Fréttablaðið - 12.06.2017, Qupperneq 8
Í Rekstrarlandi fæst úrval af ræstivörum fyrir öll heimilisþrif; pappírsvörur og plastpokar, Nilfisk ryksugur,
margar gerðir af gasgrillum og ýmsar gas- og grillvörur. Rekstrarland er einnig með mikið af heilbrigðisvörum,
náttúruvænar bleiur og ýmsar vörur tilheyrandi umönnun barna.
REKSTRARVÖRUR FYRIR HEIMILIÐ
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Opið alla virka daga kl. 9–18
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 172462
sólgleraugum
Úrval af
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
S:587 2123
FJÖRÐUR
S: 555 4789
Efnahagsmál Vöxtur einkaneyslu
reyndist sjö prósent á fyrsta árs-
fjórðungi. Frá fjórða ársfjórðungi
2015 hefur vöxturinn legið á bilinu
5,7 prósent til 7,7 prósent og meðal-
talið verið 6,7 prósent. Vöxturinn á
fyrsta fjórðungi nú er því ívið yfir því
meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri
Hagsjá Landsbankans.
Í henni segir að vöxtur einka-
neyslu komi ekki á óvart. Hann sé í
samræmi við nýja hagspá bankans,
en þar er gert ráð fyrir að einkaneysla
aukist um 7,2 prósent yfir árið í heild.
Hagvöxtur mældist fimm prósent
á fyrsta ársfjórðungi borið saman
við sama fjórðung árið áður. Þetta er
nokkuð minni vöxtur á tólf mánaða
grundvelli en verið hefur síðustu tvo
fjórðunga.
Þannig var hagvöxtur 11,3 pró-
sent á fjórða fjórðungi síðasta árs
og 9,6 prósent á þriðja ársfjórðungi.
Þetta er þó meiri vöxtur en var á
fyrsta og öðrum fjórðungi síðasta
árs en þá lá vöxturinn á bilinu 3,5 til
fjögur prósent. Þetta er minni vöxtur
en Landsbankinn gerir ráð fyrir að
verði fyrir árið í heild. Í nýuppfærðri
spá hagfræðideildar fyrir tímabilið
2017 til 2019 er gert ráð fyrir að hag-
vöxtur verði 6,7 prósent á þessu ári.
– sg
Einkaneyslan heldur áfram að aukast
Gert er ráð fyrir að einka-
neysla muni aukast um
rúmlega 7% á þessu ári.
frakkland Útlit er fyrir að hinn nýi
stjórnmálaflokkur Emmanuels Mac-
ron, forseta Frakklands, hafi unnið
stórsigur í fyrstu umferð frönsku
þingkosninganna sem fóru fram í
gær.
Flokkurinn, La Republique en
Marche, var stofnaður í fyrra í kring-
um framboð Macrons til forseta.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun lágu
niðurstöður kosninganna ekki fyrir.
Samkvæmt útgönguspám Ipsos-
Sopra Steria fær flokkur Macrons 32
prósent atkvæða. Flokkurinn hafði
áður engan mann á þingi en 577 sæti
eru á franska þinginu. Nú er útlit
fyrir að flokkurinn muni fá yfir 415
sæti samkvæmt frétt Le Monde.
Íhaldsflokknum er spáð 21,2
prósent atkvæða og Frönsku þjóð-
fylkingunni, flokki Marine Le Pen,
er spáð 13,9 prósent atkvæða. Útlit
er fyrir að Sósíalistar, flokkur fyrr-
verandi forseta Frakklands, Francois
Hollande, tapi verulegu fylgi. Flokk-
urinn var með 277 þingsæti en virð-
ist fá mun færri núna en honum er
spáð 13,3 prósent fylgi.
Áætlað er að kosningaþátttaka
hafi verið um 49 prósent og þykir
hún heldur dræm.
Kosningasigur Macrons í forseta-
kosningunum var að mörgu leyti
sögulegur, hann er 39 ára og yngsti
forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru
flokkanna tveggja heldur kemur úr
nýrri átt.
Kosningakerfi Frakklands er ein-
stakt og er milli þess að vera þing-
ræðiskerfi og forsetaræðiskerfi.
Aðeins þrisvar áður hefur forseti
verið kosinn í fimmta lýðveldinu
sem ekki hefur meirihluta á þingi.
Önnur umferð þingkosninganna fer
fram á sunnudaginn eftir viku.
saeunn@frettabladid.is
Söguleg úrslit í
Frakklandi
Fyrri umferð frönsku þingkosninganna fór
fram í gær. Líklegt er að flokkur Macrons forseta
Frakklands verði stærsti flokkurinn þar í landi.
Emmanuel Macron ásamt Brigitte konu sinni. NordicPhotos/AFP
Viðskipti Japansk-íslenska við-
skiptaráðið hefur verið form-
lega stofnað. Á stofnfundinum
var Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota og stjórnarformaður Ice-
landair Group, kjörinn formaður
ráðsins.
Stofnfélagar eru um 30 fyrir-
tæki sem eiga í fjölbreyttum við-
skiptum milli landanna. Sendi-
herra Japans á Íslandi, Yasuhiko
Kitagawa, flutti opnunar ávarp og
fór meðal annars yfir þann mikla
áhuga sem ríkir á auknum sam-
skiptum á milli landanna.
Hann fagnaði því að ráðið væri
stofnað 61 ári frá stofnun stjórn-
málasambands milli landanna. – sg
Japansk-íslenska stofnað
1 2 . j ú n í 2 0 1 7 m á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
E
-5
8
0
0
1
D
0
E
-5
6
C
4
1
D
0
E
-5
5
8
8
1
D
0
E
-5
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K