Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 2
Vikublað 4.–6. október 20162 Fréttir
HVAR ER SÓSAN?
Tvö brauð, ostur, buff og grænmeti nægja ekki til að gera góðan borgara.
Ef sósuna vantar er eins gott að sleppa þessu.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
V
erð á hefðbundnum burðar-
pokum úr plasti er um 93%
hærra í verslunum 10–11 en
gengur og gerist að jafnaði í
öðrum matvöru verslunum.
Einn burðarpoki kostar nú 55 krón-
ur í verslunum 10–11. Á sama tíma er
algengt verð á plastpokum 20 krónur
í öðrum verslunum, líka þeim sem
eiga aðild að Pokasjóði þar sem 7
krónur af hverjum seldum poka
renna til sjóðsins sem nýttur er til
styrktar góðum málefnum. 10–11 er
ekki aðili að sjóðnum og rennur því
hagnaður af sölu pokanna óskipt til
verslunarinnar. Poki er þó ekki það
sama og poki, segir forstjóri 10–11.
Viðskiptavinum sem keypt hafa
burðarpoka hjá 10–11 hefur mörg-
um brugðið þegar þeir sjá verðið,
hafi þeir þegið kassakvittun. Fæstir
gefa því gaum hvað plastpokar kosta
nú til dags þar sem þeir kosta jafn-
an svipað í flestum verslunum. Þó
að flestir séu meðvitaðir um að
verð í klukkubúðun-
um svokölluðu sé
oftar en ekki hærra
en gengur og gerist
í lágvöruverðsversl-
unum, þá virðist sú
álagning líka ná til
plastpokanna. Ýms-
ir þættir geta haft
áhrif á verðið, segir
Árni P. Jónsson, for-
stjóri 10–11, þegar
DV leitaði skýringa
á verðinu sem Árni
segir að hafi hækk-
að í ársbyrjun um 6
krónur.
Meiri gæði?
„Mér er auðvitað ekki kunnugt um
það hver álagningin er hjá öðrum.
En pokar eru ekki bara pokar – þar
skipta nokkrir þættir máli í því hvað
pokinn kostar s.s. þykktin á hon-
um, hvort hann sé heillitaður og svo
framvegis.“
Til samanburðar þá segir for-
maður Pokasjóðs í samtali við DV
að algengasta verðið á plastpokum
verslana, sem eiga aðild að sjóðn-
um, um 20 krónur. Verslanir Haga,
Samkaupa, ÁTVR, ýmis kaupfélög og
minni verslanir eru aðilar að Poka-
sjóði líkt og um 65 prósent af dag-
vörumarkaðinum á Íslandi. Af hverj-
um seldum poka þeirra verslana
renna 7 krónur í Pokasjóð. Með tilliti
til innkaupaverðs, virðisaukaskatts
upp á 4–5 krónur og rýrnun er ljóst
að álagning verslana er að jafnaði
ekki himinhá.
En það sem safnast síðan í Poka-
sjóð er notað til góðra málefna,
tækjakaupa á Landspítala m.a., og
svo má nefna að í desember í fyrra
afhenti stjórn sjóðsins Hjálparstarfi
kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur 20 milljónir króna til að
deila út til nauðstaddra fyrir jólin.
Svo dæmi sé tekið. En markmið
Pokasjóðs er þó að draga úr plast-
pokanotkun að sögn Bjarna Finns-
sonar, formanns sjóðsins, og því í
raun innan ákveðins fjölda ára að
leggja sjálfan sig niður.
Minna magn hærra verð
Verslanir 10–11, líkt og fjölmargar
aðrar verslanir, eru ekki aðilar að
þessum sjóði enda enginn skylda.
Plastpokar eru enda eingöngu vara
eins og hver önnur sem verslanir
selja. Hagnaður af álagningu rennur
þá til verslana eða í önnur verkefni
að þeirra vali. Bjarni bendir á að einn
möguleiki fyrir verslanir sem vilja að
dregið verði úr notkun plastpoka
sé einmitt hugsanlega með neyslu-
stýringu á borð við að hækka verðið
hraustlega. Á endanum hætti fólk þá
hugsanlega að kaupa plastpoka og
færi sig yfir í umhverfisvænni fjöl-
nota möguleika.
Ekkert kom fram í svari forstjóri
10–11 við fyrirspurn DV um slík
markmið verslunarinnar. Árni bend-
ir hins vegar á að annað sem skipti
máli líka, þegar litið sé til verðlagn-
ingar á plastpokum, sé magnið sem
keypt sé inn. Stærri innkaup þýði
hagstæðara verð.
„Þar erum við mun minni en
stóru aðilarnir hér á matvörumark-
aðnum.“
Bendir hann á að lítill burðar-
poki, minni en þeir sem fást í 10–11,
hjá 7/11 í Kaupmannahöfn kosti 4
danskar krónur, eða tæpar 70 krón-
ur íslenskar.
Það er því eitthvað fyrir neytend-
ur að hafa í huga næst þegar þeir
greiða fyrir plastpoka; að pokarnir í
10–11 eru um 35 krónum dýrari þar
en gengur og gerist að jafnaði. Ljóst
er þó að erlendir ferðamenn, sem
ætla má að séu stór hluti viðskipta-
vina verslana 10–11 að jafnaði, geri
sér ekki grein fyrir því. n
PlastPoki kostar
n 93 prósent dýrari en í flestum verslunum
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
55 krónur í 10–11
„Pokar
eru ekki
bara pokar
Ræða
sérframboð
Illa hefur gengið að ná sam-
bandi við Framsóknarmenn eftir
að flokksþingi flokksins lauk á
sunnudag. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir DV svöruðu fáir flokks-
menn síma eða skilaboðum og
þeir sem náðist í voru dulir í
svörum.
Ljóst er þó að mjög þungt
er í stuðningsmönnum Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar, sem laut í lægra haldi í for-
mannskosningunni fyrir Sigurði
Inga Jóhannssyni. Heimildir DV
herma meðal annars að rætt
sé af miklum þunga um þann
möguleika að blása til sérfram-
boðs undir forystu Sigmundar.
Blaðamaður reyndi ítrekað að ná
sambandi við Sigmund og skildi
eftir skilaboð þess efnis hjá að-
stoðarmanni hans en hafði ekki
erindi sem erfiði. Því er hvorki
hægt að segja af eða á um hvort
Sigmundur gæti hugsað sér slíkt
framboð.
Þá hefur DV heimildir fyrir
því að Framsóknarmenn sem
tekið hafa sæti á framboðs listum
séu nú að hugsa sinn gang.
Þannig birti Gunnar Kristinn
Þórðarson, sem skipaði fimmta
sæti á lista flokksins í Reykja-
víkurkjördæmi norður, færslu á
Facebook á sunnudag þar sem
hann greindi frá því að hann
hygðist segja sig frá sætinu og
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn
í kjölfar úrslita formannskosn-
inganna. Fleiri eru að velta hinu
sama fyrir sér, meðal annars
frambjóðendur í Suðvesturkjör-
dæmi.