Fréttablaðið - 12.06.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.06.2017, Blaðsíða 8
Í Rekstrarlandi fæst úrval af ræstivörum fyrir öll heimilisþrif; pappírsvörur og plastpokar, Nilfisk ryksugur, margar gerðir af gasgrillum og ýmsar gas- og grillvörur. Rekstrarland er einnig með mikið af heilbrigðisvörum, náttúruvænar bleiur og ýmsar vörur tilheyrandi umönnun barna. REKSTRARVÖRUR FYRIR HEIMILIÐ Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Opið alla virka daga kl. 9–18 PIPA R\TBW A • SÍA • 172462 sólgleraugum Úrval af Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Efnahagsmál Vöxtur einkaneyslu reyndist sjö prósent á fyrsta árs- fjórðungi. Frá fjórða ársfjórðungi 2015 hefur vöxturinn legið á bilinu 5,7 prósent til 7,7 prósent og meðal- talið verið 6,7 prósent. Vöxturinn á fyrsta fjórðungi nú er því ívið yfir því meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í henni segir að vöxtur einka- neyslu komi ekki á óvart. Hann sé í samræmi við nýja hagspá bankans, en þar er gert ráð fyrir að einkaneysla aukist um 7,2 prósent yfir árið í heild. Hagvöxtur mældist fimm prósent á fyrsta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung árið áður. Þetta er nokkuð minni vöxtur á tólf mánaða grundvelli en verið hefur síðustu tvo fjórðunga. Þannig var hagvöxtur 11,3 pró- sent  á fjórða fjórðungi síðasta árs og 9,6 prósent á þriðja ársfjórðungi. Þetta er þó meiri vöxtur en var á fyrsta og öðrum fjórðungi síðasta árs en þá lá vöxturinn á bilinu 3,5 til fjögur prósent. Þetta er minni vöxtur en Landsbankinn gerir ráð fyrir að verði fyrir árið í heild. Í nýuppfærðri spá hagfræðideildar fyrir tímabilið 2017 til 2019 er gert ráð fyrir að hag- vöxtur verði 6,7 prósent á þessu ári. – sg Einkaneyslan heldur áfram að aukast Gert er ráð fyrir að einka- neysla muni aukast um rúmlega 7% á þessu ári. frakkland  Útlit er fyrir að hinn nýi stjórnmálaflokkur Emmanuels Mac- ron, forseta Frakklands, hafi unnið stórsigur í fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fóru fram í gær. Flokkurinn, La Republique en Marche, var stofnaður í fyrra í kring- um framboð Macrons til forseta. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lágu niðurstöður kosninganna ekki fyrir. Samkvæmt  útgönguspám Ipsos- Sopra Steria fær flokkur Macrons 32 prósent atkvæða. Flokkurinn hafði áður engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu. Nú er útlit fyrir að flokkurinn muni fá yfir 415 sæti samkvæmt frétt Le Monde. Íhaldsflokknum  er spáð  21,2 prósent atkvæða og Frönsku þjóð- fylkingunni, flokki Marine Le Pen, er spáð 13,9 prósent atkvæða. Útlit er fyrir að Sósíalistar, flokkur fyrr- verandi forseta Frakklands, Francois Hollande, tapi verulegu fylgi. Flokk- urinn var með 277 þingsæti en virð- ist fá mun færri núna en honum er spáð 13,3 prósent fylgi. Áætlað er að kosningaþátttaka hafi verið um 49 prósent og þykir hún heldur dræm. Kosningasigur Macrons í forseta- kosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Kosningakerfi Frakklands er ein- stakt og er milli þess að vera þing- ræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar áður hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. Önnur umferð þingkosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. saeunn@frettabladid.is Söguleg úrslit í Frakklandi Fyrri umferð frönsku þingkosninganna fór fram í gær. Líklegt er að flokkur Macrons forseta Frakklands verði stærsti flokkurinn þar í landi. Emmanuel Macron ásamt Brigitte konu sinni. NordicPhotos/AFP Viðskipti Japansk-íslenska við- skiptaráðið hefur verið form- lega stofnað. Á stofnfundinum var Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Ice- landair Group, kjörinn formaður ráðsins. Stofnfélagar eru um 30 fyrir- tæki sem eiga í fjölbreyttum við- skiptum milli landanna. Sendi- herra Japans á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, flutti opnunar ávarp og fór meðal annars yfir þann mikla áhuga sem ríkir á auknum sam- skiptum á milli landanna. Hann fagnaði því að ráðið væri stofnað 61 ári frá stofnun stjórn- málasambands milli landanna. – sg Japansk-íslenska stofnað 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 m á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 E -5 8 0 0 1 D 0 E -5 6 C 4 1 D 0 E -5 5 8 8 1 D 0 E -5 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.