Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 21.10.2004, Qupperneq 6
Fi.sM.vr úi’ IVil.siiKim > Ungafólkið leggur Allý litlu lið íveikindum: Gunnar Eyjólfsson 7. nóvember Fresta verður fræðslukvöldinu með Gunnari Eyjólfssyni leikara næsta sunnudagskvöld í Púlsinum, vegna anna hjá honum. Hann er að leika í kvikmyndinni Bjólfskviðu og vegna seinkana á tök- um myndarinnar, breytast öll plön Gunnars. Gunnar verður með fræðslukvöld um Qi gong í Púlsinum sunnu- daginn þann 7. nóvember klukkan 20. Þar mun hann kynna þessa ævafomu líkamsrækt Kinveija sem veitir aukna orku og vellíðan fyrir allan aldur. Gunnar iðkar sjálfur Qi gong og er í frábæru formi. Taktu kvöldið frá! > Lóðir í Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík vinsælar: Hulda og Brynja með baukinn í Sparisjóðnum í Njarðvík að leggja inn söfnunarpeningana á styrktarreikning Allýar. Söfnuðu rúmum 25.000 krónum fyrir Allý Við bara löbbuðum í hús og báðum fólk um að gefa pening í söfnunina fyrir Allý,” sögðu vinkonurnar Ilulda Sif Gunnarsdóttir og Brynja Rúnarsdóttir sem söfnuðu 25.300 fyrir fjölskyldu Allýar. Vin- konurnar Iögðu söfnunarpeningana inn á styrktarreikning Allýar í Sparisjóðnum í Njarðvík í dag. Vinkonurnar voru í tvo daga að safna þessum peningum en þær em í Heiðarskóla. Aðspurðar sögðu þær fínt að geta notað tímann í verkfallinu til að safha peningum fyrir gott málefhi. Lóðir undir 300 íbúðir farnar Rúmlega 300 íbúðum hef- ur verið úthlutað í Tjarnarhverfi í Innri- Njarðvík á vegum umhverfis- og skipulagsnefndar Reykja- nesbæjar. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns nefndar- innar er áhuginn mikill á Ióö- um í hverfinu en þar er gert ráð fyrir um 500 íbúðum. Einungis eru eftir í hverfinu lóðir undir fjölbýlishús en öllum ein- býlis- og parhúsalóðum hefur verið úthlutað. Steinþór segir að mikil áhersla sé lögð á að ná inn staðfestingargjöldum vegna lóð- anna. Þeir sem ekki greiða það gjald missi lóðirnar og þeim verði þá endurúthlutað til ein- staklinga sem eru á biðlista. Séð yfir grunna í einni af götunum í Tjarnarhverfi í Innri Njarð- vík. Akurskóli rís hratt í hinu nýja hverfi. Gatnaframkvæmdir vegna 1. og 2. hluta Tjarnarhverfisins eru hafnar en öll götuheiti nýja hverfisins byggja á fuglanöfnum. Dæmi um nöfn i hverfinu eru Álftatjörn, Blikatjörn, Arnar- tjörn, Súlutjörn, Þrastartjörn og Spóatjöm. Viltu auka möguleika þína á vinnumarkadnum? Vinnuvélanámskeið Verður haldið í Keflavík 11.-19. nóvember Réttindi á allar vinnuvélar Nánari upplýsingar og skráning hjá Iðntæknistofnun í síma 570 7100, 897 0601 og á vefsíðu www.iti.is Keyra frá Sandgerði og Keflavík í Garðyrkjuskólann á hverjum degi Tveir ncmendur Garð- yrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi keyra á hverjum degi frá Sandgerði og Keflavík til að stunda sitt nám við skól- ann. Þetta eru þau Ásdís Vil- borg Pálsdóttir, nemandi á blómaskreytingabraut, sem býr í Sandgerði og Einar Frið- rik Brynjarsson, nemandi á skrúðgarðyrkjubraut, sem býr í Keflavík. Þau keyra þó ekki saman í skól- ann, eru í sitthvorum bílahópn- um enda fer Ásdís stundum að vinna á verknámsstaðnum sín- um, Ný blóm í Kópavogi eftir skóla. Bæði leggja þau af stað um kl. 07:30 ffá heimilum sínum og eru þá komin um kl. 08:45 í skólann. Þetta eru um 90 kíló- metrar hjá Ásdísi og um 80 hjá Einari. Þau segja bæði að þetta sé ekkert mál, það sé bara gaman að keyra þessa leið og þau nota þá timann til að hlusta á góða tónlist eða það helsta, sem er að gerast á útvarpsstöðvunum. 6 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.