Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2016, Side 38
Helgarblað 5.–8. ágúst 201638 Fólk
F
yrir fjórum árum stefndi
Leifur Leifsson á jöklaferð
á heimagerðum sleða.
Undirbúningsferlið krafðist
styrktar þjálfunar og hóf hann
þá að æfa hjá Crossfit Reykjavík. Í
dag er hann sterkasti fatlaði mað
ur Íslands í sitjandi flokki og síðar
í mánuðinum keppir hann fyrir Ís
lands hönd á heimsmeistaramótinu
fyrir fatlaða í aflraunum sem haldið
verður á Englandi.
Crossfit-heimurinn heillaði
„Þetta byrjaði upphaflega á því að
ég ætlaði upp á Hvannadalshnjúk
á handknúnum sleða og þess vegna
vantaði mig stað til styrktarþjálf
unar. Hrönn Svansdóttir, fram
kvæmdastjóri hjá Crossfit Reykjavík,
bauð mér þá að æfa hjá þeim. Síð
an hef ég fengið allt sem ég hef þurft
til æfinga þar og þau stutt gríðarlega
vel við bakið á mér.“
Leifur er augljóslega afar þakk
látur öllu starfsfólki og æfingafélög
um hjá Crossfit Reykjavík en hann
segir fatlaða eiga afar takmarkaðan
aðgang að líkamsræktarstöðvum á
Íslandi.
„Ég hef verið í hjólastól alla ævi
og aldrei verið mikið fyrir íþróttir.
Mín kynslóð fatlaðra var meira og
minna þvinguð í sund því það átti að
vera allra meina bót. En ef maður er
þvingaður í íþróttir þá finnst manni
þær ekki skemmtilegar. Þegar ég
fékk í fyrsta sinn óheftan aðgang
að líkamsræktarstöð hjá Crossfit
Reykjavík heillaði sá heimur mig
algjörlega. Fötlun mín hefur aldrei
verið neitt vandamál þar og alltaf er
fundin lausn á öllu svo ég geti tekið
fullan þátt í æfingum.“
Dýrmæt reynsla
Á daginn starfar Leifur sem þjón
ustufulltrúi hjá þjónustumiðstöð
Vesturbæjar en óhætt er að segja
að hann sé kolfallinn fyrir kraftlyft
ingunum því langmestum frítíma
sínum eyðir hann við æfingar.
„Já, það má eiginlega segja að ég
eigi ekki önnur áhugamál í augna
blikinu enda mikill tími sem fer í
þetta. Mér finnst þetta svo gaman og
mér líður svo vel af þessari æfingu.
Ég æfi 2,5 klukkustundir á dag, sex
daga vikunnar. Mér finnst líka gam
an að hlusta á tónlist og geri mikið
af því í og með, en það eina sem ég
geri núna í mínum frítíma er að lyfta
lóðum.“
Það má með sanni segja að þrot
lausar æfingar hafi skilað Leifi ár
angri því fyrir skömmu vann hann
titilinn „sterkasti fatlaði maður Ís
lands“ og með því þátttökurétt
á heimsmeistaramótinu í Man
cehester á Englandi þann 16. ágúst
næstkomandi.
„Fyrir nokkrum misserum datt
mér í hug að taka þátt í keppninni
Sterkasti fatlaði maður Íslands og
nefndi það í kjölfarið við nokkra
þjálfara hjá Crossfit Reykjavík. Við
brögðin létu ekki á sér standa og
allir lögðust á eitt með mér til að
þetta gæti orðið að veruleika. Guð
jón Hafliðason hefur áratugalanga
reynslu af kraftlyftingaþjálfun og
hann bauðst til þess að þjálfa mig
fyrir keppnina. Reynsla og þjálf
un hans hefur verið mér ómetan
leg. Hann hafði ekki komið að þjálf
un fatlaðra áður en lagðist bara yfir
þetta og aðlagaði alla þjálfun að
mér.“
Gott bakland og ótrúlega
samstaða
Guðjón mun fylgja sínum manni
á heimsmeistaramótið og eru þeir
félagarnir spenntir að sjá hvernig
keppinautarnir erlendis standa að
æfingum.
„Ég stefni á að gera mitt allra
besta á heimsmeistaramótinu og
hlakka til að sjá hvað menn eru að
gera þarna úti. Hvert kollegarnir eru
að stefna erlendis og hvað þessir
stóru karlar eru að gera. Svo er bara
að sjá hvað getur nýst mér í fram
haldinu hér heima. Þetta verður án
efa dýrmætt efni í reynslubankann.“
Í dag, föstudag, stendur Cross
fit Reykjavík fyrir svokölluðu „Partý
Woddi“ þar sem sérstök stuðæfing
verður í boði fyrir alla æfingafélaga
stöðvarinnar. Frjáls framlög sem
safnast á æfingunni renna í styrktar
sjóð Leifs fyrir heimsmeistaramótið.
„Þessi samstaða frá æfingafé
lögunum hefur afskaplega mikið
að segja fyrir mig. Föstudagsæf
ingin er enn eitt dæmið um hvað
þau standa öll vel við bakið á mér
og þetta eflir mig til frekari af
reka,“ segir Leifur að lokum, gríðar
lega jákvæður og spenntur yfir
heimsmeistaramótinu. n
íslensk
framleiðsla
Án
viðbætts
sykurs
Gott í boostið, matargerð, baksturinn og fleira
Sá sterkasti
Íslandsmeistari sem var aldrei mikið fyrir íþróttir „ Í dag er hann
sterkasti fatlaði
maður Íslands í sitjandi
flokki og síðar í mán
uðinum keppir hann
fyrir Íslands hönd á
heimsmeistaramótinu
fyrir fatlaða í aflraunum
sem haldið verður á
Englandi.
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar
Leifur Leifsson „Ég stefni bara á að gera mitt
allra besta á heimsmeistaramótinu.“ MynD SiGTryGGur Ari