Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Qupperneq 36
Helgarblað 30. september–3. október 201628 Skrýtið Sakamál K evin Ray Underwood bjó árið 2006 í Purcell í Oklahoma í Bandaríkjun­ um. Purcell er, til upplýs­ ingar fyrir þá sem áhuga hafa, krummaskuð, staðsett nánast í miðju fylkinu og íbúafjöldi er um 6.000 manns. En hvað sem því líður þá hefst saga þessi 17. apríl, 2006, þegar full­ trúar bandarísku alríkislögreglunn­ ar, FBI, fundu lík Jamie Rose Bolin, 10 ára stúlku sem hafði verið sakn­ að í nokkra daga. Stúlkan fannst í plastkari í svefnherbergi Under­ woods, grillteinn og kjöthamar voru einnig í karinu. Ekki alveg heill á geði Underwood, þá 26 ára, var feiminn maður og sá sér farborða með því að vinna í matvöruverslun. Frítíma sínum varði hann mest fyrir fram­ an tölvuna og leyfði þá huga sín­ um – sennilega ekki alveg eðlileg­ um – að ráfa um lendur MySpace og Blogger. Mottó Underwoods þar var „Líkaðu það sem þér líkar, njóttu þess sem þú nýtur og láttu engan vaða yfir þig.“ Eitt sinn skrifaði hann á sína eig­ in bloggsíðu: „Ef þú værir mannæta hverju myndir þú klæðast við kvöldverð?“ Spurningu sinni svar­ aði hann sjálfur: „Húð aðalréttar gærkvöldsins.“ Kjörið fórnarlamb Sem fyrr segir hafði Jamie Rose verið saknað í nokkra daga. Hún hafði farið á bókasafnið og aldrei komið heim aftur. Sennilega var það meinleg óheppni að hún lenti í klónum á Underwood. Þannig var mál með vexti að hún bjó ásamt föður sínum í sama stigagangi og Underwood. Fyrir neðan þau feðginin bjó Underwood í félags­ skap gælurottu sinnar. Underwood ku hafa haft auga­ stað á fleiri nágrönnum sínum, en Jamie Rose var minnst og mest veikburða og því tilvalið fórnar­ lamb fyrir Underwood sem vildi kanna nánar þráhyggju sína varð­ andi mannakjöt. Matseld í bígerð Það þarf vart að taka fram að íbúar Purcell voru slegnir þegar tíð­ indin af verknaði Underwoods bárust þeim til eyrna. Við rétt­ arhöldin, í mars 2008, kom ýmis­ legt í ljós; Underwood hafði numið Jamie Rose á brott, lamið hana með skurðarbretti og síðan kyrkt hana með einangrunarlímbandi og ber­ um höndum. Í kjölfarið misþyrmdi hann líkinu kynferðislega og töldu sækjendur í málinu að hann hefði ætlað að sundurlima hana, tæma hana af blóði og síðan leggja sér til munns. Í sjálfu sér er sú hugmynd ekki fráleit í ljósi þess að Underwood hafði á bloggsíðu sinni lýst sér sem „einhleypum, dauðleiðum og ein­ mana“ manni sem átti „hættulega annarlegar“ fantasíur. Hve illur ertu? Underwood hafði verið á lyfjum vegna þunglyndis sem gerði vart við sig þegar stúlka sem hann var skot­ inn í lést í bílslysi. Þess má geta að stúlkan sú hafði ekki endurgoldið tilfinningar hans. En leiddar voru að því líkur að Underwood hafi verið ljóst að hug­ ur hans stefndi í óhugnanlegar átt­ ir þegar lyfjunum sleppti. Hann deildi undarlegum fréttum á netinu og einnig hafði hann tekið netpróf, Hve illur ertu?, og deilt niðurstöð­ unum. Skömmu áður en hann myrti Jamie Rose velti hann fyrir sér að hefja lyfjainntöku á ný en hætti við og velti þess í stað fyrir sér hvað hann kynni að gera af sér og hvað aðrir myndu hugsa. Þrátt fyrir allt virtist enginn í hans nánasta um­ hverfi velta þeirri spurningu fyrir sér. Dómur fellur Verjendur Underwood reyndu hvað þeir gátu til að tryggja honum vægan dóm. Þeir sögðu að auk geð­ sjúkdóma glímdi hann við félags­ fælni og kynferðisleg vandamál. Samkvæmt einni bloggfærslu Under woods var hann nánast hreinn sveinn, hvernig sem það er nú hægt. Hryllilegar myndir af vettvangi, kynlífsleikföng og einhvers konar fórnarhnífur voru ekki til að styrkja málflutning verjenda. Réttarhöldin voru stutt og það tók kviðdóm innan við klukku­ stund að komast að niðurstöðu um ótvíræða sekt Underwoods. Þann 3. apríl, 2008, fékk Underwood dauðadóm sem enn hefur þó ekki verið fullnægt. n S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is EinhlEypur, dauðlEiður og Einmana n Underwood var með mannakjöt á heilanum n Kvöldverður var í bígerð„Ef þú værir mannæta hverju myndir þú klæðast við kvöldverð? Fórnarlambið Jamie Rose Bulin fór á bókasafnið og kom aldrei heim aftur. Kevin Ray Underwood Lét að lokum undan annarlegum hugrenningum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.