Kvennaframboðið - 01.03.1982, Side 19

Kvennaframboðið - 01.03.1982, Side 19
MARS 1982 SÍÐA 19 klofvega á tveimur hálum stein- um. Þeir voru hættir viö aö leita, hún gæti þessvegna drekkt sér I einhverjum hylnum. Hún túk upp um sig skokkinn og horföi á magabeltiö, beru röndina á milli þess og sokkana, og svo.á sokk- ana. Hún smeygöi sér úr maga- beltinu og sokkunum án þess aö losa um þá. Hún hélt á magabelt- inu og horföi á sokkana dingla i þvi. Hún lét strauminn toga I sokkana. Svo lét hún strauminn taka þá og magabeltiö. Hana langaöi úr öllum fötunum. Hana langaöi til aö synda, breytast i sil- ung, fljóta meö straumnum, sam- einast vatninu, leysast upp, hætta aö vera til. Hún hrökk upp úr þessum hugsunum sinum viö þá skelfilegu hugmynd aö strákarnir stæöu kannski neöst viö ána, þar sem hún rann út I fjöröinn og veiddu hlébaröamagabeltiö og sokkana. Hún lamaöist af skelf- ingu og rann til á steinunum. í einu ofboöi hljóp hún yfir ána og upp á grasbalann hinum megin. Núna varö hún aö ganga berfætt heim aö bænum. .Strigaskórnir voru hinum megin. Hún óö yfir ána aftur. Fór i strigaskóna. Fæt- urnir voru rauöir og bláir. Tárin spruttu fram á vanga hennar eins og heitur þrumuskúr og áöur en hún vissi af grét hún hástöfum á árbakkanum. Hún horföi á vatniö sem haföi hægt á ser og stöövast i pínulitlu lóni og hún lét tárin detta á þaö eins og regndropa. Um leiö speglaöist andlit hennar I vatninu og franska munstriö á blússunni hennar hreyföist og mjakaöist á vatnsfletinum. Nafn hennar var kallaö I fjarska. Þaö var Bergur. Enginn mátti sjá aö hún var aö grátav Hún faldi sig aftur á bak viö stóran stein. Hann hætti aö kalla á hana. Sólin var henni ekki lengur hliöholl. Hún gekk i humátt aö bænum, köld og stirö og tóm. Þegar hún kom i bæjardyrnar mætti henni þetta dulúöarfulla bros og henni var sagt aö fólkiö hennar væri fariö. Enginn virtist taka eftir þvi að hún var berfætt i skónum. Hún náði i peysuna sina inn i stofu og þakkaði fyrir sig. Skyldfólkið úr næsta firði var lika á förum. Henni var troðiö inn i jeppa. I baksætið. Ofan á sjómanninn. Sonurinn langi virtist gufaöur upp. Húsmóöirin dulúðuga bauö hana velkomna sem fyrst aftur og lofaöi henni nýbökuöu uppáhalds- brauöi. Jeppinn hristist af staö. Hjónin rifust. Börnin grenjuöu . Hún sat ofan á sjómanninum. Hann hélt utan um magann á henni meö vinstri handlegg. Hann skoröaði hana svo hún ylti ekki út á hliöarnar. Hún fann aö heit og stór hönd hans snerti fótlegg hennar, sem var kaldur. Hann strauk henni rólega upp aö hné. Hjónin tóku ekki eftir þvi. Börnin voru of upptekin af sjálfum sér og lömbunum sem hlupu með vissu millibili yfir veginn. Þau voru aö- eins tvö I þessum heimi. Hann fór undir faldinn á bleika skokknum hennar. Hann fikraöi sig ofar. Hann spuröi hana hvislandi hvar hlébaröamagabeltiö væri og hún sá I bilstjóraspeglinum aö hann glotti. Hún gat ekki sagt neitt. Hún kleip hann af alefli I handar- bakið og handlegginn, en þaö dugöi ekki til. Hjónin i framsæt- inu rifust enn meira. Bærinn ætl- aöi bókstaflega aldrei aö nálgast. Timinn stóö i stað. Jeppinn dratt- aöist varla úr hjólförunum. Haus- inn skall I þverspýtu i loftinu. Börnin uröu bara hávaðasamari og rollurnar fleiri og fleiri. Sjó- maöurinn var aö káfa á henni eins og ekkert væri. Hún sem var svo litil. Skotin 1 Bergi. Hrifin af langa syninum á Hömrum. í haldi hjá sjómanni aö sunnar. Hlé- baröamagabeltiö og sokkárnir horfnir i Golfstrauminn eða ofan á einhvern hval. „Lára, ert þetta þú, Lára ert þetta þú, Lára, ertu þarna inni, viltu gjöra svo vel og opna dyrnar og koma þér út barn. Hvaö ertu eiginlega aö hangsa þarna inni. Hvar I ósköpunum varstu? Viö vorum oröin hrædd um þig? Hvaö ertu búin aö vera lengi þarna inni? Viltu skræla kartöflurnar. Skiptu fyrst um föt vinan. Og leggöu siöan á borö. Hvaö varstu að gera svona lengi inni á kló- settinu? Varstu bilveik, þú ert ná- föl barn? Varstu ekki I neinum sokkum i allan dag? Stúlka sem er vönd aö virðingu sinni gengur ekki um meö bera fótleggi. Eftirtaldir aðilar veittu Kvermafi*amboði stuðning við útgáfu þessa blaðs: Galleri Langbrók Amtmannsstig 1 Bókhlaðan og markaðshúsið Laugavegi39, Bókhlaðan Glæsihæ Bókaútgáfá menningarsjóðs og þjóðvinafélagsins Skálholtsstig Sölutuminn Hagamel 67 Snyrtistofá Gróu Vesturgötu 39 s. 16508 Kristján Siggeirsson húsgagnaverslun, Laugavegil3 s. 25870 Iðnaðarbanki íslands h.f. Lækjargötu 12 s. 20580 Galleri og Eva Laugavegi 42 s. 20625 Hargreiðslustofán Lokkur Strandgötu 1 s. 51388 Hargreiðslustofá Jónu Jónsdóttur Laugavegi 133 s. 24600 Sjáðu hvernig bakað er á 1 mínútu, matur hitaður á örskammri stund, hvernig krakkarnir geta poppað án þess að brenna sig eða eyðileggja pottana þína. Og sunnudags- lærið stiknar á 20—30 mínútum. TOSHIBA-örbylgjuofnarnir bjóða upp á stórkostlega mögu leika fyrir fjölskyldur, sem borða á mismunandi tíma, borða mismunandi fæði (megrun, magasjúklingar). Toshiba ofnarnir eru svo einfaldir og öruggir í notkun, að börn geta matreitt í þeim. Toshiba örbylgjuofn er meira en bara venjulegur örbylgju- ofn, þú getur matreitt og bakað í honum flestar uppskrift- irnar þínar. Og síðast en ekki síst, svo þú fáir fullkomið gagn af Toshiba ofninum þínum, býður Dröfn þér á matreiðslu- námskeið án endurgjalds. Heimilisfang Stærstir í gerð örbylgjuofna Verð frá kr. 4380,- Vinsamlega póstsendið frekari upplýsingar. Til Drafnar H. Farestveit, hússtjórnarkennara Einar Farestveit & Co. hf. Bergstaöastrxti 10A. Komdu og láttu Dröfn sýna þér byltingu í matreiðslu í TOSHIBA ÖRBYLGJUOFNUNUM i verzlun okkar á Bergstaöastræti 10A laugardaginn 27. marz kl 10—12.

x

Kvennaframboðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.