Kvennaframboðið - 01.03.1982, Qupperneq 5
MARS 1982
/SIÐA^
Valddreifing
breytingar á
borgarinnar
Eitt at baráttumálum Kvenna-
framboðs er að breyta stjórnkerfi
borgarinnar þannig að borgar-
bUar hafi raunveruleg áhrif á
ákvarðanir um málefni sin.
Við teljum að slikar breytingar
leiði til þess að borgarbúar verði
virkari og ábyrgari við að móta
nánasta umhverfi sitt og jafn-
framt verði betur tryggt að þeir
fjármunir sem borgin hefur til
umráða nýtisttilað mæta þörfum
borgarbúa.
Reykjavíkurborg býr við
staðnað og úrelt stjómunarform.
Umfjöllun um rekstur og fram-
kvæmdir borgarinnar er deilt
niður á ráð og nefndir, dagvist-
un, fræðslumál, iþróttamál,
æskulýðsmál svo dæmiséu nefnd.
Þessu fyrirkomulagi fylgja
margir ókostir, sem bitna á okkur
borgarbúum.
Fyrst er til að nefna að
ákvarðanir ogframkvæmdþeirra
er að öllu leyti i höndum borgar-
stjómar, nefnda og embættis-
manna. Við borgarbúar, sem
fjármögnum fyrirtækið með
sköttum og gjöldum fáum engu
um ráðið i hvað peningarnir eru
notaðir.
Annað atriði er að hver nefnd
og stofnun sem henni fylgir vinn-
ur einangrað án þess að vita hvað
aðrar nefndir eru að gera. Borg-
arst jórn og borgarráði er ætlað að
hafa heildaryfirsýn yfir borgar-
málefni, en eftir þvi sem borgar-
kerfið þenst út veröur þetta æ erf-
iðara og hinir kjörnu fulltrúar
neyöast til að sérhæfa sig i
ákveðnum málaflokkum.
Þriðja atriðið sem ég vil nefna
er að i slfku kerfi er mikil hætta á
að ekki sé horft fram í timann og
reynt að gera sér grein fyrir
hverju þurfi að breyta. Kerfið
verður sjálfvirkt. Það þjónar
fyrst og fremst sjálfu sér, ekki
ókkur borgarbúum.
Loks er að geta þess að nýir
málaflokkar eru látnir sitja á
hakanum. Stofnanir borgarinnar
ýta þeim frá sér sitt á hvað og
enginn vill taka ábyrgð á þeim.
Við svo búið má ekki lengur
standa. Þjónusta borgarinnar
verður fyrst og fremst að taka
mið af þörfum okkar borgarbúa
hverju sinni. Hver ætti að vera
betur i' stakk búinn til þess að
segja til um þar en við sjálf? En
borgin er ekki öll eins. Hvert
hverfi hefur sin sérkenni, félags-
leg,efnahagsleg og menningarleg
og það verður að taka tillit til
þessa og miða aðgerðir við það.
Einfaldasta og áhrifarikasta
leiðin virðist mér vera að ibúar
stofni hverfasamtök. En hverfa-
samtök án valds missa marks.
Fyrsta skrefið verður þvi að vera
að tryggja þeim viðurkenningu
sem undirstöðu stjórnkerfis
borgarinnar, þ.e. að frumkvæði
komi frá þeim um þjónustu fyrir
hverfisbúa og að þau geti fylgt
málum eftir i borgarstjóm.
Dæmi um málaflokka sem eðli-
legt er að hverfasamtök fjalli um
eru: fræðslumál, útivera og
iþróttir, æskulýðsmál, heil-
brigðismál, dagvistarmál, gatna-
gerð og félagsmál. Þessir mála-
flokkar snerta beint hvern ein-
°9
stióm
asta ibúa hverfa einhvern timann
á lifsleiðinni.
Hverfi getur kosið sér fulltrúa
i hverfaráð, sem kæmi i stað
þeirra nefnda og ráöa, sem nú
fjallaum þessi mál. Tvö eða fleiri
hverfi gætu sameinast um eitt
hverfaráð. Hverfaráð legöu rök-
studdar tillögur sínar fyrir
borgarstjórn, sem tæki endan-
legar ákvarðanir um verkefni og
forgangsröð þeirra i hverfum.
Skipulagsbreyting sem þessi
hefði í för með sér breytingar á
starfi borgarstjórnar. Borgar-
fulltrúar yrðu að setja sig betur
inn í heildarstarfsemi borgar-
innar, þeir yrðu einnig að standa
hverfasamtökum skil á ákvörðun-
um sem þeir tækju og útskýra á
hverju þær byggðust, vegna þess
að frumkvæði mála kæmi frá
okkur, borgarbúum sjálfum. Vilji
okkar og þarfir ákvörðuðu þjón-
ustuna en ekki öfugt eins og nú
gerist. Viö létum ekki lengur
segja okkur hvað okkur væri fyrir
bestu, við færum aö eiga þátt i að
ákveöa það sameiginlega.
Samfara skipulagsbreytingum
af þessu tagi verður að breyta
fjármálastjórn borgarinnar. Nú
fá málaflokkar ákveðnar fjár-
hæðir úr borgarsjóði til fram-
kvæmda og reksturs. Sáralitlar
hlutfallslegar breytingar eru á
fjármagni til málaflokka frá ári
til árs. Það hefur i för með sér að
ekki er hægt að mæta brýnni þörf
á úrbótum. Nægir að nefna dag-
vistarmál í þvi sambandi.
Til þess að fá sveigjanleik i
stjórnkerfið og möguleika til að
mæta aðstéðjandivandaverður að
hætta að binda fjármagn einstök-
um málaflokkum. Þess i stað
verður að leggja það i sameigin-
legan sjóð. Þá er hægt að sinna
Enginn spyr krakkana. Mynd: Kristján Ingi
málum I forgangsröð og mæta
nýjum áður óskilgreindum
vanda.
Þeim sem kynnu að þykja þess-
ar hugmyndir óraunsæjar er rétt
að benda á að í mörgum borgum
er verið að þreifa sig áfram og
leita stjórnunarforma, sem betur
fallaað nútíma þjóöfélagi, en það
kerfi sem við nú búum við.
Það er hins vegar ljóst að
breytingar sem þessar þarf að
ræða vel og þá fyrst og fremst
meöal okkar borgarbúa. Breyt-
ingar, sem ekki fela í sér að við
fáum möguleika i reynd til að
hafa áhrif á og móta umhverfi
okkar og daglegt lif, þjóna engum
tilgangi.
Guðrún Jónsdóttir.
Hverjir eru kvensamir?
Athugasemdir
um hugmynda-
fræði og
tungumál
Ekki alls fyrir löngu mátti
heyra i útvarpinu frétt þess efnis,
að um 600 skandinaviskir læknar
hefðu komið siglandi hingaö á
læknaþing ásamt konum sínum
og bömum. Ég gerði mér litið
fyrirog hringdiá fréttastofuna til
að grennslast fyrir um, hvort það
gæti virkilega verið, að allir þess-
ir læknar væru af karlkyni, eins
og af fréttinni mátti ráða. Litið
varð um svör, og áhugi á málinu
virtist takmarkaður. Ég hringdi
þá á skrifstofu læknaþingsins og
spurðistfyrirumþað samaog þar
fékk ég þau svör, að þó nokkrir
læknanna væru konur og væru
eiginmenn sumra þeirra i fylgd
með þeim, án þessað vera læknar
sjálfir. Ég flýtti mér aö hringja
aftur niður i útvarp til að koma
þessum upplýsingum á framfæri
og biðja um að fréttin yrði leið-
rétt. Þetta var tekið til vinsam-
legrar athugunar og ég beið við
útvarpstækið þar til fréttatiman-
um var lokið til að heyra ,,leið-
réttingu á frétt”. En hún kom
ekki.
Ég fór að efast um mig. Hafði
ég gengið of langt i frekju og af-
skiptasemi? Af hverju var ekki
tekið mark á mér? Skipti þetta
kannski engu máli?
Nei, það skiptir i rauninni litlu
máli hvers kyns læknar á ein-
hverju þingi kunni að vera. En
það skiptirmáli, hvernig við — og
að ekki sé nú talað um opinbera
fjölmiðla — notum tungumálið. 1
málnotkuninni speglast nefnilega
oft viðteknar og oftast nær ómeð-
vitaðar hugmyndir manna um
hlutverk og stöðu kynjanna, hug-
myndir sem eru orönar úreltar og
reglu, stúdent og karlstúdent,
skáta og karlskáta, verkamann
og verkakarl, þar sem karlmað-
urinn yrði gerður að sértæku fyr-
irbrigöi, að undantekningunni.
Skyldi ekki einhverjum bregöa?
Llklegra er þó, aö við yröum tald-
ar geggjaðar.
Að konur eru hitt kyniö og i
rauninni ekki taldar með, kom af-
skaplega skemmtilega fram i
einu dagblaðanna nú fyrir
skömmu, þegar það einu sinni
sem oftar var að stæra sig af jafn-
réttishugsjón flokksins sins. Nú
hafði flokkurinn unniö sér það til
ágætis aö stilla upp konum á list-
ann til borgarstjómarkosning-
anna, og vegna þess hvað það er
afbrigðilegt þurfti sérstaklega að
benda á þaö. I þvi skyni bjó blaðið
tilskritlu, þar sem brugöið er upp
mynd af konu sem er að segja frá
þvi að nú sé farið að tala um hvað
flokksmenn þessa ákveöna flokks
séu orönir kvensamir! Það fer
vart fram hjá neinum hvers kyns
flokksmenn eru taldir i flokknum
þeim. Þrátt fyrir allt.
Skritlur geta sem sagt oft verið
nokkuð afhjúpandi úm hug-
myndafræðileg viðhorf og komiö
harkalega upp um þá sem þær
segir. t dagblaöi um daginn var
verið að afgreiöa einn stjóm-
málaflokkinn með þvi að gera
rokna grln að ákveönum hluta
hans, sem ýmist var kallaður
„stuttbuxnadeildin” eða „ihalds-
drengirnir”. Sem sagt engar kon-
ur þar. Entilþess að gera skömm
þessara drengja sem mesta
fylgdi skrifunum afskaplega
hlægilegmynd, þar sem hausarn-
ir á forkólfunum voru komnir á
kvenmannskroppa klædda af-
káralegum kvenmannsfötum.
Þeir voru þá, þegar allt kom til
alls, barakerlingar! Umheimsku
þeirra þarf auðvitaö ekki frekar
vitnanna viö, þeir eru búnir að
vera.
Konur eru nefnilega, eins og við
öll vitum, svo afskaplega vitlaus-
ar I stjórnmálum. He,ga Kress
ið. Þessi hugmyndafræði kemur
ákaflega skýrt fram i orðinu
maður, sem i rauninni merkir
bæði karl og kona, en fær i mál-
notkuninni merkinguna karlmaö-
ur. Maður og kona er nafn á
skáldsögu, og „fram fram bæði
menn og fljóð” segir i alkunnum
söng. Einnig kemur þetta greini-
lega fram í gerandnöfnum svo
sem skáld — skáldkona, lögregla
— kvenlögregla, stúdent — kven-
stúdent, skáti — kvenskáti,
verkamaður — verkakona, þar
sem hið almenna orð merkir karl-
manninn, hið sértæka konuna.
Hvernig væri ef við snerum þessu
við og færum að tala um skáld og
karlskáld, lögreglu og karllög-
Pool players 1974 Abigail Heyman
ég held að flestir myndu, a.m.k.
aðspurðir, vilja breyta. I þessu
sambandi erm jög nauðsynlegt að
gera greinarmun á málinu sjálfu
og málnotkuninni. Það er allt I
lagi með orðin sjálf, en það er
samsetning þeirra og það sam-
hengi sem þau koma fyrir i, sem
við þurfúm að vera á verði gagn-
vart. Frétt útvarpsins af læknun-
um og konum þeirra er mjög gott
dæmi um ógagnrýna og hugsun-
arlausa málnotkun, málnotkun
sem ekki einungis styöst við rikj-
andi hugmyndafræði, heldur
einnigstyður hana. Hjá þeim sem
fréttina samdi hefur orðið læknir
umsvifalaust kallað fram mynd
af karlmanni. Konurnarsem voru
með læknunum i för hljóta þvi" all-
ar að vera eiginkonur þeirra, til-
heyra fjölskyldunni eins og böm-
in. Hvaða erindi annað skyldu
þærhafa átt á læknaþing? I frétt-
inni voru eiginmenn lækna gerðir
að læknum og læknar að eigin-
konum. Af hverju fæst svona ekki
leiörétt?
Af því að þessi málnotkun er al-
gjörlega í samræmi við rikjandi
hugmyndafræði, þar sem litiö er
á karlmenn sem gerendur og á
konur sem þolendur þeirra eöa
áhangendur. Að vera karlmaður
er reglan. Kcnan er hiö sértæka
fyrirbrigði, undantekningin frá
þvf aö vera karlmaður. Hún er
„hitt kynið”fremur en mannkyn-