Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Síða 12
Helgarblað 30. september–3. október 201612 Fólk Viðtal Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Hannyrðab udin.isNý hei masíða Ótrúlegtúrval! Í mörg ár hélt ég í þá von að pabbi væri kominn heim, í hvert einasta skipti sem dyrabjallan hringdi.“ Þetta segir Haraldur Ari Karlsson sem lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu árið 1992, aðeins fimm ára gamall, að faðir hans fórst í sjóslysi við Vest- mannaeyjar. Sorgin varpaði skugga á æskuna Lífið umturnaðist í kjölfarið og það tók Harald mörg ár að sætta sig við föðurmissinn. Þá sérstaklega vegna þess að hann átti erfitt með að tjá sorgina og erfiðar tilfinningar sem ágerðust eftir því sem árin liðu. Að sama skapi kveðst Haraldur hafa átt frábæra æsku og verið um- vafinn fjölskyldu og góðum vinum, en sorgin varpaði þó engu að síð- ur stórum skugga á tilveruna. Hann segir það gríðarlega mikilvægt að talað sé við börn sem lenda í áfalli og að þau fái viðeigandi aðstoð. Haraldur, sem er í dag 29 ára, kvikmyndagerðarmaður og að- stoðarleikstjóri, á þrjár ungar dæt- ur með sambýliskonu sinni, Ásu Jennýju Gunnarsdóttur. Fjölskyldan er búsett í Vestmannaeyjum en hann starfar þó að mestu á höfuð- borgarsvæðinu. Árið 2010 gerði Haraldur stutt- mynd sem fjallar um slysið sem kostaði föður hans lífið en myndin var lokaverkefni í Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin er öll tekin á þeim stöðum sem þeir gerðust árið 1992. Haraldur skrifaði sjálfur handritið og byggir það á eigin reynslu. Hann segir að stuttmyndin hafi hjálpað honum að sættast við lífið eins og það er og halda áfram. Heimurinn umturnaðist Laugardagskvöldið 26. september, 1992, voru Haraldur, systir hans, Kolbrún Stella, og móðir þeirra, Sigríður Bjarnadóttir, í heimsókn hjá vinafólki þegar bankað var upp á og Sigríði tilkynnt að eiginmaður hennar hefði fallið fyrir borð og væri talinn af. Sigríður fór í framhaldinu heim en skildi börnin eftir í öruggum höndum vinafólks þeirra. Tveim- ur klukkustundum seinna voru „Hann fór bara í vinnuna en kom aldrei aftur heim“ n Haraldur beið í mörg ár eftir pabba sínum sem fórst í sjóslysi Kristín Clausen kristin@dv.is Feðgar Karl Jóhann og Haraldur Ari í lok árs 1987. Mynd Úr einKaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.