Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Síða 19
Vikublað 28.–30. júní 2016 Lífsstíll 15 ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Gott með grillinu Þrjú ómótstæðileg salöt fyrir næstu grillveislu S umarið er tíminn þegar sólin skín og logar í grillum. Grill- matur getur verið óskap- lega fjölbreyttur, enda er það eldunaraðferðin ein sem skilgreinir máltíð sem grillmáltíð. Þá gildir einu hvort maður kastar hrefn- ukjöti, risarækjum, nautatungu eða portobellosvepp yfir logana. Með- lætið getur skipt sköpum, og þar er sannarlega hægt að láta sköpunar- gleðina njóta sín. Hér eru þrjú salöt sem borin voru á borð í grillveislu á Ægissíðunni um daginn. Húsráðandi lagði til rækjur, lambafille og naut á grillið, en gestir mættu með salötin. Svona salöt passa með hverju sem er og eru því tilvalin í veislur þar sem réttir koma úr ýmsum áttum. Gjörið svo vel! n Hið ómótstæðilega sumarsalat n Icebergsalat n Klettasalat n Mangó n Cherry-tómatar Hér kemur svo galdurinn: n 2 bollar svartar Doritos-flögur, muldar n 1 bolli kasjúhnetur n 3 msk. hlynsíróp n 2 msk. sykur Aðferð: Skerið salatið í strimla, tómatana í fjórðunga, mangóið í teninga og setjið í skál með klettasalatinu. Magnið fer eftir því hversu margir eru í veislunni og hversu svangir gestirnir eru. Þó er líklegt að salatið muni klárast óháð stærð, svo gómsætt er það nefnilega. Hitið pönnu miðlungsmikið og þurrristið kasjúhneturnar. Þegar þær eru rétt byrjaðar að fá á sig gullinn lit er Doritos-flögunum bætt út á pönnuna. Þurrristið blönduna saman í nokkrar mínútur og bætið svo við hlynsírópi og sykri. Steikið áfram í nokkrar mínútur. Látið kólna og brjótið niður áður en dásemdinni er dreift yfir salatið. Klassíska kartöflu- salatið n Soðnar kartöflur n Graslaukur n Rauð paprika n Kóríander n 4 msk. majónes n ½ dós sýrður rjómi Aðferð: Blandið majónesi og sýrðum rjóma í skál. Skerið kældar kartöflur og papriku í bita. Klippið væn knippi af graslauk og kóríander og blandið við salatið. Nýstárlega kartöflu- salatið n Soðnar kartöflur n Sellerí n Döðlur n 2 msk. dijon-sinnep n 4 msk. extra virgin-ólífuolía n Salt Aðferð: Byrjið á að setja sinnepið og ólífuolíuna saman í skál og hræra duglega. Skerið kældar kartöflur í bita, sellerí í sneiðar og döðlur smátt. Blandið öllu saman í skál og saltið eftir smekk. Þetta salat bragðast best eftir klukku- stund í kæli. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Svona er best að skera mangó Hér er komin hin fullkomna aðferð til að nýta mangóávöxtinn sem best. Skerið meðfram steininum báðum megin og notið glas eða bolla til að skafa kjötið úr hýðinu. Safaríkt Mangóið nýtist vel með þessum skurði. Guðdómlega gott Þetta einfalda salat slær alltaf í gegn. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Klassíska kartöflusalatið Í fallegri skál með ferskum kryddjurtum. Ótrúlega bragðgott Kartöflusalat sem kemur á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.