Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 10
Vikublað 28.–30. júní 201610 Fréttir Erlent
19. mars 2016
Flugfélag: United Arab Emirates
Flugnúmer: 981
Látnir: 62
Farþegavél frá
United Arab Em-
irates brotlenti við
tilraun til lendingar
í Rússlandi. Allir
um borð létust.
Vélin, sem var á
leið frá Dúbaí, var af
gerðinni Boeing 737. Hún
hrapaði við Rostov-on-Don-flugvöllinn en
vindhviður náðu um 27 metrum á sekúndu
þegar vélin fór niður, auk þess sem skyggni
var slæmt.
31. október 2015
Flugfélag: Kogalymavia (Metrojet)
Flugnúmer: 9268
Látnir: 224
Allir um borð fórust þegar sprengja sprakk
í vélinni. Flugvélin var á leið frá Sharm
el-Sheikh í Egyptalandi til Pétursborgar í
Rússlandi. Hún splundraðist yfir Sinai-
skaga. ISIS lýsti ódæðinu á hendur sér.
24. mars 2015
Flugfélag: Germanwings
Flugnúmer: 9525
Látnir: 150
Vélin skall á Frönsku Ölpunum á leið sinni
frá Barcelona á Spáni til Þýskalands. 150
voru um borð og fórust allir. Aðstoðar-
flugmaðurnin, Andreas Lubitz, læsti
flugstjórann frammi á gangi og grandaði
vélinni viljandi. Rannsókn leiddi í ljós að
hann hafði glímt við andlega vanheilsu.
4. febrúar 2015
Flugfélag: TransAsia Airways
Flugnúmer: 235
Látnir: 43
Flugvélin brotlenti í á í
Tapei, höfuðborg Taívan,
skömmu eftir flugtak.
Hrollvekjandi mynd-
band náðist af slysinu.
Fimmtíu og átta voru um
borð og af þeim létust
43. Vélin var af gerðinni
ATR 72-600 en flugstjórinn
slökkti fyrir mistök á öðrum
hreyfli vélarinnar eftir að hinn bilaði.
28. desember 2014
Flugfélag: Air Asia
Flugnúmer: 8501
Látnir: 162
Flug 8501, sem
átti að fljúga
frá indónesísku
borginni
Surabaya til
Singapúr hlaut
hræðilegan endi
þegar vélin ofreis –
missti flugið – og brotlenti í kjölfarið í Java-
hafi. Allir um borð fórust.
24. júlí 2014
Flugfélag: Air Algerie
Flugnúmer: 5017
Látnir: 116
Enginn komst lífs af þegar flugvél
af gerðinni MD-83 hvarf af radar
og hrapaði í Malí, sumarið 2014.
Vélin var á leið frá Burkina Faso til
Alsír og hafði verið á lofti í um klukku-
stund. Flugmennirnir breyttu um stefnu
til að forðast vont veður þegar ógæfan
dundi yfir.
U
mfangsmikil leit að braki
farþegaflugvélar egypska
flugfélagsins EgyptAir
stendur enn yfir en vélin
hvarf af ratsjám þann 9.
maí síðastliðinn. Flugritar vélar-
innar fundust þann 17. júní síðast-
liðinn, svörtu kassarnir svokölluðu.
Hún var á leið frá París í Frakklandi
til Kaíró í Egyptalandi. Talið er að
hún hafi hrapað skammt frá grísku
eynni Karpathos. Sextíu og sex voru
um borð í vélinni, þar af tíu manna
áhöfn. Vonir eru bundnar við að
flug ritarnir varpi ljósi á það sem
gerðist þegar vélin hrapaði.
Á meðal þeirra sem saknað er eru
um 30 Egyptar og tíu Frakkar. Vélin
var í 37 þúsund feta hæð yfir austan-
verðu Miðjarðarhafi þegar hún hvarf.
Um var að ræða vél af gerðinni Air-
bus A320. Egypski herinn taldi sig
hafa fundið brak úr vélinni, um 300
kílómetra norður af Alexandríu. Þá
er talið að eitthvað hafi fundist af far-
angri farþeganna. Ekki liggur fyrir
hvað grandaði vélinni.
Þó að flugvélar nútímans verði
sífellt öruggari hafa á undanförnum
misserum orðið allnokkur hræðileg
og mannskæð flugslys. Þannig urðu
sex slík árið 2014. Hér er úttekt sem
byggir á grein CNN um tíu mann-
skæð flugslys sem orðið hafa frá því
í október 2014. n
Tíu mannskæð
flugslys
n Farþegavél hvarf af ratsjám 19.
maí n Mörg flugslys hafa orðið
undanfarin misseri
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Skotin niður Þegar brakið úr farþegaþotu Malaysia Airlines, sem hrapaði 17. júlí 2014, fannst
reyndu menn að púsla henni saman á ný, til að freista þess að varpa ljósi á málsatvik.
Mekka íssins
Erum í miðbæ
Hveragerðis
Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís
Pinnaís | Krap | Bragðarefur
Ísfrappó | Sælgæti | Franskar
Samlokur | Gos | Snakk
Bland í poka | Pylsur | Kaffi
Opnunartími
mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22
lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði