Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Page 16
Vikublað 4.–6. október 201616 Fréttir Erlent
Þ
egar þriðjudagurinn 11.
september 2001 rann upp
var ekkert sem benti til
annars en að fram-
tíðin væri björt hjá
Stephanie DeSimone og
eiginmanni hennar, Pat-
rick Dunn. Hörmungarnar
dundu yfir síðar þennan
sama dag þegar Patrick lést
í árásum al-Kaída á varnar-
málaráðuneyti Bandaríkjanna,
Pentagon. Stephanie var komin sjö
mánuði á leið þegar Patrick lést.
Þingið tók fram fyrir hendur
forsetans
Nú, fimmtán árum eftir voðaverkin,
hefur Stephanie ákveðið að stefna yf-
irvöldum í Sádi-Arabíu vegna dauða
eiginmannsins. Stefnan er tilkom-
in vegna þeirrar ákvörðunar
Bandaríkjaþings í síðustu
viku að heimila þegnum
sínum að stefna erlend-
um ríkjum eða embætt-
ismönnum vegna hryðju-
verka. Áður hafði Barack
Obama Bandaríkjaforseti
hafnað því að fjölskyldur
fórnarlamba árásanna gætu
stefnt erlendum ríkjum, Sádi- Arabíu
í þessu tilviki, vegna hryðjuverkanna.
Bandaríkjaþing tók fram fyrir hend-
urnar á honum.
Báru ábyrgð að hluta til
Í stefnu sinni segir Stephanie að yfir-
völd í Sádi-Arabíu hafi að hluta til
borið ábyrgð á dauða eiginmanns
hennar. Í frétt CNN, sem fjallar um
málið, er vísað í stefnuna þar sem
kemur fram að Sádi-Arabar hafi út-
vegað al-Kaída birgðir á árunum
fyrir árásirnar. Þá hefðu Sádi-Arabar
vitað af yfirvofandi árásum hryðju-
verkasamtakanna á Bandaríkin. „Án
stuðnings frá konungsríkinu hefðu al-
Kaída samtökin ekki getað skipulagt
eða framkvæmt árásirnar 11. septem-
ber,“ segir í stefnunni.
Fer fram á ótilgreinda upphæð
Þá segir í stefnunni að Stephanie
og dóttir þeirra hjóna, sem í dag er
fimmtán ára, hafi orðið fyrir miklu
tilfinningalegu tjóni þegar Patrick
féll frá. Fer Stephanie fram á ótil-
greinda upphæð í bætur frá Sádi-
Aröbum vegna árásanna. Patrick,
sem starfaði fyrir bandaríska sjó-
herinn, var 39 ára þegar hann lést og
var hann jarðsettur í Arlington-graf-
reitnum í Virginíu-ríki.
Varaði við afleiðingunum
Sem fyrr segir ákvað bandaríska
þingið að taka fram fyrir hendurnar
á Barack Obama þegar synjun
hans var hafnað. Þetta er í fyrsta
skipti í forsetatíð Bandaríkjaforseta
sem slíkt gerist. Obama sagði að
ákvörðun þingsins gæti haft afdrifa-
ríkar afleiðingar í för með sér. Þannig
gætu samskipti Bandaríkjanna
og Sádi-Arabíu versnað en einnig
myndi sá möguleiki opnast að þegn-
ar annarra þjóða gætu stefnt Banda-
ríkjunum vegna aðgerða bandaríska
hersins á erlendri grund.
Leyniskýrsla gerð opinber
Fyrr á þessu ári var skýrsla gerð
opin ber sem sögð var sýna fram á
tengsl yfirvalda í Sádi-Arabíu við
árásirnar árið 2001. Einn þeirra sem
barðist mjög fyrir því að skýrslan
yrði gerð opinber, öldungadeildar-
þingmaðurinn fyrrverandi Bob
Graham spurði í fréttaskýringa-
þættinum 60 mínútur hvernig nítján
einstaklingar, þar af flestir með litla
sem enga menntun og auk þess ekki
enskumælandi, hefðu getað fram-
kvæmt jafn skipulögð hryðjuverk
og raun bar vitni. Síðar var hulunni
svipt af skýrslunni þar sem fram
kom að einhverjir þeirra sem stóðu
að árásunum hefðu verið í sam-
skiptum við – og þegið stuðning frá
– aðilum sem tengdust yfirvöldum í
Sádi-Arabíu. n
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
PLUSMIN OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
20%
kynningar-
afsláttur
Sérhönnuð
skjávinnugler
s vernda augun
Verið ávallt velkomin
Almar bakari
Bakarí og kaffihús Sunnumörk
Opið frá 7-18 mánudaga til laugardaga og sunnudaga frá 8-17
Brauðin í okkar handverksbakaríi fá rólega
og góða meðhöndlun. Þau eru kælihefuð í allt
að 18 tíma og því notum við engan viðbættan
sykur, minna salt og minna ger í hvert og
eitt brauð. Með þessari meðferð verða þau
bragðbetri og hollari. Nýjasta brauðið er
súrdeigsbrauðið sem er steinbakað og súrinn
lagaður af bakaranum. Það heitir Hengill og er
bragðmikið og öflugt brauð með þykkri skorpu.
stefnir sádi-aröbum
vegna 11. september
Stephanie DeSimone var komin sjö mánuði á leið þegar Patrick Dunn lést
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Barack Obama Varaði við afleiðingum þess
að þingið myndi heimila bandarískum þegn-
um að stefna erlendum ríkjum. MynD REutERS
Pat rick Var 39 ára þegar hann lést.
Tveimur mánuðum eftir árásirnar kom
dóttir hans í heiminn.
Pentagon Patrick Dunn var starfsmaður
bandaríska sjóhersins hjá varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna.
Stephanie DeSimon Hefur ákveðið
að stefna yfirvöldum í Sádi-Arabíu vegna
dauða eiginmanns síns.