Kvennaframboðið - 01.03.1982, Side 6
6. SIÐA
MARS 1982
Hringborðsumræður:
„Konur bera endanlega
ábyrgð á heimilimum”
Ritstjórn Kennaframboðsins hóaði i þrjár reyk-
viskar konur og fékk þær til að spjalla um stöðu
kvenna og þátttöku þeirra i isienskum stjórn-
málum. Þær eru Margrét Björnsdóttir félags-
fræðingur, Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt,
og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Umræðustjóri
var Kristjana Bergsdóttir og ritarar voru Jóhanna
Þórhallsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.
— Af hverju eru konur svona
óvirkar I pólitik?
M.: „Þaö er almennteinkenni
stjórnmálum hér á landi aö
stærstur hluti kjósenda er
bvirkur. Aöeins litiö brot þeirra
starfar i stjórnmálaflokkum og
reynir þannig aö hafa áhrif á
gang mála. Flestir láta sér nægja
aö vera óvirkir neytendur aö fara
á markaöstorg stjórnmálaflokk-
anna á fjögurra ára fresti. Ég
hygg aö virkni i stjórnmálum
skýrist fremur af af félagsstööu
en kynferöi fólks. Þeir sem lægra
eru settir eru almennt óvirkari en
hinir sem hærra eru settir og
hingaö til hefur félagsstaöa
kvenna almennt veriö lægri en
félagsstaöa karlmanna. Fáar
konur hafa fram á allra sföustu ár
gegnt áhrifastööum i samfélaginu
og menntun þeirra var einnig
minni. Ég tel þvi aö félagsstaöa
sé almenn skýring á virkni fólks i
stjórnmálaflokkunum, ekki ein-
ungis hjá konum heldur einnig
körlum. Þaö er þvl ekki nóg aö
skoöa kynferöi fólks heldur
veröur einnig aö skoöa félags-
stööu þess.”
G.’„Ég get aö mörgu leyti fall-
ist á þaö sem Margrét segir en
spurningin kemur llka inn á upp-
byggingu flokkakerfa og verka-
lýöshreyfingarinnar. Þeir sem
eru I lægri stööu hafa minni
möguleika á aö láta til sin heyra.
Þeir hafa annan félagslegan bak-
grunn sem hefur áhrif á þaö
hvernig þeir upplifa sina skóla-
göngu! Slöan heldur þetta áfram
úti I atvinnulifinu. Og þegar
komiö er inn I verkalýðs- og laun-
þegahreyfingar sem eru allar
uppbyggöar meö sterk toppkerfi
sem stjórna niöur á viö hefur hinn
almenni félagsmaöur litla mögu-
leika á aö taka þátt I stefnu-
mótun. Hann fær aö vlsu aö
greiöa atkvæöi sem viöheldur
lýöræðisblænum. Og kýs þá þaö
sem áróðursapparatiö segir til
um. Þaö eru alltaf einhverjir þeir
sem ákveöa hvernig hlutirnir
eiga aö vera. Ef fólk er óánægt er
hægt aö skammast heima. Ég
veit þaö af eigin reynslu hvers
konar barátta þaö er aö vera
ósammála forystunni um lausn I
kjaramálum, kröfugerö eöa ööru
sliku. Þaö er allt gert sem hægt
er, til að þagga niður I þeim
röddum sem eru á móti foryst-
unni. Það hlýtur aö hafa áhrif á
þaö hvernig almennur borgari
lltur á pólitik, stjórnmál og opin-
bert líf.”
E.: ,,Og konurnar eru ennþá
verr settar en karlarnir.
G.: ,,Já, vegna þess að þær
hafa auk þessa fengið þá upp-
eldismótun sem setur þær i hlut-
lausa og „passifa” stöðu.”
E.: „Ég er sammála þvi aö
almennt þyrfti fólk aö hafa meira
frumkvæöi og taka virkari þátt i
stjórnun sinna eigin mála, hvort
sem er I pólitik eða t.d. I verka-
lýös- eða fagfélögum. Upp-
byggingu þessara stofnanna ætti
hiklaust að vera mun opnari og
meira hvetjandi til gagnrýni og
umræöu en nú tlökast. Almennt
held ég aö félagsþátttaka þyrfti
að vera I meira mæli hluti upp-
eldis og menntunar en nú er,
einnig fræösla um lýöræöið og
leikreglur þess. Islendingar eru
held ég almennt pólitiskir og vak-
andi en óhemjulangur vinnutimi
slævir frumkvæöi fólks til beinnar
þátttöku i félagsmálum. Og það
er ekkert skrltiö aö konur sem eru
úti I atvinnulifinu, auk þess aö sjá
um heimilið og barnauppeldiö,
hafi ekki tlma eöa svigrúm til
þess að taka þátt i pólitik eöa
ábyrgðarstööum. Stjórnmála-
þátttaka gerir verulegar kröfur
til fólks, tekur geysilegan tlma,
menn verða fyrir opinberri gagn-
rýni og oft er einkallfið undir-
lagt.”
M.: „Mér finnst oft að konur
eigi erfiðara meö aö þola gagn-
rýni Viö erum viökvæmari fyrir
sliku en karlmenn, við erum svo
óþolandi samviskusamar, viljum
gera öllum til geös.”
G.: „Konur veröa fyrir meiri
gagnrýni en karlmenn og þurfa
þyi aö standa sig hundraö prósent
betur en karlmenn.1'
E.: „Þær þurfa stööugt aö
sanna aö þær geti staðið sig og
iðulega þarf hver og ein aö svara
til saka fyrir allt kvenkyniö I
heild, hvorki meira né minna. Viö
lifum I þjóöfélagi þar sem karl-
veldi rikir I opinberu llfi. Póli-
tikin, viöfangsefnin á þeim vett-
vangi og hvernig aö þeim er unniö
ber auövitaö keim af þvi.