Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 42

Fréttablaðið - 12.06.2017, Side 42
 Það er ákveðinn sjarmi að vera á útihátíð en samt inni í miðri borg. Laugardalur- inn er líka yndislegt svæði. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Það verður nú ekki leiðinlegt að hita upp fyrir sjálfa Chaka Khan,“ segir Helgi. MYND/ANTON BRINK Þetta verður í annað sinn sem Helgi Björns kemur fram á Secret Solstice. Hann mun stíga á svið ásamt félögum sínum í Síðan skein sól og skemmta áhorf- endum áður en goðsögnin Chaka Khan tekur við hljóðnemanum. „Það verður nú ekki leiðinlegt að hita upp fyrir sjálfa Chaka Khan. Ég var um sautján eða átján ára þegar ég byrjaði að hlusta á lögin hennar og um tíma fór hún ekki af fóninum hjá mér,“ segir Helgi sem spilaði á Secret Solstice í fyrsta sinn árið 2015. „Þá hitaði ég upp fyrir sálar- söngvarann Charles Bradley og einnig The Weilers, sem er gamla bandið hans Bobs Marley, og flutti efni af þá nýútkominni plötu, lög á borð við Ég fer á Land Rover og Kókos og engifer. Það var algjör- lega ógleymanlegur dagur, æðis- legt veður og frábær stemning og stuð.“ Ótrúlega skemmtileg upplifun Helgi segir að sér finnist ótrúlega skemmtileg upplifun að spila á Secret Solstice. „Það er ákveðinn sjarmi að vera á útihátíð en samt inni í miðri borg. Laugardalurinn er líka yndislegt svæði. Við í Síðan skein sól verðum með brassband með okkur og dagskráin hjá okkur svipuð og á afmælistónleikunum í Háskólabíói um daginn. Þetta verður alvöru,“ segir Helgi. Gestir Secret Solstice hafa hingað til verið á öllum aldri og miðast hátíðin við að svo verði áfram. „Mér finnst lofsvert að aðstandendur Secret Solstice reyni að höfða til breiðs aldurshóps. Það verður t.d. góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk svo foreldrar geta tekið börnin sín með, ung sem eldri, og það er séð um að þau hafi það gaman. Mér finnst gott að blanda saman öllum aldurshópum og það gefur hátíðinni skemmti- legt yfirbragð. Allir geta skemmt sér saman,“ segir Helgi sem ætlar síðan að taka sér gott frí í sumar. „Við í Síðan skein sól munum koma fram á fleiri stórviðburðum í sumar en um verslunarmanna- helgina ætla ég að fara til Ísafjarðar og vera á mýrarboltanum. Ég hef aldrei gert það áður.“ Syngur fyrir Chaka Khan Helgi Björns mun hita upp fyrir hina einu sönnu soul- og poppdívu Chaka Khan á Secret Solstice hátíðinni í Laugardalnum. Herdís Eva og Elín Sif kaffibarþjónar á Kaffitári lofa ilmandi kaffi og kakói á Secret Solstice. MYND/ ANTON BRINK . Þetta er þriðja árið í röð sem við tökum þátt í Secret solstice og verðum með sérútbúinn kaffibíl á svæðinu ,“ segir Sólrún Björk Guðmunds- dótti, markaðs- og rekstrarstjóri Kaffitárs. Í bílnum er espressovél og hægt að panta helstu drykki; espresso, latte cappuccino og mjólkurdrykki, einnig heitt súkkulaði og uppáhelling. „Við verðum einnig með bak- pokavaktirnar eins og árin áður en þá er sölufólk okkar á ferðinni um hátíðarsvæðið með sérút- búna bakpoka með kaffi. Vinsælustu drykkirnir eru cappucino og latte en heita súkkulaðið sló algerlega í gegn í fyrra enda gott að ylja sér á kakóbolla ef veðurvélin virkar ekki. Í fyrra voru gestirnir á tjald- stæðinu sérstak- lega ánægðir þegar við mættum með bakpokana á morgnana akkúrat á réttum tíma fyrir morgunkaffið,“ segir Sólrún. Stemningin sé alltaf frábær á hátíðinni. „Það er æðisleg stemming í kringum þetta og ótrúlega gaman að vera með, allir í frábærum fíling. Secret solstice er flott hátíð sem hefur vaxið mjög ár frá ári. Mér finnst sérstaklega skemmti- legt hvað hátíðagestir eru fjöl- breyttur hópur og á öllum aldri. Sú staðlaða ímynd sem fólk hefur gjarnan af tónlistarhátíðum á alls ekki við um Secret solstice. Þarna eru fjölskyldur að hafa gaman saman og allir í hátíðarskapi. Hátíðin stendur yfir 17. júní og ég gæti vel trúað að margir kíki yfir í Laugardalinn. Skipulagið hjá aðstandendum hátíðarinnar er til fyrirmyndar og gaman að taka þátt í undirbúningnum. Við hjá Kaffitári setjum upp popup kaffihús um allan bæ og oft eru það fyrirtæki sem fá okkur þegar eitthvað stendur til eins og ráð- stefnur eða uppákomur. Þá höfum við notað ein- stakan kaffibar sem HAF studio hannaði fyrir okkur í fyrra. Frá býli í bolla Sólrún segir einungis boðið upp á fyrsta flokks hráefni hjá Kaffitár. Baunirnar komi frá bændum sem stunda sjálfbæra framleiðslu. „Við kaupum 85 prósent af öllum hrábaunum beint frá bónda og án allra milliliða. Allt eru þetta bændur sem við þekkjum og höfum heimsótt flesta þeirra. Þannig tryggjum við gæðin. Við vitum einnig að þeir koma vel fram við starfsfólk sitt og stunda sjálfbæra ræktun,“ segir Sólrún. Annars eru spennandi tímar fram undan hjá fyrirtækinu en Kaffitár mun opna nýjan stað á næstunni. Opnað í Perlunni „Næstu vikur verða mjög spenn- andi hjá okkur en við munum opna nýjan veitingastað og kaffi- hús á fimmtu hæð í Perlunni í lok júní. Veitingastaðurinn mun heita Út í bláinn og þar verður á boð- stólum íslenskur matur með tvisti. Á fjórðu hæðinni verðum við með hraðþjónustu fyrir þá sem vilja grípa sér kaffi og samloku. Það er unnið í þessu alla daga núna og mun Perlan gjörbreytast í sumar.“ Popup Kaffitár á Secret Solstice Hátíðargestir Secret Solstice geta yljað sér á rjúkandi heitu kaffi og súkku- laði á popup-kaffihúsi Kaffitárs sem sett verður upp í Laugardalnum. 12 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . j ú n í 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 1 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 E -2 1 B 0 1 D 0 E -2 0 7 4 1 D 0 E -1 F 3 8 1 D 0 E -1 D F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.