Kvennaframboðið - 01.03.1982, Síða 7

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Síða 7
MARS 1982 SIÐA 7 Hvaö meö þann félagsskap sem konur hafa tekiö þátt I, nota þær aörar aöferðir innan þeirra eöa er innihaldið frábrugöiö félögum karla? E.: „Þaö er ekki óeölilegt aö konur hafi áhuga á öörum málum þar sem þær hafa aöra reynslu, en karlmenn. Þær hafa hingaö til hugsaö um börn, gamalt fólk og sjúklinga. En auövitað er það nauðsynlegt aö þær hugsi um aðra málaflokka.” G.: „Hafa konur ekki veriö of auðsveipar við að láta ýta sér úti þessa málaflokka sem eru heldur hvimleiðir i augum margra karla, vegna þess að þeir kosta peninga og eru óarðbærir”. E.: „Ef þær hefðu ekki sinnt þessum málum þ& sætu þau á hakanum”. M.: „Konur eru nú á timum farnar i auknum mæli að sækja inn á hefðbundin sviö karla. Kyn- hlutverkin eru ekki eins fast- skorðuð og þau voru, þótt það taki langan tima að breyta þeim. En við megum passa okkur á þvi að kenna karlmönnum einum um. Hvaö olli þessum hugarfars- breytingum ? M.: „Þær eru fyrst og fremst afleiðing breyttra atvinnuhátta, breytinga sem úrelda hefðbundna hlutverkaskiptingu kynjanna og þar með þau viðhorf sem þeim tengjast. Það er þvi engin til- viljun að kvenfrelsisbarátta hefst hér á Islandi upp úr siðustu alda- mótum. E.: „Það er alveg rfett og viðtækari reynsla og menntun kvenna hefur vissulega breytt miklu.” Hvaö er ávinningur siðustu áratuga i jafnréttisátt? E.: „Það kemst ekki skriða á málin fyrr en um 1970 þegar kon- urnar ruddust fram eftir áratuga uppsöfnun biturra vonbrigða. Sið- astliðin 10 ár hefur loksins eitt- hvað gerst og það sem mestu máli skiptir, — i meðvitund kvennanna sjálfra. G.: „Hluta kvenna”. M.: „Ef til vill mest þeirra kvenna sem hafa góða stöðu og góða menntun, en þær eru þvi miður allt of fáar.” G.: „Formgerð löggjafarinnar er svosem i lagi, en inntak hennar virkar þvi miður ekki i reynd. Mér finnst sáralitill munur á jafnréttinu frá þvi að ég fór að vinna úti ’57. Þær konur sem ég þekki, fara að vinna úti um ákveðinn tima, með það að tak- marki að koma sér upp húsnæði t.d., en slðan fara þær heim aftur. Við þorum ekki að lita á úti- vinnuna sem hluta af ævi okkar.” Væri þá ekki gaman aö ræða fyrirvinnuhlutverkið aöeins? M.: „Sjálfsimynd karlmanna hefur held ég litið breyst. Þeir lita ennþá á sig sem aðalframfær- endur heimilanna, þótt þeir séu margir hverjir farnir að hjálpa til við uppvaskið, a.m.k. þegar vel liggur á þeim.” E.: „Ég held að viðhorf karl- manna og þar með staða þeirra hafi töluvert breyst vegna þess að hræringar á borð við þær sem konur hafa gengið I gegnum snertir þá auðvitað lika og kallar á viðbrögð og breytta reynslu t.d. sinna karlmenn barnauppeldi mun meira nú en áður. Konurnar bera hins vegar enn hita og þunga af heimilishaldinu.” G.: „Og meö endanlega ábyrgð á heimilinu.” E.: „Þær velja sér enn störf og menntun með tilliti til þess að þurfa jafnframt að bera ábyrgð á umönnun heimilis, en það gera karlmenn ekki á sama hátt.” G.: „Við höfum látið hlunnfara okkur. Við leitum út á vinnu- markaðinn og öflum okkur menntunar, en sitjum enn uppi með alla sömu ábyrgðina og for- mæður okkar höfðu.” M.: „Þarna held ég að við verðum að lita á hlut hins opin- bera. Það hefur ekki aðlagað þjónustu sina að breyttu þjóö- félagi, þar sem meiri hluti kvenna tekur þátt i atvinnulifinu. Kröfur um næg barnaheimili, skóladagheimili, mötuneyti I skólum og æskulýðsmiðstöðvar eru smámunir miðað við þá sóun sem viðgengst i efnahagskerfinu. Þannig hefur úr lánasjóðum þjóðarinnar verið keyptur fiski- skipastóll sem er þriðjungi of stór, við töpuðum 11 milljónum dollara á raforkusölu til Álversins 1981, greiðum 160 milljónir með lambaketi oni útlendinga árið 1982, höldum úti 900 heildsölum i landinu og svona mætti lengi telja. Við verðum að skoða þessi mál i samfélagslegu samhengi og sjá hvernig hlutunum er raðað i forgangsröð.” G.: „Samfélagið ýtir allri ábyrgð til einstaklinga og fjöl- skyldna. Við gerum öll vandamál að einkamálum, vandamál sem eru raunverulega samfélags- vandamál.” E.: „Ég get tekið undir þetta. Það hefur vantað stefnu hjá stjórnvöldum sem tekur afger- andi mið að þörfum fjölskýldna, uppeldismálum og ýmsum mann- lifsþáttum þegar ákvarðanir eru teknar um t.d. atvinnumál, skipu- lag bæja og útivistarsvæða, vinnutima o.s.frv. Þó hefur orðið vart áhuga á þessum málum hjá stjórnmálaflokkunum á siðustu árum, fyrst og fremst fyrir til- stilli kvennanna. En þessu þarf að fylgja fast eftir.” G.: „Hvaða stefnu viljum við móta? Viljum við færa uppeldið inn á stofnanir? Til hvers er þá fjölskyldan? Er heimili bara staður þar sem fjölskyldan borðar saman einu sinni á dag og sefur undir sama þaki? Eða er fjölskyldan kannski orðin úrelt? Við styrkjum ekki fjölskylduna með þvi að uppeldið hverfi til opinberra aðila. Og það er hart að á timum tæknivæðingar sé ekki hægt að þoka til vinnutimanum eða borga mannsæmandi laun.” E.: „Við þurfum að stefna að þvi að hver einstklingur hafi sem mesta möguleika og geti hagað lifi sinu eftir eigin óskum burtséð frá hvers kyns fólk er, fatlaö, ungt eða gamalt. Börnin og ung- lingarnir þurfa náin tengsl við einhverja, helst báða foreldra ef mögulegt er og ég held að við þurfum slika einingu sem fjöl- skyldan er, áfram.” M.: „Ég er sammála þvi að sambýli og náin tengsl tveggja einstaklinga eða fleiri virðast langflestu fólki nauðsyn. En við verðum að skoða slik sambýli i tengslum við þjóðfélagið fyrir utan. Þannig tel ég að skynsam- leg og réttlát skipulagning þjóð- félagsins sé forsenda farsæls einkalifs. Mitt framlag til þess er að starfa I Alþýðubandalaginu.” G.: „Ég var einu sinni flokks- bundin I tvö ár. Það kerfi hentaði mér ekki, sem segir kannski meira um mig en flokkinn. Flokk- arnir hvaða nöfnum sem þeir nefnast, setja fram ákveðna stefnu sem þeir eru siðan tilbúnir til að stroka út og ganga á án þess að blikná. Kjarabarátta einkenn- ist af þvi hverjir sitja i forystu verkalýðs- og launþega sam- tökum hverju sinni, þ.e. I hvaða flokkum þeir eru, en ekki af raun- verulegum hagsmunum launþeg- anna. Það eru litlir möguleikar á þvi að vera á annari skoðun en flokksforystan.” E.: „Þegar unnið er að góðum málum stefnir maöur að þvi að vinna að þeim fyrir alla. Að allir geti t.d. notið menntunar og góðs umhverfis og átt sin tækifæri. Spurningin er hvernigvið vinnum aö þessum málum, en á þeim punkti skiptum við okkur upp i stjórnmálaflokka.” Hvernig eigum við að berjast og á hvaða vigstöðvum? E.: „Við sitjum uppi með gömul viðhorf sem erfitt er að uppræta. Ég held að það sé kostur að hlutirnir gerist ekki of hratt. Jafnrétti kynjanna er vissulega flókið mál. Við erum reiðar og óþolinmóðar, — þaö eigum við lika að vera, annars breytist ekkert t.d. I átt til fjárhagslegs sjálfstæðis sem skiptir miklu máli. En við viljum lika lifa og vera hamingjusamar, aö karl- arnir okkar lifi og séu hamingju- samiren þáerumleiðkrafistviss æðruleysis og aðlögunar. M.: „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að hvaða marki maöur vill stefna og leita sér samherja út frá þvi.” Höfum við þá bara flokkana? M.: „Nei, nei við höfum ótal „Félagsstaða er almenn skýring á virkni fólks i stjórnmála- flokkum” „Konur verða fyrir meiri gagnrýni en karlmenn” • „Hver og ein þarf að svara til saka fyrir allt kvenkynið i heild” „Hugarfars- hreytingar fyrst og fremst afleiðing breyttra atvinnuhátta” „Við þorum ekki að lita á útivinnuna sem hluta af ævi okkar” • „Er fjölskyldan orðin úrelt? ” • „Við viljum lika lifa og vera hamingju- samar” samtök sem vinna aö breytingum á samfélaginu. Og ef maöur finnur ekki réttu samtökin, þá bara stofnar maður þau eins og þið i Kvennaframboðinu hafið gert. Aðalatriðið er að fólk reyni að vera gerendur sögunnar, ekki þolendur. Ég held að þaö sé rétt hjá Kvennaframboðskonum að mörg mál sem brenna á konum séu ekki forgangs mál hjá stjórn- málaflokkunum, e.t.v. sökum þess að konur sjálfar vinna svo litið I flokkunum. Þeir sem málin varða þurfa sjálfir aö berjast fyrý>þeim, og þeir vita best hvar skðinn kreppir aö.” E.: „Það er mjög skiljanlegt að Kvennaframboð hafi komið fram, þvi flokkarnir hafa staðið sig illa I þeim málaflokkum sem konur hafa almennt áhuga fyrir og eins hefur barátta kvenna til áhrifa innan flokkanna ekki borið þann árangur sem vonast hefur veriö eftir á siðustu árum. Ógnunin sem Kvennaframboðið skapaði hefur breytt miklu hjá öllum pólitisku flokkunum. Nú skiptir það verulegu máli að hafa konur i áhrifastöðum á listunum i þvi skyni að ná i kjósendur. Flokk- arnir eru gamalgrónar valda- stofnanir og innan vébanda þeirra má hafa veruleg áhrif á gang mála i þjóðfélaginu. Ég velti t.d. fyrir mér kvennaframboðinu sem valkosti en komst að þeirri niðurstööu að á lista Sjálfstæðis- flokksins gæti ég unnið aö minum áhugasviðum út frá reynsluheimi kvenna, og um leið átt samstöðu með fólki um ýmis önnur mál, sem mér finnst skipta miklu fyrir alla. Það er t.d. ekki siður hags- munamál fyrir konur en karla aö verðmætasköpun eigi sér stað I landinu og að atvinnutækjum sé dreift á hendur margra til þess að skapa aðhald og samkeppni, bæði i vöruframboði og aðstöðu á vinnustöðum. Mér finnst auk þess nauðsynlegt að vinna með karl- mönnum og að þau mál sem við konur berum fyrir brjósti ein- angrist ekki heldur séu samofin öllum öðrum þáttum. M.: Ég vil nú ekki tala um árangur ennþá, þaö er ekki nóg að hafa konur á listum. 1 Alþýðu- bandalaginu hefur hlutur kvenna á listum og I valdastofnunum flokksins undanfarið veriö ail- góður.samt er eins og það skili sér ekki nógu vel inn I málefna- áherslu hans, og þar vil ég kenna okkur konunum sjálfum um. Við höfum ekki unniö nógu markvisst eöa samhent, en þvi er hægt að breyta. Ég tala nú ekki um, ef við fengjum ykkur Kvennaframboðs- konur I lið með okkur innan flokksins.” G.: „Mér finnst uppröðunin á framboöslistana oft bera keim af þvi að ákveðnir aðilar svo sem konur eru settir á þá til þess að punta upp á.” M.: „Þaö er þá alveg eins okkur að kenna, ef hægt er að hafa okkur bara upp á punt.” G.: „Já, það hlýtur að vera ein- hver skýring á þvi.” E.: „Flokkarnir eru samansafn þeirra, sem að þeim standa og sú stefna sem tekin er hverju sinni ákvarðast að miklu leyti af þeim starfa innan þeirra. Séu konur ekki virkir þátttakendur er litil von á breytingum þeim til handa.” G.: „Flokkarnir eru nú meira en það, þeir eru eitt sterkasta valdatæki i þjóðfélaginu. Þá komum við aftur aö þvi sem við vorum að tala um i upphafi, hvað kjósandinn er viðsfjarri I ákvarö- anatöku. Ég er ef til vill óþolin- móð. Mér finnst skrefin I átt aö jafnrétti stutt og jafnvel vera stigin aftur á bak. Ég gekk i kvennaframboð viö stofnun þess, þvi mér fannst það vettvangur, sem höfðaði til breiðs hóps. Hver og einn sem nennir og vill getur látið I sér heyra og jafnvel haft áhrif. Þaö tel ég vera ástæðuna fyrir þvi, að kvennaframboðiö er komið þetta langt, miöað við það hversu stutt er siðan það var stofnað. Ég get sagt ykkur það að 90% af öllum félögunum eru virkir. Kvennaframboðiö hefur þegar haft áhrif inn I flokkana með þvl einu að vera til.” M.: „Ég vil bara hér undir- strika það sem ég sagði áöan um að fólk ætti aö vera gerendur, en ekki þolendur sögunnar og út frá þvi er ekki nema gott eitt að segja um kvennaframboö, ég er hins- vegar ósammála þvi mati, aö engu verði þokað innan þeirra flokka sem fyrir eru. Við eigum hinsvegar eftir að sjá hvort auk- inn hlutur kvenna i borgarstjórn skili sér I breyttri pólitik.” E.: „Kvennaframboðiö hefur gert verulegt gagn, þess sjást nú þegar merki. Ef til vill má varpa fram þeirri spurningu, hvort mestum árangri þess sé þegar náð. Það skiptir miklu máli að konur séu margar I áhrifasætum i stjórnmálum og opinberu lifi, þvi reynsla þeirra og áhugasvið hefur alveg vantað inn i stjömmálaum- ræðuna og ákvarðanatöku á öll- um sviðum þjöðlifsins.

x

Kvennaframboðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.