Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Side 21
Vikublað 28.–30. júní 2016 Sport 17 Hetjurnar okkar st slegnir út af laginu. Á 18. mínútu komst Ísland svo yfir eftir frábært samspil. Kolbeinn Sigþórsson sneri sér með boltann við vítateigslínuna og átti fast skot í átt að hægra horni marksins. Joe Hart markvörður náði ekki að verja fast skotið og Ísland var skyndilega komið yfir. Hjólhestaspyrna Pressa Englendinga var nokkuð þung það sem eftir lifði hálfleiks. Þeir áttu nokkur skot utan teigs en engin verulega hættuleg færi. Ís- lendingar mættu til leiks í síðari hálf- leik fullir eldmóðs. Á 55. mínútu tók Ragnar Sigurðsson hjólhestaspyrnu við markteig en skotið rataði beint í hendur Hart, sem var vel stað- settur í markinu. Lítið hefði mátt út af bregða til að miðvörðurinn, sem átti stórbrotinn leik, hefði skorað sitt annað mark í leiknum þar. Stórleikur Ragnars Ragnar var frábær á báðum end- um vallarins, eins og margir leik- menn íslenska liðsins. Hættulegasta sókn Englendinga í síðari hálf- leik leit dagsins ljós á 70. mínútu þegar Jamie Vardy, annar af tveim- ur markahæstu mönnum ensku úr- valsdeildarinnar liðinn vetur, komst einn inn fyrir. Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist Ragnar Sig- urðsson og tæklaði boltann af tám sóknarmannsins fljóta. Stórbrotin tilþrif. „Maður fann að þeir litu svo- lítið niður á okkur,“ sagði Ragnar í viðtali eftir leikinn en honum þótti ekki mikið til Englendinga koma í leiknum. „Mér fannst þeir ekki vera að skapa neitt. Ég var eiginlega ekk- ert stressaður í síðari hálfleik nema síðustu mínútuna, þegar maður var orðinn svolítið þreyttur,“ sagði Ragn- ar, maður leiksins, í viðtalinu. Heimir Hallgrímsson hélt ekki vatni yfir frammistöðu miðvarðar- ins. „Frammistaða Ragnars í kvöld er ein allra besta frammistaða sem miðvörður hefur sýnt í íslenska landsliðinu. Það kæmi mér á óvart ef þjálfarar hjá stórum liðum væru ekki að skrifa nafnið hans niður núna. Þeir hljóta að vera að gera það.“ Annar frábær leikmaður Íslands í leiknum, markvörðurinn Hannes Halldórsson, gerðist sekur um ein mistök í leiknum – þegar hann braut frekar klaufalega á sóknarmanni Englendinga, svo víti var dæmt. „Ég veit ekki hvað skal segja eftir svona leik. Þetta er svo stórt og epískt.“ Svo bætti hann við: „Okkur langar lengra og við förum í alla leiki og stefnum á sigur.“ Nálægt því að bæta við Í kjölfarið sóttu Íslendingar. Eftir gott samspil átti Birkir Már glæsilega marktilraun en boltinn fór naum- lega yfir markið. „Þetta er bara frá- bært,“ sagði hann eftir leik. „Við vitum að við getum unnið alla og sýndum í dag að við getum líka spil- að fótbolta,“ sagði hann í samtali við Pétur Marteinsson hjá Símanum eft- ir leik. Þó að Englendingar væru meira með boltann, eins og andstæðingar Íslands hafa jafnan gert í mótinu, fengu Íslendingar bestu færin. Aron Einar Gunnarsson komst í frábært færi seint í leiknum en fast skot hans, af stuttu færi, varði Joe Hart í horn. Hægt en bítandi fjaraði leiktíminn út án þess að Englendingar sköpuðu sér færi. Sigur Íslands var staðreynd – er staðreynd – en næstu mótherjar Íslands verða Frakkar. Leikurinn fer fram á Stade de France, þjóðarleik- vangi Frakka, á sunnudaginn kem- ur. „Það er engin hindrun of stór fyr- ir þessa stráka núna,“ sagði Heimir strax eftir leikinn í gær. n Englendingar niðurlægðir Valdar fyrirsagnir og ummæli um breskum miðlum eftir leik „Lið Hodgsons niðurlægt í skelfilegri EM-brottför“ -The Guardian „Hodgson segir af sér“ Þeirri spurningu er varpað fram annars staðar á netsíðunni hvort frammistaða enska liðsins sé sú versta sem það hefur nokkru sinni sýnt. - Telegraph „Hodgson kominn á hliðarlínuna með David Cameron“ - Daily Mirror segir frammistöðu enska landsliðsins hafa verið skelfilega og bætir við að það sé þrennt sem sé öruggt í þessu lífi: dauðinn, skatturinn og að England sýni ófullnægjandi frammistöðu á stórmótum. - Daily Mirror „England niðurlægt af smáþjóðinni Íslandi“ - BBC „Þvílík hneisa“ „Englendingum sparkað úr Evrópukeppninni eftir vandræðalegasta tap í sögu liðsins.“ - The Sun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.