Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Qupperneq 26
Vikublað 4.–6. október 201622 Skrýtið
E
f leitað er að orðinu spilling
í mexíkóskri orðabók er ekki
ólíklegt að við hlið þess sé
andlitsmynd af Arturo Dur-
azo Moreno, fyrrverandi lög-
reglustjóra Mexíkóborgar. Arturo
gegndi embætti lögreglustjóra á ár-
unum 1976 til 1982 en valdatíð hans
fer seint í sögubækurnar fyrir eftir-
tektarverðan árangur í baráttunni
gegn spillingu og glæpum.
Maðkur í mysunni
Arturo þénaði aðeins sem nemur 115
þúsund krónum á mánuði en þrátt
fyrir það lifði hann hátt – svo hátt
að menn töldu snemma að maðkur
væri í mysunni. Hann átti tvær glæsi-
villur, flott safn af ýmsum verðmæt-
um fornbílum auk þess að eiga fast-
eignir í Kanada og Bandaríkjunum.
Arturo átti sínar skuggahliðar; hann
var gjörspilltur, mokaði inn seðlum
á kókaínsmygli til Bandaríkjanna og
þáði mútur frá glæpamönnum sem
héldu þeim utan fangelsismúranna.
Handtekinn í Kostaríku
Það var samt ekki fyrr en nokkru eft-
ir að Arturo lét af embætti að hann
var handtekinn. Handtökuskipun
hafði verið gefin út á hendur honum
og þegar hann frétti af því flúði hann
land og ferðaðist milli fjölmargra
landa í Mið- og Suður-Ameríku.
Það var árið 1984 að bandaríska al-
ríkislögreglan, FBI, handtók hann í
Kostaríku. Tveimur árum síðar var
hann framseldur til Mexíkó þar sem
hann var dæmdur í 16 ára fangelsi
fyrir spillingu, fjárkúgun og mútu-
þægni. Honum var sleppt úr fang-
elsi af heilsufarsástæðum árið 1992
eftir að hafa setið á bak við lás og slá
í sex ár. Arturo lést í ágúst 2000, 76
ára gamall.
Lögreglumenn í byggingarvinnu
Meðfylgjandi eru myndir frá annarri
af glæsivillum Arturos í Zihuatanejo
í Guererro-héraði. Villan stendur í
fallegri hlíð og þaðan er óhindrað út-
sýni yfir Kyrrahafið. Sagan á bak við
það hvernig Arturo reisti villuna er
athyglisverð. Arturo er sagður hafa
fengið undirmenn sína, óbreytta
lögregluþjóna, í byggingarvinnu við
að byggja höllina. Þar sem höllin
stendur í töluverðum bratta þurftu
lögreglumennirnir að sinna líkam-
lega erfiðri vinnu og bera byggingar-
efni upp nokkurn bratta.
Arturo er sagður hafa haldið
fjölmörg teiti í villum sínum
þar sem hann bauð vinum og
vandamönnum sínum. Það voru
ekki bara vinir hans sem héldu þar
til því sagan segir að Arturo hafi
einnig boðið óvildarmönnum sín-
um og haldið þeim föngnum í höll-
inni. Þeim sem þorðu að slást – og
höfðu betur – við tígrisdýr, sem
Arturo hélt í búri í villunni, var
sleppt en hinir sem þorðu því ekki –
eða töpuðu – sneru ekki lifandi út af
lóðinni.
Ótrúlegar sögur af
stjórnarháttum
Þar með er ekki öll sagan sögð því
sögur af stjórnarháttum lögreglu-
stjórans eru æði skrautlegar. Þannig
er hann sagður hafa breytt skrif-
stofubyggingu sinni í hálfgert hóru-
hús þar sem vændiskonur komu
og fóru. Fjárhagur lögreglunnar í
í alla bíla
Varahlutir
Við einföldum líf bíleigandans
ÞITT BESTA VAL Í LITUM
HANNAH NOTAR
LIT 3-65
PALETTE DELUXE
NÚ MEÐ LÚXUS
OLEO-GOLD ELIXIR
GERÐU LIT
AÐ LÚXUS
FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ*
NR. 1 Í EVRÓPU
NÝTT
LeikvöLLur spiLLta
LögregLustjórans
n Arturo Durazo
Moreno var lögreglu-
stjóri í Mexíkóborg
n Var besti vinur
forsetans sem barn
og lét hann um að
vinna heimanámið
Arturo Fór
sínar eigin
leiðir í valda-
tíð sinni.