Kvennaframboðið - 01.03.1982, Síða 13
MARS 1982
StÐA 13
• ■■ • :
Fullorðinsfræðsla
örar breytingar i tækni og vis-
indum, miklir búferlaflutningar
úr dreifbýli, breytingar á hefö-
bundinni verkaskiptingu kynj-
anna og hærri meðalaldur fólks
gerir þörfina fyrir fullorðins-
fræðslu endurmenntun og si-
‘ ■» menntun æ brýnni.
Kröfur samfélagsins til faglegs
náms kvenna hafa ekki verið jafn
ótviræðar og til náms karla. Þvi
óska margar konur starfsmennt-
unar á fulloröinsárum. Auk þess
hefur vanmat á starfi húsmæðra
oröið til þess að konur, sem unnið
hafa heimilisstörf um lengri
tima, eiga mjög erfitt uppdráttar
á vinnumarkaðnum.
Aðstaða fatlaðra til fullorðins-
fræðslu er fábrotin, þótt þörf
þeirra sé oft enn brýnni en þeirra
er ófatlaðir teljast.
Kvennaframboðið vill þvi vinna
að þvi að fullorðið fólk eigi kost á
námi sem er sniðiö að þroska þess
og áhugamálum, en veitir sam-
bærileg réttindi og hefðbundiö
skólanám.
Fullorðinsfræðslu ber áð nýta,
ekki aðeins til að bæta menntun
k þjóöarinnar og gera hana hæfari
til að mæta breyttum aöstæðum,
heldur einnig til aö vinna mark-
visst að bættri stöðu kvenna i at-
vinnulifinu.
Uppeldismál
Ein meginástæða valda- og
áhrifaleysis kvenna I samfélag-
inu er sú að uppeldi barna og um-
önnun hvilir nær eingöngu á þeim
án þess að það sé metið að verð-
leikum. Aukin og bætt þátttaka
samfélagsins i uppeldi barna og
jöfn foreldraábyrgð eru þvi við-
fangsefni sem kvennaframboðið
setur á oddinn.
Meirihluti kvenna býr við
margfalt álag, vegna vinnu innan
og utan heimilis. Mæöur njóta sin
oft ekki i vinnu vegna stöðugrar
óvissu um öryggi og liöan barna
sinna og standa oft ráðþrota
þegar börnin veikjast. Þær konur
sem vinna heima við heimilis-
störf og umönnun barna eru oft
félagslega einangraöar. Þvi ættu
allar konur að eiga þess kost að
vinna utan heimilis. Forsenda
þess er, aö fyrir hendi sé örugg
dagvist fyrir börnin. Við núver-
andi aöstæöur þurfa öll börn að
eiga kost á a.m.k. 6 klst. dagvist i
heimahverfi sinu óháð atvinnu-
þátttöku, efnahag og hjúskapar-
stöðu foreldra. Börn foreldra úr
mismunandi starfsstéttum og
þjóðfélagshópum eiga að vera
saman i dagvist.
Til að ná þessum markmiðum
verður að hraða uppbyggingu
dagvistarstofnana. Reisa þarf ný
dagvistarheimili á fljótvirkari og
einfaldari hátt en nú tiökast og
kaupa eða leigja húsnæöi sem
hentar til dagvistunar meöan
eftirspurn er ekki fullnægt.
Endurskipuleggja þarf dag-
vistun á einkaheimilum til að
auka öryggi foreldra og barna er
þá þjónustu nota. Spor I þá átt er
að dagmæöur verði starfsmenn
borgarinnar.
Skólastarf nú er ekki I takt við
timann. Taka verður miö af
þörfum barna og heimila við
skipulag skólastarfs. Lögum og
reglugerðum um rekstrarkostnað
skóla veröur aö breyta þannig að
hver skóli verði sem sjálfstæðust
rekstrareining. Kvennafram-
boðið leggur höfuðáherslu á eftir-
farandi atriði:
— Skóladagur allra barna verði
samfelldur. Skólar verði ein-
setnir og nemendum fækkað i
bekkjardeildum.
— Skólatimi 6 ára barna verði
lengdur.
— Aðstaða verði I skólum eða i
tengslum viö þá, þar sem börn
geti átt athvarf þann hluta
dagsins sem þau eru ekki i
kennslustundum. Slik aðstaða
þarf að vera fyrir hendi fyrir
börn á grunnskólaaldri, en
brýnast er að nú þegar verði
hafist handa um aö koma upp
öruggri aðstööu fyrir yngstu
börnin.
— Komiö verði upp matsölu fyrir
nemendur.
— Horfið veröi frá þeirri stefnu
að sameina skóla i eldri
hverfum.
Stuðla þarf að aukinni umræðu
um starf og markmið uppeldis-
stofnana. Einkum þarf samstarf
foreldra og starfsfólks dagvistar
og skóla að vera náið, til aö
tryggja að báðir aðilar fylgist
með reynslu, þroska og liðan
barnanna og móti sameiginlega
stefnu og markmiö stofnananna.
Þarfir barna hafa of oft lotið i
lægra haldi fyrir þörfum vinnu-
markaðarins. Stóraukinni þátt-
töku kvenna I atvinnulifinu hefur
ekki verið mætt sem skyldi með
aukinni þjónustu. Kvennafram-
boðið vill gerbreyta þessu. Sam-
félagiö ber ábyrgö á öllum
börnum. Samverustundum barna
og fullorðinna þarf aðfjölga. Gera
verður foreldrum kost á styttri og
sveigjanlegri vinnutima og gefa
skal foreldrum efnalega kleift aö
minnka við sig launavinnu án
— þess aö starfsréttindi skerðist, en
standa þarf sérstaklega vörö um
atvinnuöryggi kvenna. Brýnast
er aö koma þessu á fyrir foreldra
barna yngri en tveggja ára. Þá
veröur strax aö tryggja for-
eldrum rétt til að vera heima hjá
veikum börnum sinum.
Framtiöarmarkmiöið er að
börn dveljist ekki á uppeldis-
stofnunum utan heimilis lengur
en 6 tima á dag. Þá leggjum við
áherslu á að jafnréttisviðhorf riki
i dagvistum og i skólum svo að
stúlkur og drengir séu jafn vel
búin undir lif og starf I þjóðfélag-
inu.
komið upp athvarfi fyrir unglinga
i bráöum vanda þar sem þeir geti
dvalistum skemmri tima og notiö
ráögjafar og annarrar aöstoöar
meðan unnið er að varanlegri
lausn mála þeirra.
Æskulýðsmál
Virða ber þörf unglinga fyrir að
vera út af fyrir sig með félögum
sinum. Komið verði upp I öllum
hverfum aðstöðu, sem þeir hafa
sjálfir tekiö virkan þátt i að móta.
Jafnframt verður að leggja
áherslu á að rjúfa einangrun ung-
linga sem hóps og tengja þá betur
atvinnulifi og félagslifi.
Sumarvinna sem borgin býður
unglingum þarf aö vera fjölbreytt
og launagreiöslur eiga að miöast
við sambærileg störf fullorðinna.
Gæta þarf jafnréttis i vinnutil-
boðum fy rir stúlkur og drengi.
Unglingar I dag — fullorönir á
morgun. Viö getum ekki litið
framhjá þeirri staðreynd að fjöldi
unglinga á I miklum erfiðleikum
af persónulegum og félagslegum
ástæðum. Vill Kvennaframboðið
vekja sérstaka athygli á að sivax-
andi fjöldi barna og unglinga
neytir vimuefna. Það er sjálfsögö
skylda þjóöfélagsins að veita
unglingum i vanda raunhæfa
aðstoð.
Leggja ber megináherslu á
fyrirbyggjandi starf ekki ein-
ungis skapandi tómstundastarf.
heldur markvissa vinnu meö
börnum og unglingum sem hætta
er á að lendi I vanda.
Með þvi er ekki aðeins stuðlað
að farsælu lifi einstaklingsins
heldur oft spöruð dýr úrræöi
seinna meir.
Stórbæta þarf samstarf hinna
óliku aðila er um málefni ung-
linga fjalla I þvi skyni aö sam-
ræma aðgeröir og bæta þjónustu.
Kvennaframboðið telur
nauösynlegt að nú þegar verði
Tómstundir og
menningarmál
Hættan á félagslegri einangrun
einstaklinga i borgarsamfélagi
er sýnu meiri en I smærri r.am-
félögum. Þetta á við um allt fólk.
Fólk þarf að hafa aðstööu til
félagsstarfs og tómstundaiðju I
sinu hverfi. 1 þvi skyni á að nýta
það húsn.æði sem fyrir er s.s.
skóla, kirkjur og safnaðarheimili
og ekki sist félagsmiöstöövar sem
verður að fjölga i náinni framtið.
Þarna gefst vettvangur fyrir
tómstundastörf og listsköpun sem
má efla meö farandsýningum á
myndlist, heimsóknum leikhópa,
tónlistarmanna og rithöfunda.
Skipuleggja þarf tómstunda-
starf þannig að allir aldurshópar
geti notiö þess sameiginlega.
Vanda þarf til framkvæmdar
Listahátiðar með það fyrir
augum að gera hlut Islenskra
listamanna sem mestan og halda
áfram á þeirri braut að sem allra
flestir fái notiö hennar.
Efla þarf hverskyns list-
kynningu og umfjöllun um listir
og veita skapandi listamönnum
stuðning. Auðvelda þarf lista-
mönnum aö koma sér upp vinnu-
aðstööu i borginni.
Borgarbókasafniö ber að efla
og þá þjónustu sem þar er veitt
umfram útlán bóka.
Nýr þáttur i starfsemi Borgar-
bókasafnsins verði upplýsinga-
deild um borgarmálefni,
áætlanir, framkvæmdir og alla þá
þjónustu er borgin veitir. Auk
Frh. á næstu siðu