Fréttablaðið - 12.06.2017, Qupperneq 16
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Það sem skiptir
okkur máli er að
tónlistin sem við spilum
kalli fram einhverjar
tilfinningar, hverjar sem
þær eru.
Kristján Hafsteinsson
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract,
öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum.
Virkar vel gegn þynnku
2 töflur fyrir fyrsta drykk
2 töflur fyrir svefn
Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana
www.icecare.is
Morgundagurinn
verður betri með
After Party
Náttúruleg lausn við timburmönnum
Fox Train Safari var stofnuð árið 2008 en gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Sveitin kemur fram næsta fimmtudag á Secret Solstice.
Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Secret Solstice í ár er Fox Train
Safari. Sveitin var stofnuð árið 2008
og hefur tekið nokkrum breyt-
ingum undanfarinn áratug. Kristján
Hafsteinsson bassaleikari er einn
stofnenda hljómsveitarinnar og
segir hann ekki auðvelt að setja
merkimiða á þá tónlist sem hún
spilar. „Það sem skiptir okkur máli
er að tónlistin sem við spilum kalli
fram einhverjar tilfinningar, hverjar
sem þær eru. Einn erlendur félagi
okkar sagði að við spiluðum soul-
tónlist en það væri klárlega íslensk
soul-tónlist. Við erum ekki mikið
fyrir að setja einhverja merkimiða
á okkur en við tökum þetta allt;
soul, R&B, blús, hiphop, djass, popp
og annað úr ólíkum áttum. Setjum
þetta í Kenwood hrærivélina og
setjum í gang. Það sem kemur út er
svo nokkuð bragðgott.“
Tóku sér tíma
Auk Kristjáns voru þau Sverrir Þór
Sævarsson trommuleikar og Díana
Lind Monzon söngkona sem stofn-
uðu sveitina. Fyrstu árin voru ýmsir
hljóðfæraleikarar með í för en árið
2013 tók bandið breytingum og
var ákveðið að hafa fastara form
á henni og meiri fókus. „Þá kom
Unnur K. Karlsdóttir söngkona
inn, Rafn Emilsson gítarleikari, sem
hafði reyndar spilað með okkur
aðeins áður, Jóhann Guðmundsson
gítarleikari, Kolbeinn Tumi hljóm-
borðsleikari, Eiríkur Rafn trompet-
leikari og Snæbjörn Gauti sem
spilar á saxafón. Bæði Eiríkur og
Snæbjörn hafa verið erlendis í námi
og því tóku þeir Helgi R. Hreiðars-
son saxafónleikari og Jóhannes Þor-
leiksson trompetleikari þeirra sæti.
Þeir eru síðan í öðrum verkefnum
um þessar mundir en við vorum
svo heppin að fá þau Elvar Braga
Kristjónsson trompetleikara og
Sólveigu Morávek saxafónleikara til
liðs við okkur.“
Fyrsta plata sveitarinnar ber
nafnið 1 og kom stafræna útgáfan
út í desember á síðasta ári. Diskur-
inn kemur til landsins eftir um sex
vikur segir Kristján. „Við tókum
okkur góðan tíma til að taka upp
plötuna. Bæði tókum við upp mikið
af efni og spiluðum líka frekar
mikið á þessum tíma, t.d. komum
við fram á djasshátíð í Kaupmanna-
höfn. Á þessum tíma vorum við að
leika á um 50 tónleikum á ári en svo
kom að því að við ákváðum að taka
okkur góða tónleikapásu til þess að
klára plötuna. Núna erum við hins
vegar komin á fullt aftur og byrjuð
að spila aftur opinberlega.“
Ástríðufullt verk
Kristján segir plötuna vera mjög
ástríðufullt verk. „Við erum rosa-
lega heppin hvað það eru margir
frábærir vinir sem hjálpuðu okkur
að gera hana að veruleika auk þess
sem við fengum líka mikla þolin-
mæði frá fjölskyldum okkar sem
var líka lykilatriði.“
Þessa dagana eru þau að klára
að skipuleggja tónleika sumarsins
og verða mörg tækifæri til að sjá
sveitina í sumar. „Næsta stóra tón-
listarhátíð er The xx Night + Day
sem verður haldin við Skógafoss.
Svo erum við að pússa nýtt efni
og leggja drög að smá ferð út fyrir
landsteinana.“
Þegar Kristján er spurður hvað
sveitin ætli að bjóða gestum Secret
Solstice hátíðarinnar upp á er
svarið einfalt. „Við ætlum að kveikja
á Kenwood hrærivélinni og setja
allt á fullt!“
Kveikt á
hrærivélinni
Fox Train Safari
spilar á opn-
unarhátíð Secret
Solstice næsta
fimmtudag. Sveit-
in spilar bragð-
góðan bræðing úr
ólíkum tónlistar-
stefnum og lofa
meðlimir miklu
fjöri.
2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 M Á N U DAG U R
1
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
E
-2
6
A
0
1
D
0
E
-2
5
6
4
1
D
0
E
-2
4
2
8
1
D
0
E
-2
2
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K