Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2016, Page 24
Vikublað 28.–30. júní 201620 Menning
Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður sýnir verk í Kirsuberjatrénu
D
aði Guðbjörnsson myndlistar
maður sýnir fjölbreytileg verk
á sýningu í Kirsuberjatrénu á
Vesturgötu. „Þetta eru á milli
30–40 verk, yfirlit yfir það sem
ég hef verið að gera í myndlistinni
síðast liðinn vetur og á vordögum og
sýnir vel ólíkar vinnuaðferðir í mynd
list,“ segir Daði. „Þarna eru grafík
myndir sem margir þekkja en ég hef
verið að selja mikið af þeim síðustu ára
tugina. Ég sýni líka vatnslitamyndir en
margir eru hrifnir af slíkum myndum,
þar er notuð tækni sem er skemmti
lega erfið fyrir listamanninn og það er
gaman að eiga við hana. Á sýningunni
eru einnig olíumálverk og ljósmynd
ir sem sýna borgina eða landslag og
saman við þær set ég hluta úr málverk
unum mínum með stafrænni tækni,
þar er ég á nýjum slóðum.“
Daði, sem er afkastamikill lista
maður, er spurður um vinnuvenjur
sínar. „Ég er svokölluð Atýpa,“ segir
hann. „Ég vakna og fæ mér morgun
verð með konu minni og þegar hún
fer í vinnuna þá fer ég í vinnustof
una og vinn þar til hádegis. Eftir það
fer ég á Mokka og breytist í kaffihúsa
bóhem í klukkutíma eða svo. Þá er ég
mjög kærulaus og læt eins og enginn
sé morgundagurinn. Síðan fer ég heim
og vinn aftur í þrjá til fjóra tíma.“
Andleg verk
Hvernig gengur þér að lifa af listinni?
„Það gekk mjög vel þar til kreppan
kom, þá var ég óheppinn að því leyti
að almenningur varð það skynsamur
að hann fór að borga niður skuldir
sínar í staðinn fyrir að fjárfesta í lista
verkum. Núna er ástandið orðið heldur
skárra og mér tekst þokkalega að lifa af
listinni.“
Þú ert búinn að vera lengi að, sérðu
sjálfur þróun í myndlist þinni?
„Ég kom inn myndlistarheiminn
um 1980 með nýja málverkinu svo
kallaða þegar teikningin og litirnir
voru hafðir mjög hráir. Spíralformið,
tákn lífsorkunnar, hefur fylgt mér
frá upphafi og seinni árin eru verkin
orðin andlegri. Ég vinn lengur með
myndirnar en áður og það sést á þeim.
Litanotkunin er líka orðin yfirvegaðri,
ég nota liti mikið en þeir eru ekki eins
ögrandi og þeir voru á tímabili.“
Hugleiðir á hverjum degi
Má ekki segja að ákveðin bjartsýni ein-
kenni verk þín?
„Mig langar til að færa fólki gleði.
Öll þekkjum við gleðina en lífið tek
ur stundum á okkur, gleðin og já
kvæðnin, sem er kjarninn í okkur,
stíflast. Stundum virðist sem nei
kvæðnin hafi tekið völdin en hún er
ekki kjarninn í okkur, heldur gleðin.“
Áttu auðvelt með að halda í
gleðina?
„Rétta svarið við þessari spurn
ingu er Sahajayoga. Ég hugleiði á
hverjum degi, á morgnana og svo
aftur á kvöldin og í vinnustofunni
hlusta ég mikið á hugleiðslutón
list. Þannig að segja má að verk mín
verði til í hugleiðslu.“
Finnst þér að fólk skynji andlega
þáttinn í verkum þínum?
„Já, fólk talar um það. Stundum
koma útlendingar í vinnustofuna og
þeir átta sig strax á þessu en verða
um leið kannski dálítið hissa því
þetta er ekki það sem þeir áttu von
á. Þegar ég var að hefja minn mynd
listarferil var það einkennandi fyrir
íslenska myndlist að myndir voru
dökkar og þungt yfir þeim. Lista
mennirnir voru bundnir af hinum
myrku öldum okkar, en þó eru vissu
lega til undantekningar frá dimm
unni í íslenskri listasögu. Þetta hefur
breyst með nýjum kynslóðum, það
er komin meiri birta og litadýrð í
myndlistina.“ n
Langar tiL að
færa fóLki gLeði
Daði Guðbjörnsson
„Stundum virðist sem nei-
kvæðnin hafi tekið völdin en
hún er ekki kjarninn í okkur,
heldur gleðin.“ MynD SiGtryGGur Ari
Eitt eða tvö fjöll Eitt verkanna á sýningunni.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Segja
má að
verk mín verði
til í hugleiðslu
Hópefli í fákaseli
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.Is | símI: 483 5050
Matur, drykkur
og skemmtun