Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2016, Síða 40
Vikublað 4.–6. október 2016 78. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Allt fyrir veisluna Veislusalir • Fundarsalir • Sýningarsalir • Íþróttasalir • Veisluþjónusta • Veitingastaðir Skemmtikraftar - Tækjaleigur - Veislustjórar - Veislutjöld - Tónlistarmenn - Dúkaleiga - Blóm og skreytingar - Veislubakkar - Barnaafmæli Var það hrút- skýrt fyrir honum? Logi lærði hrútaþukl n Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson var kynnir á Hrútadeginum 2016 sem haldinn var á Raufarhöfn um síðustu helgi. Logi fékk þar kennslu í hrútaþukli og fylgdist með rún- ingsköppum sýna réttu tökin. Herlegheitin enduðu svo með hrútauppboði og vali á kótelettu- hrútnum sem Kótelettufélagið stóð fyrir. Logi mætti svo um kvöldið í fé- lagsheimili þorpsins til að kynna dagskrá Hrútadagsballsins og að sögn viðstaddra var augljóst að borgarbarnið skemmti sér vel. Bíður eftir staðfestingu Guinness á heimsmeti Sigríður Ýr keyrði 2.300 kílómetra leið á „pocket“-mótorhjóli um Bandaríkin Þ etta var ólýsanlegt ævintýri. Núna þurfum við að ganga frá öllum gögnum sem senda þarf inn til Guinness og í kjöl- farið fáum við heimsmetið að öll- um líkindum staðfest,“ segir ævin- týrakonan Sigríður Ýr Unnarsdóttir. Eins og DV greindi frá í ágúst þá var Sigríður Ýr í óðaönn að skipuleggja heimsmetstilraun í akstri svokallaðra „pocket“-mótorhjóla um Bandarík- in ásamt þarlendum vinum sínum, Mike Reid og Chris Fabre. Slík hjól eru að stærð sem henta myndi átta ára barni og akstur þeirra á götum er ólöglegur víða í Bandaríkjunum. Þremenningarnir þurftu því að haga ferðalaginu þannig að keyrt væri um ríki þar sem engar slíkar reglur gilda. „Hnén voru nánast upp að öxlum“ Þau lögðu af stað frá Middletown í Ohio til bæjarins Mescalero í Nýju- Mexíkó, alls um 2.300 kílómetra leið. „Ferðalagið tók 12 daga í heildina. Við keyrðum að meðaltali í átta klukku- stundir á dag og meðalhraðinn var 55 kílómetrar á klukku- stund. Það kom sér vel að ég hef bakgrunn úr jóga enda líkamsstaðan frekar óþægileg á hjólun- um. Hnén voru nánast upp að öxlum,“ segir Sig- ríður Ýr. Bíll fylgdi þeim eftir alla leiðina og var hann merktur í bak og fyrir þannig að ekki léki vafi á að um heimsmetstilraun var að ræða og vakti því föruneytið talsverða eftirtekt. „Guinness krefst mjög ná- kvæmra skráninga og því vorum við með tvö staðsetningartæki í gangi, ásamt þremur upptökuvélum. Við þurftum að skrá niður alls kyns upp- lýsingar, daglegan mílufjölda, tíma- setningar á pásum sem teknar voru sem og finna tugi vitna til þess að skrifa undir pappírana, eins og bæjar- stjóra, lögregluþjóna og aðra opin- bera starfsmenn,“ segir Sigríður Ýr. Beit á jaxlinn Hún hafði aldrei sest á pocket- mótor hjól áður en heimsmets- tilraunin hófst. Til að byrja með gekk ferðalagið þó eins og í sögu. „Við ákváðum að taka einn frídag vegna góðs gengis. Daginn fyrir hann rann ég til í lausamöl og féll til jarðar með þeim afleiðingum að ég meiddist illa á vinstra hné og tognaði á öxl,“ segir Sigríður Ýr. Hún var lögð inn á sjúkrahús til aðhlynningar þar sem henni var tjaslað saman. Ekki kom þó til greina að láta heimsmetstilraun- inni lokið og nokkrum klukkustund- um síðar var hún mætt aftur á hjólið smáa. „Síðustu dagarnir reyndu tals- vert á. Sárið rifnaði upp og sársauk- inn var mikill. En ég bruddi bara verkjatöflur og beit á jaxlinn,“ segir Sigríður Ýr. Á áfangastað komust vinirnir á tilskildum tíma þann 17. september síðastliðinn. „Við enduðum þessa heimsmetstilraun á Mótor hjólarallinu „Golden Aspen“ þar sem tekið var á móti okkur með hátíðlegri athöfn. Við vorum titluð heiðursgestir og leyst út með viður- kenningu og ýmsum gjöfum,“ segir Sigríður Ýr. n bjornth@dv.is Vígaleg Hópurinn í þann mund að leggja af stað frá Middletown í Ohio. Sjálfa Sigríður Ýr bregður á leik á meðan liðsfélagarnir ráða ráðum sínum. +12° +8° 13 8 07.43 18.49 22 Barcelona Berlín Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Helsinki Istanbúl London Madríd Moskva París Róm St. Pétursborg Tenerife Þórshöfn Miðvikudagur 21 12 °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C °C 10 8 10 7 15 15 20 14 13 19 9 23 12 14 11 11 10 7 22 16 13 19 8 23 11 11 20 V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u V i n d u r í m /s H i t i á b i l i n u Mið Fim Fös Lau Mið Fim Fös Lau EgilsstaðirReykjavík Stykkishólmur Patreksfjörður Ísafjörður Blönduós Akureyri Húsavík Mývatn Höfn Kirkjubæjarklaustur Þingvellir Hella Selfoss Vestmannaeyjar Keflavík 9.3 12 4.7 9 6.1 10 5.4 8 7.0 13 3.6 9 1.5 11 3.8 8 15.0 11 4.8 10 8.4 10 5.3 8 2.8 7 0.6 12 0.7 8 0.8 7 6.6 10 6.9 14 6.1 11 5.6 10 16.0 11 6.2 10 11.0 9 6.1 9 10.3 9 3.4 8 6.4 11 4.7 7 7.0 8 2.4 8 5.6 11 3.3 7 11.8 11 4.5 9 9.1 11 6.8 8 9.0 11 3.8 8 8.9 10 5.8 7 uppLÝSingar frá VEdur.iS og frá yr.no, norSku VEðurStofunni Haustflug Lausar þakplötur öðlast flugeiginleika í haustlægðum. mynd Sigtryggur ariMyndin Veðrið Skúrir víða um land Sunnan og suðaustan 8–13 m/s og skúrir, en bjartviðri norðaustan til. Hiti 8 til 12 stig, hlýjast norðaustanlands. Þriðjudagur 4. október Reykjavík og nágrenni Evrópa Þriðjudagur Sunnan og suðaustan 8–13 m/s og skúrir, en bjartviðri norðaustan til. Hiti 8 til 12 stig. 79 6 9 108 99 810 710 610 810 88 10 10 6.6 9 8.0 13 6.0 10 5.7 8 4.5 11 6.0 13 3.0 12 3.9 9 7.2 9 7.5 11 9.5 9 3.2 9 3.8 11 4.6 11 4.5 10 4.1 9 22.0 10 6.7 10 18.7 10 10.8 9 8.6 10 9.3 11 6.6 10 9.3 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.