Kvennaframboðið - 01.03.1982, Page 17

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Page 17
MARS 1982 SIÐA 17 Hvers vegna styður þú kvennaframboð? Guðfinna H. Friðriksdóttir: Gefum þeim von Hólmfriður R. Arnadóttir: Breytt gildis- mat Ástæðan fyrir þvi að ég styð kvennaframboð er sú að ég treysti ekki karlaflokkunum til að stjóma borginni á þann háttsem konum hentar. Konur eiga og hafa átt erfitt uppdráttar f stjdrnmálum vegna þessaðþærbúa við tvöfalt vinnu- álag. Auk vinnu utan heimilisins hvilir ábyrgðin á rekstri kjarna- fjölskyldunnar á þeirra herðum. Það lendir ekki á þeim þegar 6 ára barn er aðeins hálfan annan tima á dag i skdla, þeir þurfa ekki að setja frama sinn að veöi af þessum sökum. Eg treysti körlum ekki fyrir skipulagi ibúðahverfa, þvi þeir þurfa ekki að dveljast i þeim nema takmarkaðan tima. Eg treysti þeim ekki fyrir húsnæðis- málunum vegna þess að þaö lendir á konunum að annast rekstur húsnæðisins. Það er karl- anna verk að húsnæði i borginni er allt miðað við kjarnafjölskyld- una og að lán til ibúðakaupa miðast við fjölda eldhúsa. Karl- Hólmfriður R. Árnaddttir arnir vilja viðhalda kjarnafjöl- skyldunni þvi hiin er forsendan fyrir þvi að þeir geti haldið áfram framapotinu. En framabrautin er þyrnum stráð og þegar móti blæs er kjarnafjölskyldan besti vett- vangurinn til að hefna þess sem illa gengur á vinnustað. Þess vegna er allt húsnæði sniðiö að kjarnaf jölskyldunni. Það er miklu erfiðara að fá útrás fyrir bælinguna, niðurlæginguna, vonbrigðin innan um fólk sem maður „á” ekki. En á meðan kjarnafjölskyldan er við fyði rikir „eðlilegt” ástand á vinnu- markaðnum. Það er kominn timi til að til stjórnunar veljist fólk sem vandamál borgarinnar brenna mest á. Það er að segja konurnar. Konurnar sem vita best hvar skóinn kreppir í skólamálum, i dagvistarmálum, i æskuiyðs- málum, i félagsmálum, I skipu- lagsmálum... Hva, ertu klikkuö, styðurðu kvennaframboðið! Viltu aðskiln- að? Veistu ekki að þessar rauð- sokkureru allar snarbilaðar? Og áfram i þessum dúr hef ég ásamt fleiri konum fengið að heyra, eftir að það heyrðist að konum væri al- vara i að bjtíða fram sér lista til borgarstjórnarkosninganna I vor. Ahrifin af þvi eru aö koma fram allsstaðar. Það verða konurofar- lega og jafnvel í efstu sætum lista allra fbkka viða um landið. Er ekki mericilegtað reynt er að hafa konur á flestum listum þegar konur annars staðar i bænum safnast saman og vilja bjóða fram sjálfar? Við getum lika velt þvi fyrir okkur i leiðinni út af hverju það voru stofnuð verka- kvennafélög sem eru enn við lýði. Af hverju heyrir maður oft ungar stúlkur segja „ég vil ekki eiga börn”. Af hverju eru útivinnandi konur að mestu i láglaunastörf- um? Af hverju er meirihlutinn i öldungadeildunum konur um og upp úr fertugu? Af hverju er það fyrstog fremst bráðungar konur og konur um og upp úr fertugu sem eru á vinnumarkaöinum? Stundum finnst mér of mikið um þröngsýnina þegar maöur heyrir svöreins og þetta: „Konan á að vera heima og hugsa um börnin”. Ungu stúlkunum finnst hlutverk sitt vera meira en að eiga og ala upp börn. Konum um fertugt sem ýmist eru í öldungar- deildum eöa á vinnumarkaðnum Guðfinna H. Friðriksdóttir finnst kannski heldur lltið við að vera heima, þær sakna félags- skapar, menntunar og eru fullar af þerf fyrir aö sjá annað en fjóra veggi heimilisins. Þar að auki niyndi vinnumarkaðurinn og þjóð arbúið aldrei þola að þessar konur væru heima, það myndi hrynja til grunna. Lang stærsti hluti kvenna vinnur i láglauna- stöfum og sumar við óþolandi að- búnað s.s. kulda og hávaða, það gera margirkarlmenn líka en vissulega ekki fyrir sömu laun. Konur þurfa að leggja mikiö meiraá sig vilji þær fara I ptílitík eða félagsstörf. Ansi oft hafa þær lent I þeirri aðstöðu aö vera eini kvenmaðurinn. Hversu oft hafa konur ekki rekið sig á að þær hafa annað mat á hlutunum en karl- iarnir. Þær hafa einfaldlega allt aöra reynslu og sýn en þeir. Það er hins vegar ekki metið. Hafa konur verið spuröar að því hvar og hvemig þær álíti að bestu leik- svæðin eigi aö vera? Hvernig er með fjölskylduna? Konur eru einar meö börnin þar til skólarnir koma til sögunnar. 1 þessu vinnu- þjóðfélagi okkar þar sem vinnu- timinn er óhóflega langur er afkoma þin bundin viö vinnuna en hún aðlagast ekki þfnum aðstæðum og fjölskyldu þinnar. Opinberar stofnanirmiða ekki við að ftestir vinni frá kl. 8—5. Það verður konan sem tekur sér fri þegar um veikindi i fjölskyldunni er aö ræða. Það tekur um það bil 20—30 ár af ævi konu aö ala upp börnin. Ef hlutverk hennar er að vera heima og hugsa um þau, hvað á hún þá að gera eftir það? Sitja heima og biða eftir að deyja? Konur hvarvetna I heim- inum eru óðum að skilja þær að- stæður sem þær búa við og sjá að heimurinn stendur á heljarþröm. Það er spurning hvort veröur á undan bomburnar eða náttúran sjálf. Unglingar, aldraöir, lamað- ir og fatlaðir eru ásamt konum aðskildir frá heildinni. Af þessum ástæöum og hundrað öörum styö ég kvennaframboðið. Þó mest vegna þess að komandi kynslóðir þurfa aö eiga von um betra mannlif. Gefum þeim von. Ása Jóhannesdóttir: Það lendir ekki á þeim... Flest vitum við hversu fáar konureiga sæti á Alþingi og i bæj- arstjórnum. Þvi valdameiri sem stöðurnar eru, þvi sjaldgæfara er að konur skipi þær. Eg styð kvennaframboð vegna þess að ég er óánægð með núver- andi stöðu konunnar i Islensku þjóðfélági. Og til að bæta stöðuna verða konur að standa saman, öðruvisi verður henni ekki breytt, það er þaulreynt. 1 23. gr. mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjtíðanna segir meðal annars: 1. Hver maður á rétt á atvinnu aö frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og vernd gegn atvinnuleysi. 2. Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk, án manngreinarálits. 3. Allir menn, sem vinnu stunda.skulu bera úr býtum rétt- látt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lifskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur. Egsé ekkiréttlætið i þvi að hús- mæður vinni ólaunuð störf á heimilum. Og að þær séu háðar mökum slnum hvað varðar fram- færslu og þjóðfélagsstöðu. 1 neysluþjóðfélagi samtimans, þar sem sjálfsþurftarbúskapur þekkist varla og allt þarf að kaupa fyrir peninga, er erfitt að una þviaðfá ekki greidd laun fyr- ir vinnu sina. Auk þess sem lif- eyrissjóðsréttindi ávinnast ekki fyrir húsmóðurstörf. Og atvinnu- öryggið er litið t.d. við dauða maka eða sambúðarslit. Þá getur reynst erfitt fyrir konur að fá annað starf, sérstaklega ef þær eru komnar yfir miöjan aldur. Þegar þjóðfélagið þarf á vinnu- afliokkar að halda utan heimilis, þá lendum við yfirleitt i láglauna störfum, oghúsmóðurstarfið verður að fristundastarfi. Ohóflegt vinnuálag gengur á rétt f jölskyldulifsins. Kvenna- framboðið vinnurað breyttu gild- ismati, þarsemfjölskyldansitur i fyrirrúmi, og réttur kvenna og karla verði jafn innan heimilis og utan, I framkvæmd. Þröstur Haraldsson: Ekkert hefur hreyst Hvers vegna skyldi ég, rót- tækur karlmaður, styöja Kvenna- framboðið? Er þetta ekki eitt- hvert pólitlskt miöjumoð, ein- ungis fyrir konur? Hlaupa þær ekki bara upp i fangið á Ihaldinu eftir kosningar? Fram til þessa hef ég alltaf kosið Alþýðubandalagið i borgar- stjórn og ég varð glaður þegar ihaldið missti meirihlutann I siöustu kosningum. Nú hlyti eitt- hvað að fara að gerast. Lengi vel gerðist ekki neitt en maður af- sakaði það með þvi að allar breytingar tækju tima, þær þyrfti að undirbúa vel. Biðin varð lengri og lengri. Auðvitað urðu ýmsar framfarir, en ég gat ekki séð að þær væru mikið öðruvlsi en þær sem ihaldið stóð að. Dagheimilum og slikum stofnunum fjölgaði með svipuðum hraöa og á slðustu valdaárum Ihaldsins. Þaö lifnaði yfir miðbænum en ég gat ekki séö að sú upplifgun væri með öðrum hætti en að Ihaldið gæti þóst full- sæmt af. Og svo framvegjs. En eitt breyttist ekki, Kerfið malaði áfram undir forystu sömu ihaldstoppanna I öllum emb- ættum. Það kom nýtt fólk I nefndir en hafði starfsstlll þeirra breyst? Það gat ég ekki séö. Starf þeirra var jafnlokað og áöur, Þröstur Haraldsson engin tilraun gerð til að virkja al- menning til starfa. Hrossakaupin blómstruðu sem fyrr. Ég skal nefna dæmi. Annað er ráðning forstöðukonu við dagheimilið Laufásborg. Þar voru óskir foreldra og starfsliös hundsaðar af þeirri einu ástæöu að valdamikill allaballi þurfti að útvega vandamanni sinum vinnu. Hitt er ákvörðun fræðsluráðs um lokun Vogaskólans. Ráðið ákvað fyrir siðustu jól samhljóða að færa elstu bekkjardeildirnar yfir I Langholtsskóla. Þegar ráðs- menn urðu varir við andúð nem- enda og foreldra við þessari ráö- stöfun var hætt við hana, með semingi og skilyrðum þó. Þetta sýndi að fræðsluráð hafði enga tilraun gert til aö setja sig inn I viöhorf þeirra sem skólann sækja og aðstandenda þeirra. Það þurfti undirskriftasöfnun til að koma vitinu fyrir ráðið. Ég gæti nefnt fleiri dæmi: Sigurjón I laxinum, afstöðu borearinnar til unglinga, aðfarir sparnaðarnefndar o.s .frv. Allt hnigur I sömu átt: sú breyting á starfsháttum borgarstjórnar sem kjósendur báðu um i siöustu kosn- ingum hefur ekki orðið aö veru- leika. Nú veit feg að meirihlutamenn ekki sist Alþýðubandalagið, hafa ýmsar afsakanir á takteinum. Sjöfn hefur verið erfiö, embættis- mennirnir tef ja fyrir, veröbólgan, ásælni rlkisins I tekjustofna. En hvers vegna í dauðanum hafa þeú- þá lokaö allt inni I nefndum ográðum? Hvers vegna i dauðan- um hafa þeir dcki reynt að hafa meira samráð við almenning I borginni? (Jú, jú feg veit um viðtalstlmana). Velmeinandi ein- staklingar I nefndum geta einir sfer lítiö gert, en ef þeir geta vlsað tíl stuönings og þátttöku almenn- ings er vigstaða þeirra öll önnur og betri. Það er þetta sem ég vona að Kvennaframboðið geti breytt. Það er sprottiö af þörf og vilja til breytinga, ekki slst á starfs- háttum borgarstjórnar og nefnda hennar. I Kvennaframboðinu eru samankomnar konur sem eru orðnar langþreyttar á þvi að þau mál sem heitast brenna á þeim, á börnunum, á heimilunum og þeim sem minna mega sin, að þessir málaflokkar skuli alltaf verða út- undan, alltaf þeir fyrstu sem niðurskurðarhnifarnir beinast að. Þær eru orðnar þreyttar á þvi að horfa upp á fulltrúa slna eyða fGÍ f Eldhúsbókinni I aprll 1969 birt- ist eftirfarandi: „Kona sem vinnur úti þarf að muna að fas hennar og fram- koma getur haft mikil áhrif á andrúmsloftið á vinnustaðnum. Hún er ekki aðeins starfs- • kraftur, heldur er hún einnig Ikona ogefframkoma hennarer aðlaðandi og smekkleg og hún i stendurvel I stööu sinni, verður I hún virt bæöi sem konaog sem I starfsfélagi.” meiri tlma I framapot og spjátrungshátt en I það starf sem þeim var faliö. Þær hafa þvi sest niður og rætt málin, farið út um borg og bý og kynnt sér allar hliðar á rekstri borgarinnar, sest aftur niður og samiö stefnuskrá. Og þó ég hafi ekki séð þá stefnuskrá enn, þá hef ég fyigst nokkuð með undirbún- ingi og ber fullt traust til þess aö hún samræmist betur óskum minum um fegurra mannllf I borginni en þær sem hinir flokk- arnir hafa starfað eftir fram að þessu. Og það sem er betra: ég veit aö þær konur sem ná kjöri til borgarstjórnar standa ekki einar. Þær munu njóta stuðnings fjölda kvenna, karla og unglinga sem fylgjast með starfi þeirra af lif- andi áhuga — og leiörétta þær hiklaust ef þær ætla aö falla I freistingar kokteilboðanna I Höfða. Enginn efast um ábrif Marteins Lúthers. Hann sagfti: „Konan er sköpuö af Guði fyrst og fremst til aö ala börn og vera manni sinum til yndis og ánægjuauka. Konuna skortir þrek og likamskrafta en einnig vits- muni. Þaö má fyrirgefa þeim hiö fyrrnefnda, en yfir hinu skal maður gleðjast, þvi þaö má því stjórna þeim meö hinum karl- mannlegu vitsmunum”. 'J

x

Kvennaframboðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.