Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 21.10.2004, Qupperneq 4
STUÐLABERG FASTEIGNASALA Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali Haildór Magnússon sölustjóri Hafnargötu 29,2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • fax 420 4009 • studiaberg.is Opið hús laugardag kl. 13-15 Bræðraborg 1 í Garði - Opið hús! Á laugardaginn 23. október frá kl. 13:00 - 15:00 verður opið hús að Garðbraut 102 í Garði (Bræðraborg 1). Um er að ræða gamalt en endurbyggt einbýli með glæsilegum garði í kring. Sjón er sögu ríkari. Heitt á könnunni. Suðurgata 36, Sandgerði - Opið hús! Glæsilegar fullbúnar 3 og 4 herbergja fullbúnar íbúðir til sýnis á laugardaginn 23. október frá kl. 13:00 - 15:00. Heitt á könnunni- allir velkomnir. Eignimar eru með sérinngangi og eru til afhendingar strax. > Listamenn safnafyrir Allý: Vel heppnaðir styrktar- tónleikar í Stapa Mikið f]ör var á styrkt- artónieikum sem haldnir voru til styrkt- ar Aðallieiöi Láru Jósefsdóttur á veitingahúsinu Stapa á fimmtudagskvöld. Fjölmargir listamcnn komu fram á tón- leikunum og myndaðist skemmtileg kaffihúsastemmn- ing. Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum voru Laddi, Jón Sigurðsson Idolstjarna, Bjarni Arason, Friðrik Omar, Sessý og Sjonni, hljómsveitin Espacio og Rúnar Júlíusson. Aðalheiður Lára eða Allý brenndist illa í Keflavík fyrir rúmum 6 vikum síðan og er nú til meðferðar á sérstakri bruna- deild danska ríkissjúkrahússins i Kaupmannahöfn. Ekki er enn vitað hvenær Allý fær að fara af sjúkrahúsinu og koma heim til Islands. Stofnað hefur verið sérstakt styrktamúmer hjá Landssiman- um og gjaldfærast 1000 krónur á símreikning viðkomandi þegar hringt er í númerið 904-1000. Bílvelta í Leirunni Atíunda tímanum á sunnudagskvöld var útafakstur tilkynnt- ur á Garðskagavegi nærri Leiru. Ökumaður á ieið út í Garð missti vald á bifreiðinni meó þeim aficiðingum að hún hafnaöi utan vegar og staðnæmdist á hvolfi. Ökumaðurinn var fastur í bílbcltinu þegar lögreglu bar að og var hann meó meðvit- und. Bifreiðin var mjög illa farin og ökumaðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi. > Smábátaútgerðin á Suðurnesjum: Fjórir bátar af Suðurnesjum í hópi aflahæstu smábáta landsins Fjói-ir smábátar á Suður- nesjum eru í hópi tíu atlahæstu bátanna í hin- um þremur aflakerfum smá- báta á fiskiveiðiárinu 2003/2004. Listinn var birtur í Fiskifréttum en byggt er á bráðabirgðaupplýsingum frá Fiskistofu og miðað er við óslægðan atla. Hópsnes GK fiskaði 581 tonn á síðasta fiskveiðiári og var í 5. sæti aflahæstu krókaaflamarks- báta. í flokki aflahæstu sóknar- dagabáta var Muggur KE í 7. sæti með 80 tonn og í flokki afla- hæstu smábáta á aflamarki eru Maron GK með 259 tonn i 7. sæti og Nóna GK með 251 tonn í 8. sæti. f r é 11 i r Níu útköll á rúmum tveimurtímum ■ Frá því klukkan 12 á hádegi á laugardag til kl. 14.30 voru alls níu útköll sjúkrabila frá Brunavörnum Suðumesja. Sökum anna voru sjúkrabílar í Grindavík settir í viðbragðsstöðu. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, varaslökkviliðsstjóra, er það mjög sjaldgæft að svo mörg útköll komi fyrir á svo skömmum tíma. Tvö útkall- anna vom að Motocross- brautinni við Sólbrekkur en þar höfðu mótorhjólakappar slasast. Líkamsárás í Keflavík ■ Tilkynnt var urn líkams- árás í miðbæ Keflavíkur að- faranótt laugardagsins. Ekki var um alvarleg meiðsl á fólki að ræða. Einn ökumað- ur var kærður fyrir meinta ölvun við akstur og þá vom fjórir staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut. Rispuðu bílaviðFS: Vitni óskast ■ Þijár bifreiðar vom rispaðar þar sem þær stóðu mannlausar í bifreiðastæði við Fjölbrautaskóla Suður- nesja á fimmtudagsmorgun. Ekki er vitað hver var þar að verki, en lögreglan lýsir eftir vitnurn. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið em beðnir um að hafa samband í sínta 420-2450. Hross í golfi í Sandgerði ■ Nokkur hross sluppu inn á golfvöllinn í Sandgerði á föstudag. Þau höfðu þegar vaidið nokkmm spjöllum á flötum vallarins þegar lög- reglan kom á staðinn. Voru hrossin handsömuð og þeim komið í hús. Við svo búið var haft samband við eiganda hrossanna. Tveir gistu fanga- geymslur B Á næturvakt lögreglunn- ar aðfaranótt fóstudagsins vom tveir ökumenn stöðvaðir gmnaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Tveir menn gistu fangageymslumar vegna ölvunar á almannafæri auk þess sem annar þeirra hafði valdið skemmdum á bifreið. 4 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.