Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Qupperneq 4
Helgarblað 5.–8. ágúst 20164 Fréttir Þ eir meinuðu okkur aðgang að vinnusvæðinu svo við gætum ekki tekið allar eigur okkur. Við höfum ekki enn fengið þann búnað og svo gæti far- ið að lögreglan verði fengin til að að- stoða okkur við að ná honum,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, aðspurður hvort starfsmenn verktaka- fyrirtækisins hafi sótt rafmagnstöflur, kapla og annan búnað í eigu þess sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon í Helguvík um miðjan júlí. Starfsmenn ÍAV lögðu þá niður störf og hefur forstjórinn fullyrt að eigendur United Silicon, sem klára í ágúst byggingu á tólf milljarða króna fyrsta áfanga kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins, skuldi ÍAV rúman milljarð króna og að stærstur hluti þeirrar kröfu sé gjaldfallinn. Magnús Garðarsson, stjórnarmaður og einn eigenda United Silicon, hefur neitað þessu og kennt ÍAV um tafir á verkinu. Í samtali við DV staðfestir Magnús að starfsmenn hans hafi ekki viljað láta búnað verktakafyrirtækisins af hendi. „Þetta er aldrei rosalega gaman. En við viljum að staðið sé við samn- inga og mér finnst skrýtið hvernig ÍAV hélt að þeir væru komnir í eitthvert stríð. Við vorum ekki í neinu stríði,“ segir Magnús. Tafði verkið Sigurður segir ÍAV hafa verið í full- um rétti þegar starfsfólk fyrirtækisins vildi taka búnaðinn með sér. Hann sé merktur fyrirtækinu og markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir frekara tjón en það sem ÍAV hafi nú þegar orðið fyrir. „Forsvarsmenn United vilja meina að þeir eigi rétt á því að leigja þetta af okkur gegn sanngjörnu gjaldi en þegar þeir skulda okkur mjög háar upphæðir þá höfum við ekki mikla trú á að þeir muni greiða leigu fyrir þann búnað sem við eigum þarna. Þetta hefði auðveldlega geta endað í handa- lögmálum en við bjóðum ekki starfs- fólki okkar upp á slíkt,“ segir Sigurður. Forstjórinn hefur áður sagt í fjölmiðl- um að verkinu hafi verið nærri lokið af hálfu ÍAV og að hann telji eigend- ur United Silicon ekki eiga fyrir fram- kvæmdinni. DV fjallaði um deiluna í Helguvík í byrjun júní en stjórnendur ÍAV höfðu þá hótað að hætta vinnu við kísilverið. Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja komust þá að samkomulagi um að ÍAV kláraði fyrsta áfanga kísilversins. Sá samningur stóð því í um einn og hálfan mánuð. Starfsmaður verktaka- fyrirtækis á svæðinu líkti samskiptum fyrirtækjanna við stríðsástand í sam- tali við DV. „Samkvæmt samningstaðlinum okkar sem er ÍST 30 þá hefur verktak- inn ekki rétt til þess að fjarlægja út- búnað eins og vinnubúðir, rafmagn og annað sem tilheyrir byggingarplás- sinu. Þetta hefur gengið ágætlega en það varð smá töf þegar við vorum að skipta um byggingarstjóra. Það tafði þann verkþátt um tvær vikur en ég veit ekki hvort ÍAV gerði það viljandi,“ segir Magnús. „Ríkasta ákvæðið í ÍST 30 er greiðsluskylda aðila og eftir að hún var þverbrotin kröfðumst við þess að fá búnaðinn,“ segir Sigurður. Fyrir gerðardóm Deilan verður eins og komið hefur fram útkljáð fyrir gerðardómi. ÍAV fór fram á það við Héraðsdóm Reykjaness og hafa bæði fyrirtækin skipað sinn fulltrúa í dóminn. Héraðsdómur Reykjavíkur skipar þriðja manninn. „Þetta er nú í lögfræðilegum far- vegi og við munum taka þetta í gegn- um gerðardómstólinn. Það er byrjað að skipa í hann og málið verður dóm- tekið núna á mánudaginn,“ segir Sig- urður. Magnús hafði ekki heyrt af tímasetningu gerðardómsins þegar blaðamaður náði tali af honum. n Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Viðhaldsfrítt, mikil ending og endalausir möguleikar í hönnun. · Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreinindi eða bakteríur. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. AKRÍLSTEINN, HARÐPLAST OG FENIX Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Vilja ekki afhenda ÍAV búnað úr kísilverinu n Deilan í Helguvík dómtekin á mánudag n Gætu leitað til lögreglu „Borgum að sjálfsögðu meiri laun“ Víkurfréttir fjölluðu í síðustu viku um ákvörðun forsvarsmanna United Silicon um að gera ekki sérkjarasamninga við starfsfólk fyrirtækisins. Verksmiðjan verði keyrð á almennum kjarasamn- ingum og gagnrýndi Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, ákvörðunina harð- lega í samtali við fjölmiðilinn. Fullyrðir hann að United Silicon komi til með að reka einu stóriðju landsins án sérkjarasamninga. „Þetta er alveg rétt að við erum í almenna samnings- samkomulaginu en við erum orðnir aðilar að Samtökum atvinnulífs- ins,“ segir Magnús Garðarsson í samtali við DV. „Við erum þannig búnir að ganga inn í þessa almennu samninga sem eru í gildi þar við stéttarfélögin. Það gengur mjög vel að ráða í verksmiðjuna og þrátt fyrir að það sé núna ekkert atvinnuleysi á Suðurnesjum. Við borgum að sjálfsögðu meiri laun en almennir taxtar kveða á um. Allir okkur verkamenn, um 26 talsins, þeir eru búnir að fá hærri taxta en almenna taxta og það gerum við til að fá besta fólkið.“ Þið hafið þá aldrei lofað því að verksmiðjan myndi skapa „vel launuð störf“? „Það er ekkert sem ég lofaði en við erum reyndar að borga meira en almennu samnings- kjörin segja til um,“ segir Magnús. „Þetta hefði auð- veldlega geta end- að í handalögmálum en við bjóðum ekki starfs- fólki okkar upp á slíkt. Forstjóri ÍAV Sigurður R. Ragnarsson. Stjórnarmaður kísilversins Magnús Garðarsson er stærsti eigandi Sameinaðs Sílikons hf. sem ber erlenda heitið United Silicon. Hættu í júlí Starfsmenn ÍAV lögðu niður störf þann 15. júlí en forsvarsmenn verktakafyrir- tækisins höfðu einum og hálfum mánuði áður hótað að pakka saman. Mynd SigTryggur Ari Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is „Mamma gráta, pabbi búmm, búmm“ Viðvarandi hræðsla umlykur líf mæðgina H æstiréttur hefur staðfest ákvörðun lögreglustjóra um að karlmaður skuli sæta nálg- unarbanni vegna ítrekaðra brota gegn fyrrverandi konu sinni og barni. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness fellt nálgunarbannið úr gildi. Maðurinn hefur beitt barnsmóður sína líkamlegu ofbeldi og hótunum frá árinu 2010. Þannig hefur hann valdið henni og syni þeirra miklu ónæði og vanlíðan. Þau dvöldu meðal annars í Kvennaathvarfinu um tíma. Lögregla er með þó nokkuð mörg brot á málaskrá hjá sér en í kjölfar tveggja atvika í desember 2015 óskaði barnavernd eftir því með bréfi þann 13. janúar síðastliðinn að maðurinn yrði látinn sæta nálgunarbanni gagn- vart konunni og barninu. Í gögnum frá barnaverndarnefnd komi fram að drengurinn hafi tjáð starfsmönnum á leikskóla hans í jan- úar síðastliðinn að „mamma gráta, pabbi búmm, búmm“ og kýlt með annarri hendi út í loftið og hafi kon- an sagt starfsmönnum að drengurinn hafi orðið vitni að ofbeldi gegn henni af hálfu föður hans. Starfsfólk skóla drengsins hefur áhyggjur af stöðu hans og leggur áherslu á mikilvægi þess að hann, sem hefur meðal annars verið greind- ur á einhverfurófi og með þroskarösk- un, búi í traustu og öruggu umhverfi. Barnaverndarnefnd segir að barninu stafi ógn af manninum og að viðvarandi hræðsla við gjörðir hans umljúki líf mæðginanna. Þrátt fyrir að sjö mánuðir séu nú liðnir frá því að síðast var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna mannsins sé staða málsins með öllu óbreytt og mjög alvarleg. Hvorki konan né barnið eru nú stödd hér á landi. Skipaður réttar- gæslumaður konunnar hefur ekki náð í konuna og er honum því ókunnugt um afstöðu hennar. Í dómi Hæstarétt- ar segir jafnframt að friðhelgi brota- þola og barnsins verði ekki vernduð með öðrum og vægari úrræðum en nálgunarbanni. n ritstjorn@dv.is Mynd SHuTTerSTock

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.