maður þessar
ar rútubifreiðar er bráðabirgðasvip
ur akstri rútunnar á staðnum fyr
ir hádegi sl. fimmtudag. Þetta eru
alltaf alvarleg mál, þar fyrir utan að
ökumaðurinn er með stóran hóp
farþega í rútunni. Umferðardeildin
mun eins og áður fylgjast vel með
þessum þáttum áfram. Þetta er
forvarnarvinna sem verður fylgt
vel eftir á næstunni eins og jafnan,“
sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn á
Selfossi, í samtali við DV.
Farþegar rútunnar þurftu að
bíða í góða stund þangað til að
annar ökumaður var fenginn til svo
hægt væri að halda förinni áfram. n
jonk@dv.is
Gleraugnaverslunin Eyesland
5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015
Létt og þægileg í veiðina
Veiðigleraugu með og án styrktarglugga
Kíktu við og mátaðu!