Kvennaframboðið - 01.03.1982, Qupperneq 15

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Qupperneq 15
MARS 1982 ÍSÍÐA 15 Hugmyndafræði- legur grundvöllur kvennaframboðs Hvað sameinar konur? Hlutverk kvenna hefur frá fyrstu tfð verið aö vemda lif og viðhalda þvi. Konur ganga með börnin, fæða þau og ala upp. Vinnustaður þeirra hefur verið á heimilinu tíia i námunda við það, og þar hafa konur þróað sinar sérstöku aöferöir við mat- argerð, fatasaum, ljósmóður- störf, uppeldi barna og kennslu, þvotta og önnur þrif, hjúkrun og umönnun sjiíkra og aldraðra. Þrátt fyrir ólik lifskjör kvenna er þetta sameiginlegur reynslu- heimur þeirra, arfur þeirra frá kynslóö til kynslóðar, þaö sem hefur mótað heimsmynd þeirra, sjálfsimynd og menningu. Að hluta til hafa þessi hefð- bundnu störf kvenna færst frá heimilinu út i samfélagið, en samt sem áður hvilir uppfylling daglegra þarfa enn á herðum kvenna og bætist ofan á vinnu þeirrautan heimilis. Við þessar aðstæður lifa konur við sifellda sektarkennd. Vinnuálag þeirra er margfalt. þær eru á stöðug- um hlaupum milli vinnustaðar, verslunar.bamagæslu og heim- ilis. Án þeirra starfa sem konur vinna á heimilinu getur ekkert þjóðfélag verið til, en þrátt fyrir það eru þessi störf ekki metin sem vinnuframlag til samfé- lagsins heldur sem einkamál hverrar og einnar konu. Vegna hinnar hefðbundnu verkaskiptingar kvenna og karla er verðmætamat þeirra ólikt. Samfélagsþróunin hefur | mótast af verðmætamati karla, og reynslu kvenna gætir næsta litíð við stjórnun heimsins. Nú er svo komið, að náttúra og lif- riki jarðar eruí hættu, og tækni- væðingin og sú mengun sem af henni leiðir verður æ meiri og tillitslausari við frumþarfir mannsins. 1 þessum heimi virð- ist oft ekki rúm fyrir mannleg samskipti, tilfinningar, náttúru- skynjun og sköpun, og í dag er mannkyninu ógnaö af vígbúnað- arkapphlaupi sem stefnir i ger- eyðingu. Þessari þróun verður að snúa við, um það hljóta konur að sameinast. Hvers vegna kvennaframboð? Það sem einkennir reynslu- heim kvenna er aö hann er svo tíl ósýnilegur, og aö hann er lit- ilsmetinn. Valda- og áhrifaleysi kvenna blasir alls staðar við I isiensku þjóðfélagi. Á alþingi sitja aðeins 3 konur á móti 57 körlum, og engin þeirra er kjör- dæmakjörin. í rikisstjórninni er engin kona. í sveitarstjórnum er 71 kona á móti 1076 körlum. 1 15 manna miðstjórn Alþýðu- sambands íslands eru aðeins 2 konur, og i stjórn Vinnuveit- endasambands Islands er engin kona. Þetta er staðreynd, þrátt fýrir það að konur eru helming- ur þjóöarinnar og meirihluti fé- laga I verkalýðshreyfingunni. Sama gildirum aðrar stofnanir þjóðfélagsins. í áhrifamestu og Mynd: Marie Louise De Geer Bergenstraahle best launuöu stöðunum eru karlar. Konur vinna ólaunuð störf á heimilinu og láglauna- störfin á vinnumarkaðnum. Ný- legar skýrslur sýna, að árið 1979 náðu aðeins 3% giftra kvenna meðaltekjum, en yfir 60% kvæntra karla náðu þvi marki. Af þessum tölum má sjá, að konur eru svo til valdalausar, þegar þau mál eru ráðin sem varða samfélagið allt. Allir stjörnmálaflokkar á Is- landi eru byggðir upp og þeim stjómað af fámennum hópi karla. Það eru karlar sem setja leikreglurnar. Enginn þessara flokka tekur sérstaklega mið af reynsluheimi kvenna, og konur fáekki aðkomaþar næren körl- um hentar. Málefni sem konur láta sig miklu varða eru að visu stundum á stefnuskrá flokk- anna, en þau sitja gjaman á hakanum þegar aö fram- kvæmdum kemur. Eins og mál- um er nú háttað viröist það fiill- reynt að konur geti aukið vald sitt og athafnasvið i islenskum stjómmálum meö þvi að fara hina hefðbundnu leið flokkakerf- isins. Þrátt fyrir aukin lagaleg rétt- indi og meiri menntun kvenna á þessari öld, hafa áhrif þeirra og völd i' þjóðfélaginu ekki aukist tíl neinna muna. Astæðurnar fýrir þvi eru margar og flóknar, og kanneinþeirra aö vera sú, að konur hafi sætt sig viö rikjandi verðmætamat. 1 stað þess að miða viðhlutverk og stöðu karla erukonurnú farnar aö gera sér grein fyrir hinu jákvæða i lifi sinu og reynslu, einhverju sem þarf aö varðveita og þróa áfram, ekki bara þeirra sjálfra vegna heldur vegna samfélags- ins alls. Markmiö kvennafram- boösins er að önotaöur visku- forði kvenna verði nýttur, að hinn sérstaki reynsluheimur þeirra verði geröur sýnilegur og metinn til jafns við viðhorf karla sem stefnumótandi afl i þjóöfélaginu. Þá fyrst geta kon- ur og karlar unnið saman, að karlar viðurkenni og tileinki sér þennan reynsluheim, á sama hátt og konur tileinki sér það besta og lífvænlegasta af viö- horfum karla. 14.1.1982 Mynd: Valdís óskarsdóttir

x

Kvennaframboðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.