Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Blaðsíða 17
Vikublað 28.–30. júní 2016 Kynningarblað - Bestu pizzurnar í bænum 3 Þunnbotna, eldbökuð pizza og ekta ítölsk fjölskyldustemning P abbi vann í aukavinnu hjá Eldsmiðjunni við ýmis störf á sínum tíma. Ég fæddist árið 1987 og þá hoppaði pabbi bara beint á vakt af fæðingardeildinni,“ segir Evert Aust­ mann Ellertsson, bakari hjá Eldofn­ inum í Grímsbæ, fjölskyldufyrirtæki þar sem foreldrar, synir og annað frábært starfsfólk leggja alúð sína í að búa til framúrskarandi pizz­ ur og veita góða þjónustu. Eins og þessi frásögn Everts gefur til kynna hefur fjölskyldan lengi verið viðriðin pizzugerð. Á Eldofninum eru eingöngu í boði 12 tommu pizzur sem bakaðar eru í eldofni og er eingöngu notaður eldiviður við baksturinn. Árið 2008, ári áður en Eldofninn var opnaður, fóru hjónin Ellert Aust­ mann Ingimundarson og Eva Karls­ dóttir til Ítalíu í leit að hentugum ofni. Þau komu heim með eldofn með snúningsplötu, sem tryggir í senn frábæran bakstur, ósvikið við­ arofnsbragð og hraða þjónustu. „Eftir að við setjum pizzuna inn í ofninn þá ýtum við bara á einn takka, pizzan byrjar að snúast og bakast jafnt og þétt á tveimur mínútum,“ segir Evert. Snúningsplatan í ofninum skapar sjálfvirka alúð við baksturinn, hægt er að afgreiða pizzurnar mjög hratt en þær eru þó afar jafnt og vel bak­ aðar. „Við getum sett inn átta pizzur í einu en þegar svona mikið er að gera eins og er núorðið þá þarf að vera með mann á ofninum til að koma pizzunum inn og út.“ Allt eldað frá grunni „Við búum til allt frá grunni, sósurn­ ar okkar eru án aðfenginna aukaefna og í hana eru notaðir plómutómat­ ar; það sama má segja um hvítlauks­ olíuna og Eldofnsolíuna okkar sem er sterk chili­olía, en uppistaðan í þessum olíum okkar er ekta ólífu­ olía, ekki repjuolía. Rauðlaukinn skerum við niður hérna og kryddið sem fer í sósuna mallar í potti,“ segir Evert. En hvaða pizzur eru vinsælastar? „Vinsælustu pizzurnar eru yfir­ leitt þær sem eru kenndar við okkur bakarana og við höfum sett saman eftir okkar smekk. Sigga Spes pizzan er til dæmis búin að vera vinsælasta pizzan hér í 3–4 ár en á henni eru sveppir, skorið pepperóní, ananas, svartar ólífur, jalapeno, hvítlaukur, rjómaostur og óreganó. Þessi pizza slær í gegn hjá öllum og er sívinsæl.“ Opin ítölsk stemning í matsalnum Veitingasalurinn á Eldofninum er bæði huggulegur og skemmtilegur. Allt er galopið svo viðskiptavinir sjá bakarana að störfum, þeyta pizzum upp í loftið. „Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu, til dæmis að sjá pizzurnar snúast í ofninum,“ segir Evert og hon­ um líkar það vel að matargestir sjái fjölskylduna að störfum. Tíu prósenta afsláttur er veittur af mat sem er sóttur og einnig eru alltaf í gangi hádegistilboð virka daga frá 11.30 til 14.00 en þá er staðurinn yfir­ leitt þéttsetinn. Matseðill og upplýsingar um til­ boð má finna á heimasíðu staðarins, eldofninn.is Eldofninn er opinn þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 11.30 til 21.00, föstudaga til kl. 22.00. Á laugardögum er opið frá kl. 17.00 til 22.00 og á sunnudögum frá 17.00 til 21.00. Á mánudögum er lokað – eins og á svo mörgum fjölskyldureknum veitingastöðum í Evrópu. n Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.