Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 12
Vikublað 28.–30. júní 201612 Skrýtið
F
eðgarnir Kai og Braiden
Holt frá Hawaii kynntu fyrr
í mánuðinum til sögunn-
ar þriðju kynslóðar brim-
brettasvínið Kama 3. Dýrið
sem um ræðir er gylta og afkomandi
Kama 1, svíns sem sló í gegn árið
2014 þegar myndband sem sýndi
það á brimbretti varð vinsælt á
Youtube.
Gölturinn Kama 1, sem heitir
fullu nafni Kamapua, vegur nú
rétt tæp 140 kíló og þessi mikla
þyngd hefur komið í veg fyrir frek-
ari íþróttaafrek hans. Kai Holt fann
svínið í byrjun árs 2014 og uppgötv-
aði skömmu síðar einstaka hæfileika
þess. Samband Kai og Kama 1 er svo
gott að þeir sváfu um tíma í sama
rúmi og sá eigandinn til þess að dýr-
ið væri eingöngu á grænmetisfæði.
Svínið varð fljótlega það frægt að
bandaríska verslanakeðjan Costco
ákvað að styrkja það með ókeypis
brimbrettum. Einnig fékk það rausn-
arlegar gjafir frá myndavélaframleið-
andanum GoPro. Instagram-síða
svínsins, Kamathesurfingpig, er með
tæplega átta þúsund fylgjendur.
Afkvæmi dýrsins, Kama 2, sem
einnig getur stigið ölduna, hefur síð-
ustu ár fetað í klaufafar Kama 1 og
stundað brimbrettareið af kappi við
strendur Hawaii.
„Svínið stingur vanalega
tungunni út þegar það stendur á
brettinu enda líkar því vel að fá
vindinn í andlitið,“ segir Braiden
í samtali við fjölmiðilinn KITV í
Honolulu.
Kai og sonur hans Braiden eru
sammála um að Kama 2 nálgist óð-
fluga föður sinn Kama 1 í þyngd. Af
reynslu þeirra að dæma er brim-
brettaferill svína einungis um tólf
mánuðir. Því er stutt í að Kama 2
leggi brettið á hilluna. Kama 3 tekur
þá við keflinu sem fremsta brim-
brettasvín heims. n
Allt til ræktunar
og fullt af fíneríi
fyrir heimilið og bústaðinn
HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook
MagnesíuM Kísill
Hin fullkomna tvenna
fyrir Heilsu og fegurð
Svínin sem stíga ölduna
Þrjár kynslóðir svína frá Hawaii hafa öll vakið athygli fyrir brimbreittareið
Kai og svínið Árið 2014 vakti svínið Kama 1 mikla athygli eftir að myndskeið af brim-
brettareið þess endaði á Youtube.
Kama 2 Hér má sjá annað
svínið í röðinni á brimbretti.
Dýrið er nú að verða of
þungt fyrir íþróttina.