Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 40

Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 40
Þegar nýir eigendur tóku við Keiluhöllinni í Egilshöll var eitt af fyrstu verkefnum þeirra að breyta veitingastaðnum sem þar hafði verið starfræktur. Eftir nokkurra mánaða tilraunaeldhús og prufukeyrslur var Shake & Pizza stofnaður haustið 2015. Sérhönnuð ostablanda og sykurlaust pitsudeig Markmiðið með staðnum var að bjóða upp á hágæða pitsur úr hágæða hráefni og með nýjum áherslum. Mikið var lagt í undir- búning á staðnum og var markmið að ögra öllum viðmiðum þegar kom að pitsu. Allt skyldi þróað frá grunni. „Við þróuðum til dæmis sérstaka ostablöndu úr fjórum mismunandi ostum til að ná fram rétta osta- bragðinu og réttri áferð,“ segir Sig- mar Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri Shake & Pizza. „Útkoman var ostablanda Shake & Pizza sem samanstendur af cheddar, gouda, mozzarella og maribo. Eins var sett saman algjörlega ný pitsusósa með parmesanosti og sérstaklega samsettri kryddblöndu sem gerir sósuna svo góða að hún er notuð sem ídýfa með öðrum forréttum,“ upplýsir Sigmar. Hann segir pitsudeigið einn- ig hafa verið prófað í þaula. „Það er án viðbætts sykurs, en flestallir pitsustaðir eru með sykur í deiginu. Sykurleysið gerir deigið léttara í maga og áferðina almennt ferskari.“ Öðruvísi pitsur Strax í upphafi var ákveðið að setja saman öðruvísi pitsur í bland við klassískar og allar skyldu þær vera 12” að stærð. „Það að hafa allar pitsur 12” er stór þáttur í gæðum staðarins, því að aðrar stærðir eru hreinlega ekki eins góðar. Í 12” stærðinni er hlutfall áleggs, deigs og sneiðar rétt. Enda var og er 12” stærðin hin eina sanna pitsustærð,“ segir Sigmar „BBQ kjúklingapitsa, Hotwings- pitsa með gráðaostasósu til hliðar, Pulled pork BBQ-pitsa, Sesarsalat- pitsa og pitsa með mozzarella-osta- stöngum og nachos-ostasósu eru dæmi um pitsur sem eru ekki á hverju strái. Las vegan-pitsan er ný á matseðli en hún er 100 prósent vegan, með tómatpúrrusósu, vegan osti, sætum kartöflum, rauðlauk, sveppum , ananas og jalapeño. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl frá því að hún kom á matseðil og við finnum fyrir miklu þakklæti meðal vegan fólks á Íslandi,“ segir Sigmar. Beikonsultupitsan er vin- sælust Beikonsultupitsan er furðulegasta og vinsælasta pitsan hjá Shake & Pizza. „Í stað pitsusósu er sett beikonsulta sem gefur pitsunni sætubragð og sem er ansi nýstár- legt þegar kemur að pitsum. Ofan á beikonsultuna er síðan sett dálítið af jalapeño, sem er mótvægi við sætuna enda sterkur pipar. Þetta jafnvægi á milli sætu og sterkju er meginkjarninn í þessari pitsu. Síðan er pepperóní og kjúklingur á pitsunni sem gefur henni salt og fyllingu. Osturinn fer síðan yfir hráefnið og pitsan er bökuð. Eftir að hún kemur úr ofninum er ferskt nachos, sem er steikt á staðnum daglega, brytjað yfir pitsuna, og loks er hvít topping-sósa Shake & Pizza sett yfir til að ramma þetta allt saman inn,“ útskýrir Sigmar. Beikonsultan til Las Vegas Í mars 2016 fóru Vilhelm Einars- son og Sigmar Vilhjálmsson með beikonsultuna í stærstu pitsu- keppni í heimi, International Pizza Expo. Beikonsultupitsan fékk þátttökurétt í flokknum „Interna- tional Non-Traditional pitsas“ sem er eftirsóttasti flokkurinn, en eins og nafnið ber með sér er þetta flokkurinn þar sem þátttakendur keppa um nýjungar og nýsköpun í pitsugerð. Af þeim 50 pitsum sem tóku þátt í úrslitum hafnaði beikon- sultupitsan í 4. sæti. Aðeins munaði 0,02 stigum á að pitsan hefði hreppt 3. sætið, en það hreppti pitsastaður frá Gvatemala. Sigmar segir árangurinn merki- legan því í keppninni eru margir af bestu pitsustöðum heims saman- komnir. Aldrei í sögu keppninnar hefur beikonsulta verið notuð á pitsu og aldrei áður hafa Íslending- ar tekið þátt. Það vakti því að sögn Sigmars ansi mikla athygli að Ísland skyldi eiga fulltrúa og hvað þá ná jafngóðum árangri og raunin varð. „Villi stóð sig fáránlega vel í þessari keppni, enda er pressan mikil og þér er skammtaður ákveðinn tími til að skila af þér fullskapaðri vöru. Hann er með stáltaugar drengurinn og stóð sig ótrúlega vel.“ Shake & Pizza í Krónunni Vinsældir Shake & Pizza hafa verið gríðarlegar frá því að beikonsultan sló í gegn í Las Vegas. „Beikonsultu- pitsan er langvinsælasta pitsa staðarins og voru fyrirspurnir um hvar hægt væri að nálgast beikonsultu frá viðskiptavinum kveikjan að því að við ákváðum að hefja framleiðslu á sultunni til sölu í verslunum,“ upplýsir Sigmar. Hann segir forsvarmenn Krónunnar hafa sýnt því áhuga að selja vörur Shake & Pizza í sínum verslunum enda alltaf vinsælt hjá fjölskyldum að búa til sínar eigin pitsur heima. „Eftir að Krónan sá hvaða metnað Shake & Pizza setti í pitsusósuna, ostablönduna og pitsudeigið var ákveðið að hefja sölu á allri vörulínunni, ekki bara beikonsultunni, enda er sérstaða sósunnar, ostablöndunnar og deigsins slík að Króna taldi þetta góðan valkost við annað sem er í boði.“ Sigmar segist ekki hafa áhyggjur af því að vörurnar í Krónunni veiti Shake & Pizza staðnum samkeppni. „Það er allt önnur ákvörðun að vilja gera hlutina sjálfur eða fá þá gerða fyrir sig. Við viljum geta boðið upp á einn af þeim valkostum sem fólk stendur frammi fyrir í Krónuversl- unum þegar það ákveður að elda heima,“ segir Sigmar. Shake-arnir eru senuþjófar Eins og nafn staðarins ber með sér þá eru pitsur ekki það eina sem staðurinn leggur áhuga á. „Shake- matseðillinn er eins og pitsu- matseðillinn ansi girnilegur og nýstárlegur en á honum eru yfir 22 tegundir af mismunandi shake af öllum gerðum,“ segir Sigmar. „Það var markmið okkar frá upphafi að gera hristingana okkar að stórstjörnum á staðnum. Ef það væri til alþjóðleg mjólkurhristinga- keppni þá værum við búnir að skrá okkur og þá væri 4. sætið ekki langt undan.“ Líkt og með pitsurnar þá var markmiðið að búa til algjörlega nýtt viðmið í mjólkurhristingum. Bragð, áferð og framsetning átti að verða eins og aldrei fyrr. Hráefnið er að sögn Sigmars allt fyrsta flokks og hvergi er verið að stytta sér leið. Shake eins og oreo-shake, köku- deigs-shake, kókosbollu-shake, tyrkisk peber-shake, curly wurly- shake, prinspóló-shake, hockey pulver-shake, kitkat-shake, toffee crisp-shake eru dæmi um mjólkur- hristinga sem eru settir saman úr ekta hráefni og er ekkert sparað. Ekta rjómaís frá Emmessís er not- aður til verksins og ekta íslenskur þeyttur rjómi er settur á toppinn. „Þegar þú ætlar að fá þér shake þá viltu bara fá ekta vöru og það er enginn að fara að telja kalorí- urnar. Þetta er bara eitthvað sem þú ákveður að leyfa þér og þá viltu líka njóta þess til fulls,“ segir Sigmar og glottir. Áfengur shake hefur líka slegið í gegn hjá þeim sem hafa aldur til. „Það er gaman að fá sér áfengan eftirrétt í upphafi djammkvöldsins eða daginn eftir gott djamm,“ segir Sigmar. „Pinacolada-shake, white russian-shake og mojito-shake eru dæmi um bragðgóðan mjólkur- hristing, en það er 20 ára aldurstak- mark á þá og það er ekki hægt að panta þá í take away, enda bannað að selja áfengi út úr húsi. Aðrar hristingstegundir er hins vegar alger snilld að taka með í take away. Þeir koma í góðum umbúðum og haldast vel í um 30 mínútur.“ Fleiri staðir í vændum? Sigmar segir vinsældir Shake & Pizza miklar eins og tölurnar bera með sér. „Samkvæmt mælingum er Shake & Pizza orðinn næststærsti pitsustaður landsins á eftir Dom- ino's, þrátt fyrir að vera eingöngu með einn stað í Egilshöll. Við erum að vonum gríðarlega ánægð með viðtökurnar og höfum í sjálfu sér átt fullt í fangi með að halda utan um staðinn. Það eru dagleg verkefni sem þarf að takast á við til að halda uppi gæðum í þjónustu. En vissu- lega finnum við fyrir miklum áhuga viðskiptavina með að fá okkur nær sér, en við erum að fá viðskipta- vini úr Vogunum, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vesturbænum og víðar, sem fara þetta langt til þess eins að fá sér pitsu og shake hjá okkur. Ég á allt eins von á því að svangir tón- leikagestir Secret Solstice renni við. Það er því aldrei að vita nema við skoðum tækifæri á fleiri stöðum í framtíðinni,“ segir Sigmar. Í stað pitsusósu er sett beikonsulta sem gefur pitsunni sætu- bragð og sem er ansi nýstárlegt þegar kemur að pitsum. Í mars 2016 fóru Vilhelm Einarsson og Sigmar Vilhjálmsson með beikonsultuna í stærstu pitsukeppni í heimi og hrepptu fjórða sæti. Á shake-matseðlinum eru yfir 22 tegundir af mismunandi hristingi. Allar pitsurnar eru 12”. Það er hin eina rétta pitsustærð að sögn Sigmars. Fjórða besta pitsa í heimi – 12 km frá Laugardalnum Shake & Pizza þegar orðinn næststærsti pitsustaður landsins. Þar fást frumlegar pitsur og hristingur sem er vel þess virði að renna eftir. 10 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 1 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 E -3 5 7 0 1 D 0 E -3 4 3 4 1 D 0 E -3 2 F 8 1 D 0 E -3 1 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.