Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 4
Makita rafhlöðugarðverkfærin eru ýmist fyrir eina eða tvær
18 v rafhlöður – sömu rafhlöður og eru í öðrum Makita 18 v
rafhlöðuverk færum – og þeim fylgir hraðhleðslutæki.
Makita rafhlöðuverkfærin er þekkt fyrir gæði og endingu.
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum
l Hekkklippur l Keðjusagir l Sláttuorf l Grasklippur l Greinaklippur l Blásarar
RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Viðskipti Fasteignasalar sem Frétta
blaðið ræddi við eru sammála um
að finna fyrir hægari hækkun fast
eignaverðs undanfarnar vikur.
Opinberar tölur sína þó ekki kólnun
á markaðnum.
„Við sjáum ekkert út frá opin
berum veltutölum um kaupsamn
inga sem gefa til kynna kólnun á
markaðnum. En það gæti verið að
það eigi eftir að koma fram. Það hafa
verið það miklar verðhækkanir að
undanförnu að það er eðlilegt að
þær haldi ekki áfram með sama
hraða,“ segir Una Jónsdóttir, hag
fræðingur hjá Íbúðalánasjóði.
„En yfirlýsingar um að verðtoppi
sé náð, hvort sem þær eru réttar
eða ekki, hafa áhrif á væntingar á
markaði. Það getur leitt til þess að
framboð eykst ef fólk sem hefur
setið á íbúðum sínum sér hag sinn í
því að bjóða þær íbúðir fram núna.
Á sama tíma gæti eftirspurnin hægt
á sér því margir voru að drífa sig að
kaupa áður en toppnum yrði náð.
En þetta er eitthvað sem við eigum
eftir að sjá hvort gerist,“ segir Una.
Ingibjörg Þórðardóttir, fasteigna
sali og fyrrverandi formaður Félags
fasteignasala, segir að skjálfti hafi
komið á markaðinn upp úr áramót
um þegar rosalegum hækkunum var
spáð á fasteignaverði.
„Fólk var að drífa sig að kaupa og
verða á undan verðhækkunum. Svo
hefur þetta róast aftur og það hefur
verið minna framboð.“ Hún telur að
einhverjir hafi beðið með að setja
eignir á markað vegna hækkanna.
Hún bendir þó á að nú hægist
um á markaði fram yfir verslunar
mannahelgi. Fólk sé í fríi og að
hugsa um annað en fasteignakaup.
„Þetta er mín upplifun að mark
aðurinn sé að róast og ég segi bara
sem betur fer. Þetta var orðið stress
ástand á markaðnum. Þetta var
tímabundið ástand og mér finnst
það hafa jafnað sig," segir Ingibjörg.
saeunn@frettabladid.is
Jafnvægi að nást á markaði
Vísbendingar eru um að nú hægi á hækkunum á fasteignamarkaðinum hér á landi. Fyrrverandi formaður
Félags fasteignasala telur að sveitarfélögin muni koma með húsnæðismálaútspil í aðdraganda kosninga.
Ingibjörg Þórð-
ardóttir bendir
á að margar
nýbyggingar
séu í vændum.
FréttablaðIð/GVa
Kosningar hafi áhrif á markaðinn
Ingibjörg bendir á að það eru margar nýbyggingar í
undirbúningi sem hafi áhrif á fasteignaverð, einnig hafi
húsnæðisstefna sveitarfélaganna það líka.
„Í ljósi þess að það styttist í kosningar verða þau
að vera með eitthvað útspil og koma með lóðir og
stefnur í þessum húsnæðismálum. Það verður að
byggja í úthverfum eins og alls staðar er gert því þar eru
ódýrari lóðir. Þetta er lögmál hvar sem þú ert staddur í heiminum."
„Það að byggja áfram í Úlfarsárdalnum til dæmis er mjög gott og gefur
kannski þeim sem vilja reyna að komast inn á markaðinn tækifæri. Þegar
framboðið eykst þá næst meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda.
Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, hefur verið eftirbátur hinna sveitar-
félaganna, en nú eru þeir loksins að hysja upp um sig buxurnar."
ReykjaVíkuRboRg Hækkun leigu
verðs Félagsbústaða tekur gildi þann
1. ágúst næstkomandi. Hækkunin á
leigu hjá Félagsbústöðum er fimm
prósent en sértækur húsnæðis
stuðningur hjá Reykjavík hækkar á
sama tíma, mismunandi mikið eftir
einstaklingum, þannig að til samans
leiða þessar breytingar til þess að
greiðslubyrði leigutaka hjá Félags
bústöðum helst að jafnaði óbreytt.
Félagsbústaðir voru reknir með
miklum hagnaði á síðasta ári, en
hann má að langstærstum hluta
rekja til hækkunar á fasteignaverði.
Ekki stendur til að innleysa þennan
hagnað með sölu eigna eða aukinni
skuldsetningu. Stefna Félagsbústaða
er að fjölga íbúðum og mæta þannig
þeirri miklu eftirspurn sem er eftir
húsnæði hjá félaginu. – sg
Leiga íbúða
hækkar um
fimm prósent
HeilbRigðismál „Mér finnst ekki
spurning að eigi að prófa sykur
skattinn aftur á Íslandi. Það er líka
mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi
þeirra staðreynda sem blasa við
um tengda sjúkdóma og annað,“
segir Guðrúnar Magnúsdóttur
hjúkrunarfræðings. Hún skrifaði
meistararitgerð í lýðheilsufræðum
við læknadeild Háskóla Íslands sem
ber titilinn Skattlagning og niður
greiðsla matvæla – Áhrif á neyslu
hegðun.
Um er að ræða kerfisbundið yfir
lit (e. systematic review) á öðrum
rannsóknum sem hafa verið gerðar
um skattlagningu og niðurgreiðslu
matvæla. Yfirlitið bendir til þess að
breytingar á matvælaverði hafi álíka
áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra
matvæla hvort sem skattlagningu
og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins
vegar þurfa verðbreytingar að
nema að lágmarki fimmtán til tutt
ugu prósentum svo það skili sér í
breyttri neysluhegðun.
Þá benda niðurstöður einnig til
þess að því meiri sem verðbreyt
ingin er því líklegra er að það hafi
áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla
hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á
kauphegðun.
Guðrún segir ástæðu þess að hún
hafi rannsakað þetta viðfangsefni
vera að hún hafi mikinn áhuga á
lýðheilsu og hvernig þetta tengist
ójöfnuði í samfélaginu.
„Þeir sem eru tekjumeiri kaupa
hollari mat en þeir sem hafa minna
milli handanna. Þetta tengist
kannski frekar ójöfnuði en ein
hverju öðru.“
Að mati Guðrúnar er þörf á frek
ari rannsóknum á Íslandi og ann
ars staðar á þessu. „Helst einhverjar
íhlutandi slembirannsóknir til að
fá marktækari niðurstöður og sjá
hvort þetta hafi áhrif almennilega,
en það bendir allt til þess,“ segir
Guðrún.
Hún telur að þörf sé á að láta
reyna á sykurskatt aftur hér á landi.
„Í fyrsta lagi var sykurskatturinn
bara í ár og framleiðendur og birgjar
voru búnir að kaupa mjög mikinn
sykur fyrirfram, þannig að þetta
bitnaði eiginlega ekki á framleið
endum og þetta hafði ekki áhrif á
neytendur því þeir skattlögðu of
lágt. En þetta skilaði næstum millj
arði til ríkisins.“
Guðrún telur að til framtíðar
mætti skattleggja sykruð matvæli,
sem og önnur óholl matvæli, og
nýta fjármagnið til að niðurgreiða
holl matvæli, til dæmis grænmeti og
ávexti, og fræða neytendur. – sg
Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn hér á landi
Guðrún Magnús-
dóttir hjúkrunar-
fræðingur
efnaHagsmál Evrópski seðlabank
inn spáir auknum hagvexti á evru
svæðinu á nætu misserum, en hefur
þó ákveðið að halda stýrivöxtum
óbreyttum.
BBC greinir frá því að bankastjóri
bankans, Ítalinn Mario Draghi, hafi
gefið í skyn að ekki væri ástæða til
að lækka stýrivexti meira í náinni
framtíð.
Seðlabankinn spáir 1,9 prósenta
hagvexti á evrusvæðinu árið 2017,
en í mars var því spáð að vöxturinn
myndi nema 1,8 prósentum.
Evrópski seðlabankinn hækkaði
einnig hagvaxtarspá sína fyrir næsta
ár úr 1,7 prósentum í 1,8 prósent
og spáir 1,7 prósenta hagvexti árið
2019. – sg
Spá meiri
hagvexti á
evrusvæðinu
Það hafa verið það
miklar verðhækk-
anir að undanförnu að það
er eðlilegt að þær
haldi ekki
áfram með
sama hraða
Una Jónsdóttir,
hagfræðingur hjá ÍLS
1 2 . j ú n í 2 0 1 7 m á n u D a g u R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
1
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
E
-3
0
8
0
1
D
0
E
-2
F
4
4
1
D
0
E
-2
E
0
8
1
D
0
E
-2
C
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K