Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Qupperneq 11
Vikublað 28.–30. júní 2016 Fréttir Erlent 11
23. júlí 2014
Flugfélag: TransAsia Airways
Flugnúmer: GE 222
Látnir: 48
Vélin fór niður í úrhellisrigningu þegar
reynt var að lenda á Magong-flugvellinum
í Penghu Island, sem er hluti af Taívan.
Flugstjórinn hafði beðið um leyfi til annarrar
lendingartilraunar, áður en illa fór.
17. júlí 2014
Flugfélag: Malaysia Airlines
Flugnúmer: 17
Látnir: 298
Vél sem var á leið frá
Amsterdam til Malasíu
var skotin niður yfir
Úkraínu, á svæði þar sem
rússneskir aðskilnaðarsinn-
ar réðu ríkjum. Vélin hrapaði
skammt frá Donetsk, um 50 kíló-
metra utan rússneskrar lofthelgi. Tvennum
sögum fer af því hver skaut vélina niður, upp
úr þurru. Allir sem voru um borð fórust.
8. mars 2014
Flugfélag: Malaysia Airlines
Flugnúmer: 370
Látnir:239
Vél flugfélagsins hvarf af radar eftir að hafa
farið í loft í Kúala Lúmpúr. Vélin var á leið til
Peking. Í janúar 2015 hafði enn ekkert spurst
til vélarinnar eftir tíu mánaða leit og sendu
stjórnvöld í Malasíu frá sér yfirlýsingu um að
hvarf vélarinnar mætti rekja til slyss og allir
væru taldir af. Brak, sem talið er úr vélinni,
hefur rekið á strendur en eftir stendur
ráðgáta um hvað gerðist.
16. október 2014
Flugfélag: Lao Airlines
Flugnúmer: QV301
Látnir: 48
Vélin skall til jarðar við tilraun til
lendingar á Pakse-flugvellinum, nærri
landamærum Laos og Taílands. Hún var á
leið frá Vientiane, höfuðborg Laos. Ókyrrð
er talin hafa grandað vélinni, samkvæmt
þarlendum yfirvöldum.
Mannfall og eyðilegging
Rússneskir rannsakendur kanna
brak Boeing-vélar sem hrapaði
þann 19. mars síðastliðinn í
Rússlandi. 62 létust. Mynd EPA
Sorg Ættingjar syrgja ást-
vin sem lést í flugslysinu 19.
mars síðastliðinn. Mynd EPA
Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16
Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is
Blóm og gjafavara
við öll tækifæri
Góð og
persónuleg
þjónusta
Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir
Hreinsun á
jakkafötum
3.160 kr.
Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum á Facebook
Opið
Virka daga
08:30-18:00
laugardaga
11:00-13:00
Forseti Tyrkland biðst afsökunar
Tyrkir eru mjög háðir Rússum hvað útflutning varðar
S
amskipti Tyrkja og Rússa hafa
verið mjög stirð í kjölfar þess að
Tyrkir skutu niður rússneska
orrustuflugvél í fyrra við landa-
mæri Sýrlands og Tyrklands. Forseti
Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan,
hefur nú formlega beðið Vladimír
Pútín Rússlandsforseta afsökunar.
Talsmaður rússnesku stjórnarinn-
ar upplýsti í gær að skilaboð hefðu
borist frá Erdogan þar sem hann vott-
ar fjölskyldu rússneska flugmanns-
ins sem fórst í árásinni samúð sína.
Erdogan ætlar að gera allt sem hans
valdi stendur til að samskipti þjóð-
anna verði með eðlilegum hætti á
nýjan leik. Tyrkir hafa verið mjög
háðir útflutningi á ýmsum vörum til
Rússlands um langt skeið.
Eftir árásina í fyrra hættu Rússar
að ferðast til Tyrkland með þeim
afleiðingum að tyrkneskur ferða-
mannaiðnaður varð fyrir miklum
skaða. Eins hefur ótryggt ástand í
Tyrklandi dregið úr ferðalögum þang-
að og hætt hefur verið við margar
flugferðir sem fyrirhugaðar voru
þangað í sumar. Þess má geta að yfir
þrjár milljónir Rússa hafa sótt Tyrk-
land árlega heim um langt skeið en
straumurinn stöðvaðist gersamlega
í kjölfar árásarinnar í fyrra. Mörgum
hótelum í Tyrklandi hefur verið lok-
að og er talið að það taki langan tíma
fyrir Tyrki að rétta úr kútnum.
Hátt í 60% af öllu jarðgasi og rúm-
lega 30% af allri olíu kaupa Tyrkir af
Rússum. Fyrir tveimur árum námu
tekjur af útflutningi Tyrkja til Rúss-
lands um 3.400 milljörðum króna. n