Fréttablaðið - 24.02.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 24.02.2017, Síða 30
Þórdís æfði fimleika hjá Gerplu frá átta ára til sautj- án ára aldurs en hætti sökum meiðsla í baki. Hún var í sjúkraþjálfun um tíma en haustið 2014 langaði hana að fara að æfa á ný. „Mig langaði prófa eitthvað nýtt og fór í pole fitness. Í lok námskeiðsins var boðið upp á prufutíma í Lyru, sem er kennd á sama stað. Ég hafði enga hugmynd um hvað það var en heill- aðist strax. Í kjölfarið skipti ég yfir í Lyru og hef æft hana síðan.“ Með tímanum fór Þórdís að hlaupa í skarðið fyrir Lyru-kennarann sinn og í febrúar í fyrra var hún beðin um að taka að sér hluta kennslunn- ar. Þórdís, sem er á tuttugasta ald- ursári, segir gaman að fá tækifæri til að starfa við sitt helsta áhugamál „Mér finnst líka mjög skemmtilegt að geta miðlað af reynslu minni til annarra og sjá nemendur taka fram- förum.“ Lyra er í raun loftfimleikar þar sem iðkendur gera æfingar og kúnst- ir í misstórum hringjum sem hanga í loftinu. Kúnstirnar er svo hægt að tengja saman í rútínu eða eins konar dans. Byrjendur þurfa að sögn Þór- dísar hvorki að búa yfir liðleika né styrk og æfingarnar henta fólki á öllum aldri. „Styrkurinn er hins vegar fljótur að koma og flestir finna mikinn mun á sér strax eftir fyrsta námskeið, enda talsvert átak að kom- ast upp í hringina, halda sér þar og gera kúnstir. Ég myndi því segja að þetta væri mjög góð líkamsrækt,“ segir Þórdís. Helsti kostur Lyru er að sögn Þór- dísar hversu hratt iðkendur byggja upp styrk. „Fólk finnur oft mun á sér á milli tveggja tíma. Hún segir iðkendum stundum finnast óyfirstíganlegt að ná tilteknu „trikki“ en fimm æfingum síðar er það komið. „Íþróttin reyn- ir á alla vöðva líkamans án þess að fólk sé að spá í það sér- staklega og allt í einu eru það komið með þann styrk sem þarf.“ Þórdís segir Lyru fyrir alla, konur jafnt sem karla. Hún segir iðkendur með mjög mismunandi bakgrunn. Sumir hafa verið mikið í íþróttum og aðrir ekki. „Ég hef bæði verið með stráka og stelpur og fólk upp í fimmtugt sem hefur náð svaka- legum árangri.“ En er þetta hættuleg íþrótt? „Nei, ég myndi ekki segja að þetta væri hættulegra en annað. Auðvitað er hægt að slas- ast í Lyru ei ns og öðru en það er mjög sjaldgæft að iðkendur detti úr hringj- unum. Þeir byggja upp get- una jafnt og þétt og hafa náð upp nauðsynlegum styrk og liðleika þegar þeir eru farnir að komast upp í hringina með auðveldum hætti. Þeir gera svo ekki erfiðari kúnstir en líkaminn ræður við hverju sinni. Sjálfri finnst Þórdísi skemmti- legast að læra nýjar kúnstir, tengja saman í skemmtilega rútínu og sýna, en reglulega eru haldnar sýningar í Eríal Pole. „Einu sinni tók ég líka þátt í Great Gatsby sýningu í Gamla bíói sem var mjög skemmtilegt.“ Hún segir erfiðara en margur heldur að sýna fimm mínútna rútínu en alltaf jafn gaman. Þórdís er í MR og stefnir á að út- skrifast af náttúrufræðibraut 1 í vor. Hún stefnir á háskólanám og hefur mestan áhuga á líffræði. „Ég er þó ekki búin að ákveða neitt og ætla að byrja á fara í heimsreisu með kær- astanum mínum. Ég ætla svo að sjálf- sögðu að halda áfram að sinna Lyr- unni enda með því skemmtilegra sem ég geri.“ Krishna Das hefur fært jógatónlistina út úr jógasölunum og inn í tónlistarhallirnar og er orðinn þekktur sem rokkstjarna jóganna. Hann mun spila í Hörpu þann 21. júní nk. Þórdísi finnst skemmtilegast að læra nýjar kúnstir, tengja saman í rútínu og sýna. MYND/NiNa ReeD Þórdísi finnst gaman að miðla af reynslu sinni og sjá nemendur taka framförum. MYND/stefáM styrkurinn kemur fljótt Þórdís Daníelsdóttir kennir Lyru eða loftfimleika hjá Eríal Pole. Hún var sjálf að æfa Lyru en leiddist út í kennslu og finnst frábært að geta starfað við áhuga- málið. Hún segir iðkendur öðlast mikinn styrk sam- hliða því að læra alls kyns kúnstir og að margir finni mun á milli tíma. Vera einarsdóttir vera@365.is Æfingarnar henta fólki á öllum aldri og iðkendur hafa mismunandi bakgrunn. MYND/stefáM MYND/MaRÍNÓ fLÓVeNt Krishna Das hefur fært jógatónlist- ina út úr jógasölunum og inn í tónlist- arhallirnar og er orðinn þekktur sem rokkstjarna jóganna. Marga hefur lengi dreymt um að fara á tónleika með honum og nú gefst tækifærið því Krishna Das hefur ákveðið að koma til Íslands á tónleikaferð sinni Kirt- an Wallah Europe Tour 2017. Kirtan Wallah þýðir sá sem kyrj- ar eða „the one who chants“. Krishna Das var nemandi and- lega kennarans Ram Dass og hitti svo meistarann sinn, Neem Karoli Baba eða Maharaj-ji, á Indlandi þegar hann var ungur maður. Maharaj-ji sagði honum að fara aftur til Am- eríku og þjóna fólki og Krishna Das fann leiðina til þjónustu í gegnum tónlistina. Möntrurnar hans snerta innsta streng í hjarta hlustandans og áhrifin verða enn sterkari við það að syngja eða kyrja með honum. Krishna Das spilar á harmóníum og með honum er slagverksleikarinn Arjun. Miðasala er hafin á harpa.is og tix.is. Í boði er að sitja í sæti eða á eigin púða á gólfinu. Rokkstjarna jóganna – Krishna Das Krishna Das heldur kritan-tónleika í Norðurljósasal Hörpu á sumarsólstöðum þann 21. júní. Krishna Das heldur kritan-tónleika í Norðurljósasal Hörpu 21. júní. HeiLsa og feguRð Kynningarblað 24. febrúar 20174 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -5 0 A 4 1 D 1 3 -4 F 6 8 1 D 1 3 -4 E 2 C 1 D 1 3 -4 C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.