Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Qupperneq 20
Helgarblað 30. september–3. október 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson um veikindi sín. – Fréttablaðið Donald Trump kallaði fyrrverandi ungfrú alheim Svínku. – Bandarískir miðlar Lilja Katrín Gunnarsdóttir fékk gjöf frá forseta Íslands. - Vísir.is
Ég hef aldrei
óttast óttann
Hún þyngdist um
heilan helling
Stundum taka dagarnir
óvænta stefnu
Engar patentlausnir í boði
S
tofnun evrópska myntbanda
lagsins um síðustu aldamót er
ein stærstu pólitísku og efna
hagslegu mistök sem gerð hafa
verið á síðari tímum á Vesturlöndum.
Alþjóðlega fjármálakreppan sem skall
á haustið 2008 leiddi í ljós þá kerfis
lægu galla sem voru innbyggðir í evru
samstarfið. Fátt hefur verið gert til að
leysa þá enda er enginn góður kostur í
stöðunni. Vitað er að myntsvæðið get
ur ekki lifað af til lengri tíma litið nema
komið verði á fót pólitísku sambands
ríki en vilji almennings til nánari sam
runa hefur hins vegar sjaldan verið
minni. Fullkomin óvissa er því uppi
um hvernig evrusvæðið eigi eftir að
þróast á komandi árum.
Þeir fyrirfinnast engu að síður enn
stjórnmálaflokkar hér á landi sem
telja réttast að Ísland leiti allra leiða til
að taka upp evru, með einum eða öðr
um hætti, og þeim hefur núna jafnvel
fjölgað í aðdraganda kosninga til Al
þingis. Viðreisn hefur þannig sett það
á stefnuskrá sína að festa eigi gengi
krónunnar við annan gjaldmiðil,
en þar er einkum horft til evrunnar,
með svonefndu myntráði en forystu
menn flokksins hafa talað fyrir því að
slíkt fyrir komulag í peningamálum
gæti verið undanfari evruupptöku.
Kostirnir séu þeir að gengið haldist
stöðugt og vextir ættu að lækka. Ljóst
er að ákvörðun um á hvaða skipti
gengi ætti að læsa krónuna gagnvart
evru inni í myntráði yrði ekki tekin
átakalaust enda miklir hagsmunir þar
undir fyrir útflutningsgreinar lands
ins.
Umræða um stefnu í gjaldmiðla
málum snýst öðrum þræði um val á
milli mismunandi slæmra valkosta.
Fastgengisstefna með upptöku mynt
ráðs myndi vissulega skapa gengis
stöðugleika og þar með lækka verð
bólguvæntingar fjárfesta. En þess í
stað kæmi greiðsluþrotsáhætta þar
sem skortur á trúverðugleika og ófull
nægjandi gjaldeyrisvarasjóður myndi
auka líkur á áhlaupi á bankakerf
ið og gjaldmiðilinn. Þrátt fyrir að hér
hafi byggst upp stór gjaldeyrisforði á
allra síðustu árum – óskuldsettur hluti
hans er um 500 milljarðar – þá myndi
sú fastgengisstefna sem Viðreisn boð
ar kalla á enn stærri forða. Slíkum
gjaldeyrisforða fylgir mikill vaxta
kostnaður en hann nemur nú þegar
tugum milljarða króna á ári.
Þegar reynt er að framfylgja fast
gengisstefnu í gegnum myntráð skipt
ir sköpum að það séu tengsl við hags
veiflu þess myntsvæðis sem gengið er
fest við. Svo er ekki í tilfelli Íslands og
evrópska myntbandalagsins. Hags
veiflan hér á landi hefur lítil sem engin
tengsl við hagsveifluna í kjarnaríkj
um evrusvæðisins. Sumir þekktustu
hagfræðingar heims hafa því undan
tekningarlaust ráðið Íslendingum frá
því að tengjast evrunni. Þeir benda
á þau augljósu sannindi að það sé
mikilvægt að Ísland búi við sveigjan
legt gjaldmiðlakerfi enda þurfi gengi
krónunnar að geta aðlagað sig þegar
framboðsskellur verður í hinum
hlutfallslega fáu útflutningsgreinum
þjóðarinnar.
Hugmyndir Viðreisnar um fast
gengisstefnu, rétt eins og hjá þeim
sem tala fyrir upptöku evru, grund
vallast á þeirri skoðun að það sé eina
leiðin til að innleiða bætta og agaðri
hagstjórn hér á landi. Þetta er hættu
legur málflutningur. Sagan kennir
okkur að augljósir veikleikar hagkerfa
hverfa ekki við það eitt að breytt sé um
peningastefnu. Orsaka langvarandi
óstöðugleika í efnahagsmálum á Ís
landi, sem hefur þýtt háa verðbólgu
og vexti, er fyrst og fremst að leita í
lausatökum í ríkisfjármálum og ónýtu
vinnumarkaðsmódeli. Það er ekkert
náttúrulögmál að vextir þurfi að vera
hærri en í okkar nágrannalöndum
vegna íslensku krónunnar.
Íslenskt efnahagslíf og grunngerð
þess er að taka róttækum breytingum
þar sem landið er að breytast í fjár
magnsútflytjanda. Gengi krónunnar er
því að styrkjast og verðbólguvæntingar
til lengri tíma eru í samræmi við mark
mið Seðlabankans. Það er því útlit er
fyrir frekari vaxtalækkanir á komandi
misserum. Á þessu kjörtímabili hafa
jafnframt verið tekin risavaxin skref
við að bæta umgjörðina um stjórn
efnahagsmála – ríkisfjármálaáætlun
til fimm ára og eitt lífeyriskerfi fyrir op
inbera og almenna vinnumarkaðinn
– sem eru eru til þess fallin að festa í
sessi þann stöðugleika sem náðst hef
ur. Verði haldið áfram á þeirri braut,
og stjórnmálamenn freistist ekki til
þess að auka útgjöld ríkisins um tugi
milljarða á ári, munu skapast forsend
ur fyrir enn lægri vöxtum. En það mun
hins vegar taka tíma og engar patent
lausnir eru þar í boði. n
Hvað þá?
Oddný Harðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, vill alls ekki
samþykkja þá skoðun sem ýms
ir hafa orðað, nú síðast Þorbjörn
Þórðarson blaðamaður, að Sam
fylkingin sé ónýtt pólitískt vöru
merki. Segist Oddný í samtali
við Eyjuna blása á slíkt tal, Sam
fylkingin sé jafnaðarmanna
flokkurinn (með greini) og eigi
hljómgrunn meðal landsmanna.
Oddný tekur þar annan pól í
hæðina en Magnús Orri Schram
sem atti kappi við hana í for
mannskosningu. Magnúsi Orra
var fullljóst að Samfylkingin væri
ónýtt vörumerki enda hugðist
hann leggja hana niður og stofna
nýjan flokk í staðinn, næði hann
kjöri. Samfylkingin hefur nú í
meira en ár mælst með undir
10 prósenta fylgi og 70 prósent
kjósenda segja að það komi alls
ekki til greina að kjósa flokkinn.
Ef þetta er ekki ónýtt vörumerki,
hvað þá?
Tilboð þér að kostnaðarlausu
Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir
Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna
Myndin Listmálarar Valinkunnir listmálarar frá leikskólanum Stakkaborg máluðu á fimmtudag verk í samvinnu við Tolla Morthens. Verkið verður boðið upp og mun and-
virðið renna til góðgerðarátaksins Bleiku slaufunnar. MynD SiGTryGGur Ari
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is