Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 38
Vikublað 4.–6. október 201634 Fólk GlerborG Mörkinni 4, reykjavík | SíMi 565 0000 | www.GlerborG.iS L eikritið Horft frá brúnni eftir Arthur Miller var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina og var margt um manninn á sýn­ ingunni eins og sjá má á með­ fylgjandi myndum. Horft frá brúnni er almennt talið eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinn­ ar en það segir frá örlögum alþýðu­ fólks í hafnarhverfi í New York. Þetta er verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna, eins og segir á vef Þjóðleikhússins. Leikstjóri sýningarinnar heitir Stefan Metz og hefur hann starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu. Hann setti upp verkið Eldraunin í Þjóðleikhúsinu nýverið en það verk er einnig eftir Arthur Miller. Einvala lið leikara kemur fram í Horft frá brúnni. Má þar nefna Arnar Jónsson, Hilmi Snæ Guðnason, Láru Jóhönnu Jónsdóttur, Snorra Engil­ bertsson og Baltasar Breka Samper. n Örlög alþýðufólks í Þjóðleikhúsinu Leikverkið Horft frá brúnni var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina Flott saman Bergsteinn Sigurðsson útvarpsmaður og Vigdís Másdóttir leikkona. Góðir vinir Ari Matthías­ son þjóðleik­ hússtjóri og Kristbjörg Kjeld leikkona voru í góðu skapi á frum­ sýningunni, enda engin ástæða til annars. Flott hjón Lísa Charlotte Harðardóttir og Sigurður Sigurjónsson sýndu sig og sáu aðra í Þjóðleikhúsinu um helgina. Sigurður leikur sem kunnugt er í einleikn­ um Maður sem heitir Ove. Órakaðir og fínir Leikararnir Friðrik Friðriksson og Gunnar Hansson voru brosmildir á frumsýningunni. Báðir skarta þeir myndarlegu skeggi. Sæt saman Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, og Sveinn Andri Sveins­ son lögmaður ljómuðu á frumsýningunni um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.