Fréttablaðið - 12.06.2017, Page 38

Fréttablaðið - 12.06.2017, Page 38
Við vildum að börn gætu tekið virkan þátt í stað þess að sitja bara og horfa á atriði. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Hildur Soffía Vignisdóttir, Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottesen skipuleggja Kátt á Solstice. Mynd/EyÞór Hátíðin Kátt á Klambra tókst mjög vel í fyrra en Kátt á Solstice byggir á sömu hugmyndafræði. Gleðin ríkir hjá yngstu kynslóðinni. Barnadagskráin er þróuð í samstarfi við okkur sem sáum um hátíðina Kátt á Klambra í fyrra,“ segir Jóna Elísabet Ottesen en hátíðin á Klambratúni síðast- liðið sumar mæltist mjög vel fyrir. „Þar vorum við með skemmtilega barnahátíð með tónlistardagskrá, listasmiðjum, barnanuddi, barna- jóga og barnamarkaði en hátíðin var sniðin að þörfum barna þriggja til tólf ára,“ lýsir Jóna. Raunar segir hún hugmyndina að Kátt á Klambra hafa vaknað fyrst á Secret Solstice árið 2015. „Á sunnudeginum voru reggíhljóm- sveitir og hiphop hljómsveitir að spila, veðrið var yndislegt og fullt af fólki mætt með börn í barna- vögnum og litlum krökkum upp í tíu ára, en það er ókeypis fyrir krakka upp að tíu ára á hátíðina. Þarna myndaðist skemmtileg fjölskyldustemning,“ segir Jóna og telur börn eiga fullt erindi á hátíðina yfir daginn. „Fólk er yfir- leitt rólegt yfir daginn en fjörið hefst síðar um kvöldið.“ Jóna segir marga telja að nóg sé að skella upp hoppikastala og Barnahátíðin Kátt á Solstice Sérstök dagskrá verður fyrir börn gesta á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um helgina. Meðal annars verður boðið upp á barnadiskó, barnajóga og beatbox. Frítt er fyrir börn tíu ára og yngri. Opið alla daga 11:00 - 01:00 draga fram candyfloss-vél til að hafa ofan af fyrir krökkum.„Það er hins vegar hægt að gera svo margt annað skemmtilegt sem þarf ekki að kosta neitt meira.“ Jóna og félagar hennar í hátíðar- nefndinni nýttu sér reynslu sína af Kátt á Klambra í fyrra til að setja saman skemmtilega dagskrá fyrir Kátt á Solstice. „Við vildum að börn gætu tekið virkan þátt í stað þess að sitja bara og horfa á atriði. Þannig kom upp hugmyndin að bílskúrsbandinu þar sem þau geta komið, búið til hristur og trommur og prófað ýmis skrítin hljóðfæri. Vonandi endar þetta svo sem tónleikar á okkar einkasviði,“ segir Jóna en barnadagskráin verður haldin á afmörkuðu svæði á hátíðarsvæði Secret Solstice í Laugardalnum. Sérstakar reglur ríkja þar. Til dæmis eru áfengi og sígarettur bannaðar. „Við töluðum líka við Stelpur rokka sem hafa verið með rokk- sumarbúðir fyrir stelpur og fengum eina hljómsveit þaðan til að spila. Á laugardeginum er síðan 17. júní og meiningin er að búa til þjóð- hátíðarstemningu.“ Hátíðin öll leggst mjög vel í Jónu. „Svæðið er alltaf að breytast og í ár er hún í þeim hluta Laugar- dalsins sem er mjög gróinn og fallegur. Þá er alltaf verið að bæta bæði aðstöðu og matarframboð,“ segir Jóna sem sjálf verður gestur á hátíðinni. „Dóttir mín kom með mér fyrsta árið og er nú að verða fjögurra ára. Hún hefur því verið með mér öll árin. Það er fullt af fólki í kringum mig sem ætlar að nýta tækifærið og koma með börnin yfir daginn og fá svo pössun fyrir þau um kvöldið. Kátt á Solstice FÖSTUdAGUr 13.00 Opnun 14.00 Barnadiskó 15.00 Beatbox 16.00 Bílskúrsbandið 17.00 Leynigestur LAUGArdAGUr 13.00 Barnajóga 14.00 Leynigestur 15.00 Bílskúrsbandið 15.00 Beatbox 16.00 Stelpur rokka 17.00 Barnadiskó SUnnUdAGUr 13.00 Barnajóga 14.00 Listasmiðja 15.00 Beatbox 16.00 Brettakennsla 17.00 Barnadiskó Tíu ára og yngri fá frítt inn á hátíðina. 8 KynnInGArBLAÐ 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 M Á n U dAG U r 1 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 E -4 9 3 0 1 D 0 E -4 7 F 4 1 D 0 E -4 6 B 8 1 D 0 E -4 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.