Kvennaframboðið - 01.03.1982, Page 8
8. SÍÐA <
MARS 1982
K: ,,Anna hvaö telur þú aö
helst þyrfti aö bæta varöandi
aöstööu fatlaöra i borginni?”
A: .í’yrst og fremst þarf aö
hugsa fyrir þvi aö fatlaö fólk
komist leiöar sinnar i borginni
og svo auövitaö aö þaö geti nýtt
sér alla þjónustu sem boöiö er
uppá almennt s.s. I bönkum,
btiöum, söfnum, skemmtistöö-
um o.fl.Ég kemstalls ekki ein I
bæinn, margs konar hindranir
eru i veginum sem almennir
borgarar gera sér auövitaö
enga grein fyrir aö hefti ferða-
frelsi mikilsfjölda fólks. Ég get
nefnt sem dæmi aö þaö er ekki
skái ilt af gangstéttarbrúnum
sem þýöir aö viö sem feröumst i
hjóiastólum eigum enga von um
aö komast yfir götu hjálpar-
laust. Tröppur og öll þrengsli
erfiöa umferö á gangstéttum,
einnig fólki meö barnavagna.
Alltaf ertekiö tillit til þarfa bíls-
ins, allt eiga þeir aö komast. Aö-
eins örfáar stofnanir og búöir i
Anna Geirsdóttir læknanemi
Þaö er ekki þrautalaust fyrir fatlaöa aö feröast um húsakynni
Háskólans.
Hvar er allt fatlaða fólkið?
Viðtal við Önnu Geirsdóttur læknanema
bænum eruþannig aö t.d. fólk i
hjólastól geti nýtt sér þjónustu
þeirra. Ég getaðeins notaö einn
banka og þaö er Verslunarbank-
innLaugavegil72þvi þarkemst
ég á bílnum aö lúgu.
Auk þess sem feröir okkar
fatlaöra hamlast algerlega
vegna ótal atriða á borö viö þaö
sem ég hef nefnt þá eru einnig
klósettmál hrikalegt vandamál
hvert sem fariö er, stofnanir,
bió, skemmtistaöir, alls staöar.
Ef klósett eru nægilega rúmgóö
og aögengileg fyrir fólk i hjóla-
stól þá er ekki ósjaldan aö vant-
ar handföng, án þeirra björgum
viö okkur ekki ein. Fæstir skólar
hafa viðunandi aögang og aö-
stöðu fyrir fatlaöa. 1 Háskólan-
um er þaö helst Lögberg sem
fatlaöir geta sótt, þar er nú ver-
iö að koma upp salernum fyrir
fatlaöa.
Þaö er ólýsanlega mikilvægt
aö allar byggingar sem byggöar
eru i dag séu hannaöar með
þarfir fatlaðra i huga, þvi breyt-
ingar eftir á veröa oft seinlegar
og erfiðar ef þá ekki nær ófram-
kvæmanlegar.
Feröaþjónusta við fatlaöa
sem Borgin rekur er algerlega
ófullnægjandi Þrir til fjórir bíl-
ar eru I rekstri, þá þarf aö panta
meö dags fyrirvara milli kl. 13
og 16 og samtóvist hvort maður
fær bfl. Hér hefur Lögreglan
hjálpaö mikiö, þaö er samt
skritiö aö vera oröin einn af góð-
kunningjum lögreglunnar. Ég
tel þaö einnig mjög mikilvægt
aö hugsaö sé fyrir ibúöum fatl-
aöra i nýbyggingum á vegum
borgarinnar og annarra, i stað
þess aö byggja sér blokkir fyrir
þá. Þaö er eölilegra og auöveld-
ara að fatlaöir blandist þeim er
heilbrigðir eru, þannig er e.k.
samhjálp t.d. möguleg.
K: „Ég sé núna hvers vegna
ég mæti aldrei fötluöum á förn-
um vegi, — en hvar er þá allt
fatlaöa fólkiö?”
A: ,,Ég hef oftvelt þessu fyrir
mér sjálf, en hef heyrt aö þetta
fólk er heima hjá sér allan sól-
arhringinn. Lang flestir eru at-
vinnulausir og einnig er gert lit-
iö af þvi aö hjálpa fólki út i lifiö
aftur eftir fötlun. Stór hluti
þessa fólks er gifurlega ein-
angraður, hefur auk þess minni-
máttarkennd og hefur misst
trúna á lifiö og sjálft sig, — sem
ekki er skritiö, allar aöstæöur
okkar nú skapa þetta ástand.
Þaö er öhugnarlegt að í okkar
þjóðfélagi skuli ekki vera gert
meira til aö bæta stööu þessa
fjölmenna hóps sem býr við
kröpp kjör og nýtur ekki mann-
réttinda, —■ vil ég meina.
K: „Hvaö viltu aö sé gert I
þeim málum?”
A: ,,Gera stórátak i þá átt aö
hjálpa föthiöu fólki út i lifið aft-
ur. Eg veit þaö sjálf núna eftir
að ég lamaðist og varö alger-
lega bundin hjólastólnum, aö
hindranirnar eru óteljandi sem
mæta okkur er út i lifið kemur
og ekki á færi einstaklinganna
aö brjóta þær niöur, nema aö
hluta og með hjálp góðra vina,
ekki sist þegar fötluninni fylgir
óöryggi, ósjálfstæði, minni-
máttarkennd sem leiöir af sér
að lífs- og baráttuviljinn brotnar
smám saman niður.
Hér þarf sameiginlegt átak
allra i samfélaginu og vilja til
aö veita fé til umbóta i þessum
efnum. Það er hiklaust veitt fé i
t.d. bilastæði og dýrar bygging-
ar, — og til hvers eru umbætur
til betra mannlifs ef allir geta
ekki notið þeirra. Fatlaðir eru
óarðbær hópur i þjóðfélaginu og
eftir þvi sem lifsgæðakapp-
hlaupið vex dragastþeiræ meir
aftur úr, — eru nokkurs konar
utangarösmenn.
Ef fatlaöir fengju tækifæri til
félagslegsog fjárhagslegs sjálf-
stæöis, tækju þátt i atvinnulif-
inu, gæti skerfur þeirra oröiö
mikill i uppbyggingu þjóðfé-
lagsinsí staö þessað vera baggi
og útgjaldaliöur eingöngu, Þaö
er erfitt aö tilheyra slikum hóp,
ekki sist þegar árar illa, — ég
biö fólk aö hugleiöa það.
K: „Hvernig viltu berjast fyr-
ir breyttum viöhorfum til fatl-
aöra?”
A: ,,Ja, — mér dettur auðvit-
að fyrst ihug fræðsla, — hún a-
auðvitað langmikilvægust ef
fólk á að geta mótaö sér skoðan-
ir og tekið afstööu út frá stað-
reyndum sem fyrir liggja. Ég
get sagt þér þaö, að áöur var ég
hreinlega hrædd við fatlaö fólk.
Ég vissi ekki hvernig ég átti að
hegða mér, hafði ekki hugmynd
um stööu þess né lifsskilyrði og
vissi ekki hvert ég gæti leitað til
aö afla mér upplýsinga. Nú er
það ég sjálf sem get gefiö upp-
lýsingar og þvi tel ég að hlutur
fatlaðra sjálfra ætti að vera
stærstur a.m.k. leiöandi i þeim
efnum. Meöal hjólastölafólks er
hópur sem er að reyna að koma
af stað e.k. samtökum en það er
allt á byrjunarstigi. Samstaöa
og samtök fatlaðra er nauösyn-
leg ef einhverju á aö koma til
leiöar. Viö veröum að berjast
sjálf ötullega fyrir bættum lífs-
skilyröum okkar, gera okkur
gjaldgeng i þjóðmálaumræð-
unni, — en þar komum við aftur
að þvi aö aðstaða okkar til þess
er á svo margan hátt verri en
þeirra sem fara frjálsir ferða
sinna og hafa sitt sjálfstæði
óskert. Þess vegna er fræðslan
mikilvæg, — að aðrir geti skilið
stööu okkar.
K: „Aö lokum Anna, hvert er
viðhorf þitt til Kvennafram-
boðsins?”
A: „Ég styð Kvennaframboð-
iö heilshugar. Konur hafa alltaf
verið kúgaöar. Staða þeirra sem
mæður, uppalendur og styrkur
sjúkraogaldinnahefur gert þær
valdalausar, þó einmitt þessi
störf, endurframleiðsla vinnu-
aflsins,ségrundv öllu r f ramf ara
og undirstaða atvinnulifsins
eins og þaö er rekið. Nú þegar
konur taka æ meiri þátt í at-
vinnulífinu batnar staða þeirra
á þann hátt að vinna þeirra og
tilvist er viðurkennd, þaö eykur
öryggi og sjálfstæöi. En það er
ekki nóg, jafnréttisbaráttan
stendur einmitt um fleira en að
konur gangist inn á sjónarmið
karla. Jafnréttisbaráttan er
barátta fyrir samfélagslegri
ábyrgð á því hlutverki sem kon-
ur hafa sinnt gegnum aldirnar,
þ.e. að tryggð sé staða allraein-
staklinga sem gildandi og jafn-
rétthárra þegna, s.s. barna,
sjökra og aldinna á borð við þá
sem heilbrigðir og „eðlilegir”
teljast. Viö sem erum fötluð
vil jum aö tryggt sé félagslegt og
fjárhagslegt sjálfstæði okkar —
viö viljum ekki vera stofnana-
matur né _ utangarðsfólk.
Ábyrgðiná málum fatlaðra á að
vera samfélagsleg, — og þar
með lausnirnar, — en ekki mál
hvers einstaklings einangrað
frá öðrum þáttum samfélags-
ins. Þetta er einnig skoðun
Kvennaframboðsins, og það
væriekkisvovitlaustað fatlaðir
mynduöu hóp innan þess til að
hafa áhrif og koma skoðunum
okkar á framfæri gegnum þaö.
Litiö upp frá lestrinum.