Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2017, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 24.02.2017, Qupperneq 40
„Við tókum þátt í fyrsta sinn í fyrra og vorum þá alveg glænýtt veitinga­ hús. Það var ekki spurning um að taka aftur þátt í ár enda er Food and Fun mjög skemmtilegt fram­ tak og brýtur upp það sem við erum að gera dagsdaglega,“ segir Mar­ grét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Bryggjunni Brugghúsi við höfnina í Reykjavík. „Í fyrra fengum við kokk frá Svíþjóð en í ár förum við í allt aðra átt en við fáum kokk frá suðurríkjum Bandaríkjanna, Louis­ iana,“ upplýsir Margrét og er spennt fyrir komu Nathans Richard sem er yfirkokkur á Kingfish Kitchen & Cocktails í New Orleans. „Við höfum verið að vinna með honum að matseðlinum sem verð­ ur í boði frá miðvikudegi og fram á sunnudag í næstu viku. Þar verð­ ur boðið upp á skemmtilega blöndu af íslensku hráefni í suðurríkjabún­ ingi,“ segir Margrét en Richard hefur mikla ástríðu fyrir pylsugerð og kjötiðn sem hann lærði af bestu slátrurum Evrópu í Frakklandi og á Ítalíu. Þessa ástríðu verður vel hægt að merkja á Food and Fun matseðli Bryggjunnar en þar má finna nokkra af uppáhaldsréttum Richards á borð við tasso­skinku og andouille­pylsu. „Nathan Richard mun vinna töluvert með íslenskt hráefni í upp­ skriftunum. Til dæmis mun hann nota hrossakjöt í staðinn fyrir krókódílakjöt í einn réttinn og svo mun hann vinna töluvert með gæs,“ segir Margrét, en hann mun þó sjálfur koma með humar frá Louisi­ ana, svokallaðan crawfish. „Það er mjög skemmtilegt fyrir okkur að stokka upp starfið þessa daga sem Food and Fun stendur yfir enda rosalega gott fyrir alla að breyta til. Það er gaman að fá fersk­ an mann inn sem allir geta lært af og frábært fyrir nemana okkar að vinna með manni sem kemur að utan og er með allt aðra nálg­ un en við. Þá kunna gestir okkar líka að meta að fá að prófa nýja og skemmtilega rétti,“ segir Margrét og telur fullvíst að matseðill Bryggj­ unnar þessa vikuna sé töluvert öðruvísi en á öðrum veitingastöð­ um sem taka þátt í Food and Fun. Íslenskt Í suðurrÍkjastÍl Eldhús Suðurríkja Bandaríkjanna mætir íslenskum hráefnum á Bryggjunni Brugghúsi á Food and Fun í næstu viku. Gestakokkurinn er Nathan Richard, yfirkokkur Kingfish Kitchen & Cocktails í New Orleans. Matar­ og skemmtihátíðin Food and Fun er orðinn ómissandi við­ burður á hverjum vetri þegar sól tekur að hækka á lofti. Erlendir gestakokkar sjá um að gæla við bragðlauka borgarbúa á betri veit­ ingahúsum borgarinnar þar sem fjögurra rétta máltíð fæst á sama verði á hverjum stað. Halldór hefur séð um að teikna auglýsingaefni tengt hátíðinni en segist aðeins vera leikmaður þegar kemur að matreiðslu. Honum finnst þó fátt betra en að njóta góðs matar og segir Food and Fun kærkomið tækifæri til að smakka nýja rétti. „Þetta er virkilega góður kostur, ekki síst ef maður er heppinn, þá getur maður feng­ ið ótrúlega flotta máltíð á sann­ gjörnu verði. Það er eins og að detta í lukkupottinn að fá fyrsta flokks kokk til að elda. Margir þeirra leggja mjög mikinn metn­ að í þetta og matseðillinn getur verið afar metnaðarfullur. Ég hef smakkað ótrúlegasta mat þarna,“ segir Halldór. Oft er matreiðslan á Food and Fun óhefðbundin og ólík því sem við eigum að venjast. „Yfirleitt er þó um að ræða mjög fínan mat. Mér finnst áberandi að kokkarn­ ir eru spenntir fyrir íslensku hrá­ efni og matreiða það á nýstárlegan hátt sem tengist þeirra pælingum í matreiðslu. Þeir taka eitthvað ís­ lenskt og hefja upp í hæðir sem við erum ekki vön.“ Halldór er sannfærður um að Food and Fun hafi jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu. „Þetta hlýtur að veita öðrum innblástur og skilja eitthvað eftir,“ segir hann og bætir við að sér finnist hátíð­ in lífga upp á borgina. „Það er svo mikil gleði í kringum hana og lagt upp úr að þetta sé skemmtilegt. Reykjavík verður dálítið djass­ aðri á meðan Food and Fun stend­ ur yfir.“ Dettur stunDum Í lukkupottinn Halldór Baldursson teiknari hefur verið svo heppinn að undanfarin ár hefur hann átt þess kost að njóta ljúffengra veitinga á Food and Fun hátíðinni. Hann telur hátíðina setja skemmtilegan svip á borgina á meðan hún stendur yfir. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Þeir taka eitthvað íslenskt og hefja upp í hæðir sem við erum ekki vön,“ segir Halldór um erlendu kokkana. Bryggjan Brugghús stendur við höfnina og útsýnið þaðan er afar skemmtilegt. Skemmtileg stemning er á Bryggjunni Brugghúsi.Á Bryggjunni er bruggaður bjór. Margrét Ríharðsdóttir, yfirkokkur á Bryggjunni Brugghúsi. FooD & Fun matseðill Lystauki / Amuse Bouche Fyllt „beignet“ með Louisiana-humri Gouda pimento, „comeback“ sósu, kjarnaldins-sykri Hrossa- & gæsa-gumbo Hrossa-andouille pylsa, gæsabringa, hrísgrjón Gnarly head authentic red Rauðbauna- og hrísgrjóna- hjúpuð hörpuskel Beikon, vorgræna, kex Finca Las Moras Pinot Grigio Humar og korn Humar, korn, „grillade“-sósa, reykt Tasso-skinka Zorzal Terroir Unico Chardonnay Hægeldað lamb Lambaskanki, rótargrænmeti, kornbrauðs-dumplings Portia Prima Ribera Del Duero Í lokin / In the end „Banana’s Foster“ Brauðbaka með pekan-pralín-sósu Hardy Pineau des Charantes Matseðill / Menu 8.500 kr. Með völdum vínum / With selected wines 17.000 kr. 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö S T U D a G U r8 f ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ i ∙ l í f S S T í l l 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -7 D 1 4 1 D 1 3 -7 B D 8 1 D 1 3 -7 A 9 C 1 D 1 3 -7 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.