Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2016, Side 39
Helgarblað 30. september–3. október 2016 Menning 31 bókarinnar er fullur af töfrum og lífs- gleði, en ekki allan tímann því þegar líður á söguna verður hún myrk og drungaleg. Löður daganna er bók sem hlýtur að gera lesandann nokkuð ringlaðan og er öðruvísi en eiginlega allar aðr- ar bækur. Þetta er bók sem krefur les- andann um athygli og hann á fullt í fangi með að fylgja höfundi eftir, og ekki hvað síst í þeim ótal orða- leikjum sem hann grípur til. Þar verður manni hugsað til íslenska þýðandans en þýðing á þessu verki hefur örugglega ekki reynst auðvelt verk. Friðrik Rafnsson hefur skilað sínu með prýði. Þetta er ekki bók fyrir þá sem hafa litla sem enga trú á mætti ímynd- unaraflsins. En fyrir alla hina er hún mikil upplifun. n Ein hæka á dag Ljóðin í bókinni eru hækur, af hverju? „Þetta var bara eitt af þessum skrýtnu verkefnum sem maður setur sér. Ég orti eina hæku á dag í mánuð. Ég fann fljótlega að form- ið átti vel við mig, fullnægði þörf í mér og mér fannst ég ná tökum á því, eða kannski það á mér. Það er frelsandi að vinna með ljóð sem eru ekki með rími og stuðlum, það er eins og að komast út und- ir bert loft. Bók- in er byggð upp sem hringrás, sólarhringur, árstíðarhringur og hringur mannsævinnar, en byggingin er alls ekki ströng, held- ur fljótandi og mér finnst það passa.“ Áttu þér ein- hverjar fyrir- myndir í hæku- gerð? „Held ég nefni Helga Hálfdanarson. Hann orti, undir ýmsum nöfnum, mjög fagrar og stundum flippaðar en alltaf alveg óhátíðlegar hækur, sem komu út í takmörkuðu upplagi fyrir nokkrum árum.“ Núllstilling á stílbrögðum Er ekki nokkuð mikil kúnst að yrkja samkvæmt hækuforminu? „Svo sem ekki. Þetta er einfalt form og því hæfir einföld hugsun, sem má samt ekki verða of flöt. Það er meðal annars íþróttin, að vera í námunda við flatneskjuna, en láta línurnar samt bera merkingu. Þá fá ljóðin sérstaka glóð. Atkvæðafjöldinn er alltaf samur, 5-7-5, það er að segja 5 atkvæði í fyrstu línu, 7 atkvæði í annarri línu og 5 atkvæði í þriðju línu. Um tíma reyndi ég að ráðast á formið og leysa það upp, fækka stundum at- kvæðum, sleppa þriðju línunni og svona. En þá bara dóu hækurnar í höndunum á mér. Maður heyrir stundum talað illa um hækur. Mér finnst það vera eins og að vera fuglaáhugamaður og vera mjög andvígur músarrindlum. Þetta er bara form og maður nær annaðhvort tökum á því eða ekki. Hækunni fylgir mikil núll- stilling á stílbrögðum. Mér hefur stundum hætt til að flúra mál mitt og hækan leyfir ekkert slíkt. Þar er kartafla bara kartafla og það er svo góð til finning að geta bara ort um kartöfluna og vegsamað hana. Það fylgir því kyrrð að búa til hæku. Maður er einn með hugsun sem maður raðar inn þessa litlu þríliðu. Allt hljóðnar í kringum mann. Þetta er viss tegund af hugleiðslu sem ég vona að skili sér. Þetta er framlag mitt til núvitundarfræðanna. Það ríkir jafnvægi og hugarró í þessari bók, sem ég þurfti sjálfur á að halda þegar ég var að gera þessar hækur.“ Kinkar kolli til Hannesar Péturssonar Náttúran er fyrirferðarmikil í þess- um hækum. Er þetta náttúran í þínu umhverfi á Álftanesinu? „Já, ég yrki um mitt nánasta um- hverfi. Fari svo ólíklega að einhver skrifi um þessar hækur einhvers staðar, þá er rétt að taka fram að það þarf ekki að kalla mig ljóðmælanda. Þetta er bara ég og fuglarnir, grösin og auðvitað kartöflurnar.“ Það má víða í bókinni finna stuttar tilvitnanir í þekktar vísur og ljóð okkar bestu skálda. Var það vandlega hugsað eða kom það af sjálfu sér? „Það kom bara sjálfkrafa, ég er ekkert að monta mig af því að hafa lesið einhver ljóð. Hausinn á manni er fullur af tilvísunum sem koma flögrandi. En svo kinka ég líka kolli til skálds sem gerði fræga bók um Álftanesið, og auðvitað ekki saman að jafna, en það er Hannes Péturs- son og Heimkynni við sjó.“ Heldurðu að það eigi ekki eftir að koma út fleiri ljóðabækur eftir þig? „Tja, kannski verður mér sagt að hunskast aftur inn í prósann og vera þar. Við sjáum til.“ n 20%afsláttur Hönnun mánaðarins PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler Hefur þú prófað blómadropa? Blómadropar tilheyra nýrri grein meðferða sem öðlast krafta sína frá lífskröftum blóma og jurta. Þeir eru fullkomlega öruggir, náttúrulegir og framleiddir við bestu hugsanlegu aðstæður af alúð, kærleika og vandvirkni. Sölustaðir: Heilsuhúsin í Rvk, Akureyri og Selfossi, Snyrtihofið Vestmanneyjum, Gló Fákafeni og Græn heilsa Ægisíðu 121. Erum á Facebook Gleði - Friður - Hamingja Nýjaland Sími 517 4290 nyjaland@gmail.com • www.nyjaland.is „Maður heyrir stundum talað illa um hækur. Mér finnst það vera eins og að vera fuglaáhugamaður og vera mjög andvígur músarrindlum. Þetta er bara form og maður nær annaðhvort tökum á því eða ekki. Ljóðið kom til mín Guðmundur Andri „Það ríkir jafn- vægi og hugarró í þessari bók, sem ég þurfti sjálfur á að halda þegar ég var að gera þessar hækur.“ MyNd SiGtryGGur Ari „Stundum er þetta verk eins og súr­ realískt málverk sem er á stöðugri hreyfingu. Snillingurinn Boris Vian Hann varð ekki langlífur, lést 39 ára árið 1959.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.