Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Page 18
Vikublað 28.–30. júní 20164 Bestu pítsurnar í bænum - Kynningarblað „Gaman að gera þetta á gamla mátann“ B íóbakan, Hamraborg 20a Kópavogi, býður upp á ilm­ andi góðar súrdeigsflatbökur, pizzur bakaðar í hágæða ítölskum steinofni. Allar bökurnar eru útbúnar frá grunni á staðnum úr lífrænu hveiti ásamt bragðmikilli flatbökusósu sem er ein­ göngu gerð úr ferskum hráefnum. „Þetta er hollari týpan af pizzu enda gerum við súrdeigið alveg sjálf­ ir,“ segir Sigurður Már Davíðsson, einn þriggja eigenda staðarins, en hinir eru Skúli Andrésson og Þórir Stefánsson. „Í dag eru til margar leiðir til að gera súrdeig en við gerum það á gamla mátann. Við höldum deig sem er súrt og gefum því að borða tvisvar á dag, tökum af því eftir hentugleika og bætum við. Það þarf stanslaust að vaka yfir súrdeigi, þetta er heilmikið bras en það er óskaplega gaman að hugsa um þetta, þetta verður dálítið eins og barnið manns, þó að það sé skrýtið að segja það, maður er alltaf að hugsa um hvenær maður sé búinn að gefa því og svo framvegis,“ segir Sigurður. Hann segir að þetta vinnu­ lag gæti varla gengið upp ef staður­ inn væri mikið stærri. Hann segir þó ekki koma til greina að breyta út af þessari upprunalegu aðferð, frekar sleppi hann því að stækka við sig. Síðar gæti lausnin þó orðið að stofna annan stað: „Ég hefði ekki nennt að gera þetta öðruvísi. Þetta er vissulega mikil vinna og mikil rútína, en um leið og hún er komin af stað er þetta bara virkilega skemmtilegt. Það er líka bara svo gaman að gera þetta á gamla mátann, það eru komin til sögunnar alls konar duft til að gera súrdeig en við sneiðum algjörlega hjá slíku.“ Með því hollara sem hægt er að borða Bíóbakan var opnuð þann 13. maí síðastliðinn og viðtökur hafa verið af­ bragðsgóðar. Þó að pizza flokkist al­ mennt ekki undir heilsubita er ljóst að pizzurnar á Bíóbökunni eru bráð­ hollar enda er mikil áhersla lögð á líf­ rænt hráefni við gerð þeirra. „Þetta er klárlega hollara en margt sem fólk eldar heima hjá sér og telst hollt. Við reynum að hafa sem mest lífrænt en undantekningarnar eru osturinn og sumar áleggstegundirn­ ar sem fólk getur valið sér, þar sem um unnar kjötvörur er að ræða. En í þeim tilvikum sem hráefnið er ekki lífrænt þá veljum við alltaf íslenskt hráefni,“ segir Sigurður. Þess má geta að Bíóbakan stefnir að inngöngu í samtökin GRA, Green Restaurant Association, samtök veitingastaða með lífrænan mat, sjá nánar á vefsíðunni dinegreen.com. Þar eru gerðar miklar kröfur um endurvinnslu og flokkun sem og að reyna að lágmarka alla koltvíoxíð­ losun í andrúmsloftið. Þess vegna valdi Bíóbakan að notast við raf­ magnssteinofn í stað eldofns. Hvers vegna Bíóbakan? Allir eigendur Bíóbökunnar eru mikl­ ir kvikmyndaáhugamenn og vísun í bíó og kvikmyndir er sterk í ásýnd staðarins. Réttirnir bera nöfn eins og Naked Gun, sem er Pizza Margaríta; Karate Kid, sem er með humri, feta­ osti og hvítlauk; Dirty Dancing, sem er með skinku og ananas, og mörg fleiri slík. Hér er um skemmtilegan orðaleik að ræða, vísun í hugtakið bio – sem er fremsti orðhlutinn í orðinu biology, líffræði, og er þekkt hugtak í umfjöll­ un um lífrænar afurðir. „Við erum dálitlir nördar, allir þrír,“ segir Sigurður Már þegar hann útskýrir þetta, og bætir við að ýmsar aðrar vísanir varðandi tölur og stærð­ ir sé að finna á staðnum og viðskipta­ vinir geti skemmt sér við að ráða í. Bíóbakan er opin alla daga frá kl. 11 til 21. Hægt er panta á staðnum, á vefsíð- unni biobakan.is , þar sem jafnframt er að finna allar upplýsingar varð- andi matseðil, eða í síma 568-8887. n Hollari týpan af pizzu Bíóbakan:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.